Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Ekki flýja til Íslands nema þið viljið hafa verra af
Ég ætlaði ekki að blogga meira í kvöld, enda upptekin af skemmtilegum hlutum í raunheimum.
En ég get ekki látið hjá líðast að blogga um mál Keníamannsins sem sótti hér um pólitískt hæli og hefur verið hér síðan um áramót ásamt konu sinni og nú 3 vikna gömlu barni.
Maðurinn hefur verið settur á aftökulista stjórnvalda í heimalandinu.
Umsókn mannsins hefur ekki verið heiðruð með svari en lögreglan kom heim til hans í morgun og setti hann í fangelsi á löggustöðinni á Hlemmi og þar má hann dúsa eins og glæpamaður þangað til hann verður sendur úr landi í fyrramálið.
Konan og barnið verða eftir.
Íslensk stjórnvöld taka þetta á tæknilega atriðinu, maðurinn flaug frá Kenía til Ítalíu og svo hingað. Þess vegna geta þeir sent hann þaðan sem hann kom helvítis hugleysingjarnir og varmennin.
Hverslags þjóð erum við inni við beinið við Íslendingar?
Fyrirgefið orðbragðið ég myndi vilja hafa þetta miklu safaríkara.
Við erum ótrúlegir Íslendingar. Í seinni heimstyrjöld létum við okkur hafa það að senda gyðingadreng í dauðann sem hér hafði leitað skjóls.
Og enn skortir okkur dug og getu til að standa með fólki sem þó hefur lagt okkur lið eins og þessi Keníabúi sem vann á vegum ABC barnahjálpar.
Ég er ekki að ýkja þegar ég segist miður mín yfir þessu. En málið er að það er líklega ekkert hægt að gera til að hjálpa þessum manni, þó mig langi til að fara út í öflugar aðgerðir til að stöðva þetta. Fyrirvarinn er enginn.
Og í fyrramálið verður hann gerður brottrækur héðan.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:33 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987163
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Jú veistu að útaf svona málum færi ég í viðtal! (Ef það kæmi að gagni)
Af hverju gera menn svona??? Og hann virðist ekkert hafa gert af sér???
Ísland, góða Ísland... Alltaf langar mig minna og minna til að flytja heim, og það finnst mér pínu sorglegt.
Góða nótt á þig og húsbandið þitt.
Hulla Dan, 2.7.2008 kl. 20:09
skil þetta ekki, hélt fyrst að ég hefði ekki náð fréttinni alveg, er svo hissa og sár fyrir hans hönd.
Kristín (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 20:21
Ég spyr bara. Hvað þarf maður hafa, eða lent í til þess að eiga "rétt" á pólitísku hæli hérna ef það að vera á aftökulista einhverra stjórnvalda duga ekki?...
Ég er svo hissa... og sorgmædd um leið.
Signý, 2.7.2008 kl. 20:24
Hulla: Já auðvitað létir þú þig ekki muna um að leggja þessu máli lið.
Kristín: Því miður er þetta blákaldur raunveruleikinn á Íslandi í dag.
Signý: Ef þeir sjá einhverja útgönguleið, þá senda þeir greinilega fólk til baka.
Ég er bæði reið og sorgmædd, verst finnst mér að geta ekkert gert.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 20:26
þetta gerði mig svo reiða og brjálaða, ég er bara nýbúin að róast niður en ég var svona:
þetta er sjúklegt ástand, hreint sjúklegt, og óafsakanlegt fyrir landið.
halkatla, 2.7.2008 kl. 20:46
það yrði sómi af þessum manni hér, og svo á hann hér fjölskyldu ég meina ef þetta er ekki djöfullegt óréttlæti hvað er það þá? Ísland getur bara farið norður og niður ég segi það satt
halkatla, 2.7.2008 kl. 20:47
HAHA! Þessi var góður! Hvenær fórst þú að lifa í raunheimum elsku Jenný mín? Vertu frekar hér í bloggheimum! Miklu miklu skárra en þarna úti! Mér er orðið svo annt um þig að einn góðan (eða vondan) veðurdag fer ég að kalla þig mömmu!
Himmalingur, 2.7.2008 kl. 20:47
Glapræði og andlegt ofbeldi.
Edda Agnarsdóttir, 2.7.2008 kl. 20:48
ok mér finnst ég ekki vera að koma reiðinni almennilega til skila, en þú stendur þína plikt með því að blogga um þetta á mjög áhrifamikinn hátt, það væri náttlega hægt kannski að plana einhver mótmæli fyrir utan löggustöðina? en tíminn er ekki mikill. Ég trúði bara ekki að illskan í kerfinu hérna væri svona mikil, heimska kannski, en ekki hrein illska.
halkatla, 2.7.2008 kl. 20:50
Rosalega sorglegt að mínu mati.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 20:52
Mér detta svo mörg ljót orð í hug núna....
Jónína Dúadóttir, 2.7.2008 kl. 20:59
Hvað gengur stjónvöldum til?!!!! Þetta er óafsakanleg framkoma við manninn og fjölskyldu hans. Tek undir orðin hennar Hullu, langar ekkert heim í þetta siðlausa lýðveldi.
Ía Jóhannsdóttir, 2.7.2008 kl. 21:32
Ha? Er verið að stokka upp fjölskyldu með þessu?
Djöfulsins Hitlerismi er þetta!
Andrea, 2.7.2008 kl. 22:27
Fær ómannúðlegar aðferðir fyrir að starfa að mannúðarmálum.
Helvítisskýtapakk og ómenska.
Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 22:47
Andskotinn hafi það og það er ekki hægt að setja inn athugasemdir á bloggsíðu Dómsmálaráðherrans Björns Bjarnasonar. - Hvar er Utanríkisráðherrann hún hlýtur að láta þetta sig varða. -
EF þetta er ekki ástæða til að skoða umsókn um pólitískt hæli, - þá veit ég ekki undir hvaða kringumstæðum það ætti að vera. -
En þeir hafa ekki látið svo lítið og skoðað umsókn hans hvað þá að þeir hafi fjallað um hana. - Og hann hefur verið hér ásamt konu sinni frá því um áramót.- Og nú á að senda hann í opinn dauðann. - En kona hans og 3ja vikna sonur munu verða hér hve lengi áfram?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.7.2008 kl. 23:00
Vitið þið að ég er ekki bara gapandi hissa að þetta geti gerst með Samfylkingarutanríkisráðherra. Björn Bjarnason er auðvitað eins og hann er. En þetta fólk er ekki að starfa í mína þágu hér og eflaust ekki meginþorra landsmanna.
Ég er líka hissa á að bloggheimar skuli ekki loga vegna þessa máls. Þetta er enginn ísbjörn greinilega og definately ekki Lúkas heldur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 23:23
Víða er pottur brotinn í reglugerðum og mér finnst það alltaf jafnóþolandi þegar stjórnvöld kjósa frekar að lúta manngerðum og ófullkomnum reglum (sem þeir sjálfir búa til) heldur en að meta hverjar raunaðstæður persónulega með skilning, samkennd og mannkærleik að leiðarljósi. Mitt kommon sens segir að þeir sem búa til reglugerðir ættu að drottna yfir þeim sem skaparar en ekki að láta reglurnar stjórna gjörðum sínum og binda þannig sjálfskaparfjötrana fastar um hendur sér! Hendur sem okkur voru gefnar til að láta gott af okkur leiða. Hendur sem eru til þess að höndla ábyrgð.
Eitt mannslíf er mikilvægara en orð á pappír!
Það "góða" við þessa frétt (ef það má orða það svo) er að hún hvatti mig til að kynna mér þessi mál nánar.
Á vef Mannréttindaskrifstofu Íslands er þetta að finna:
Það er grundvallarréttur hvers manns að geta flúið heimaland sitt og fá vernd í öðru landi verði hann fyrir ofsóknum af hendi ríkisvalds í eigin ríki eða ef að ríkisvaldið getur ekki veitt viðkomandi vernd fyrir ofsóknum.
Á Íslandi hefur frá árinu 1991 aðins einn hælisleitandi fengið viðurkenningu stjórnvalda á stöðu sinni sem flóttamaður. Mun fleiri hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum.
Umsóknir um hæli er hlutfallslega færri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Ísland hefur þá sérstöðu að hingað er ekki hægt að komast frá flestum þeirra landa þar sem fólk þarf að búa við styrjaldir og ofsóknir, nema að fara í gegnum annað land á Schengen-svæðinu. Þetta leiðir til þess að yfirvöld á Íslandi geta endursent hluta af því fólki sem að sækir um hæli til þess Schengen lands sem það kom frá, eins og heimilt er samkvæmt Dyflinarreglugerðinni.
Íslensk stjórnvöld verða þó að ganga úr skugga um að hælisleitendur fái umsókn sína til meðferðar svo að þeir eigi ekki í hættu á að vera sendir til heimaríkis þar sem þeir verða fyrir ofsóknum. Stjórnvöld á Íslandi eru bundin af Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem banna brottvísun til heimalands eða annars ríkis þar sem lífi eða mannhelgi einstaklinga er stofnað í hættu eða fólk á á hættu að verða fyrir ofsóknum.
Og í Ársskýrslu Útlendingastofnunar 2003 stendur eftirfarandi :
Að meginstefnu til eru ákvæði samningsins og reglugerðarinnar þau sömu, þó eru nokkur nýmæli í reglugerðinni er styrkja réttarstöðu hælisleitandans, s.s. ákvæði um fjölskyldusameiningu, ákvæði er snýr að mannúðarsjónarmiðum og ákvæði um börn er sækja um hæli án þess að vera í fylgd með foreldrum, svo eitthvað sé nefnt.
Það er því við ábyrgð gagnvart reglugerðum að sakast og löngu orðið tímabært að endurskoða þessar reglur og sáttmála alls konar og skrifa lögin upp á nýtt!
Er ekki hægt að fá vörubílstjórana til þess að teppa umferð til Keflavíkur í fyrramálið???
Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 23:29
Martha: Takk fyrir þessar upplýsingar.
Mér finnst með ólíkindum að þetta sé að gerast. Og að ekki sé hægt að mótmæla því á nokkurn hátt.
Þetta hefur verið planað svona. Taka manninn loka hann inni og svo lóðsa hann úr landi.
Helvítis aumingjaskapur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 23:31
Ég vil hvetja ykkur til að blogga um málið.
Hvar er ISG?
Hvar er Sturla?
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 23:36
Ég er aldeilis gapandi hissa!
Á að gera þetta bara svona blítt og létt? Eru íslensk stjórnvöld ekkert betri en afrískir einræðisherrar?? Hvar er lýðræðið? Hvar er utanríkisráðherra? Situr hún enn brosandi við skör ísraelskra morðinga og væntir stuðnings þeirra við öryggisráðið?
Mér er skapi næst að hringja í hana og spyrja hana hvort hún viti hvað fer fram hér!
Hrönn Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 00:00
ég á ekki til orð yfir þessu. Þetta er skelfilega sorglegt.
Linda litla, 3.7.2008 kl. 00:04
Er ekki hægt að senda fjöldapóst á utanríkisráðuneytið?
Hrönn Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 00:06
Íslensk Stjórnvöld hafa ekki staðið sig í stykkinu. - Umsókn þessa einstaklings hefur ekki verið tekin til meðferðar, s.s. skylda er samkv. lögum.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.7.2008 kl. 00:16
Jennú Anna, ég sendi þér e-mail á hotmailið...
Brissó B. Johannsson, 3.7.2008 kl. 00:22
Ég hef um margra ára skeið aðstoðað nýbúa frá Asíu við að fá ástvini þeirra til landsins, í flestum tilfellum aðeins í heimsókn. Það er afskaplega erfitt að eiga við Útlendingastofnun. Starfsmenn hennar virðast líta á hlutverk sitt sem það eitt að halda fólki utan Schengen-svæðisins með öllum ráðum frá landinu. Stundum hefur þurft að leita lögfræðiaðstoðar til að fá einfalda og eðlilega afgreiðslu. Framkoman er með ólíkindum. Það kemur mér ekki neitt á óvart sem snýr að Útlendigastofnun.
Jens Guð, 3.7.2008 kl. 00:31
Ég er búin að skrifa mótmælabréf - og senda það á tvo staði!!
Hrönn Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 00:47
OK ég verð að vera "leiðinlegi gaurinn" og spyrja: Hvers vegna var hann á aftökulista?
Bara að spá.
Annars meira og minna sammála fyrri kommenturum. Ein besta vinkona mín er bandarísk og býr á Íslandi, og þarf þ.a.l. að díla reglulega við Útlendingastofnun og þeirra bjúrókrasíu.
kiza, 3.7.2008 kl. 01:54
thetta er bara ótrúlegt trúi ekki ad island hefdi ekki getad gert betur en thetta,stundum skammast madur sin fyrir sitt eigid heimaland,svei mér tha og skilja fjølskylduna ad. Thetta er ekki mannlegt bara.
María Guðmundsdóttir, 3.7.2008 kl. 04:45
þakka þér fyrir að blogga um þetta Jenný, það verður að vekja athygli á þessu og vekja fólk til umhugsunar um afstöðu og hræsni Íslendinga í málefnum flóttamanna. Ég þekki Paul persónulega og get sagt að þetta mál er enn skelfilegra enn maður hefði ímyndað sér. Í Mogganum kom fram að hann hefði verið beittur ofbeldi en hann var í raun og veru pyntaður á skelfilegan hátt.
Íslensk stjórnvöld/Útlendingastofnun vissu af því. Útlendingastofnun ætti líka að vera fullljóst að Ítalía og Grikkland eru þau Evrópulönd sem senda flesta flóttamenn beint heim til sín sem eru sendir til þeirra frá öðrum löndum.
Þú mátt skrifa mér tölvupóst ef þú vilt vita meira.
Þetta er hræðilegt og má ekki gleymast í dagsins önn!!
Kristín (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 08:21
Meðferð Íslendinga á flóttamönnum er og hefur lengi verið til skammar - enda stjórnvöld vakið athygli fjölþjóðlegra stofnanna fyrir snautlega framkomu í garð þessa hóps.
Þetta er sorglegt mál. Paul þekki ég ekki, en virðist saga hans, reynsla og þekking þess eðlis að Íslendingar yrðu bara bættari af því að njóta krafta hans á landinu.
Baldur McQueen (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 09:27
Maður skilur ekki að það sé hægt að sundra fjölskyldu svona.
Hvernig er það hægt, þetta lið verður að skýra það út fyrir okkur.
DoctorE (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 09:29
Þakka ykkur öllum sem einu fyrir innleggin. Mikið skelfing gleður það mig að vita að við erum mörg sem viljum ekki þessi ómannúðlegu vinnubrögð.
Hrönn: Villtu meila mér bréfið sem þú sendir.
Takk aftur. Eigum við ekki öll að meila á þessi tvö ráðuneyti, dómsmála og utanríkis.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 09:42
Kristín: Þú gleymdir að gefa upp netfang. Nennirðu ekki að senda á mig meil, adressan er efst á síðunni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 09:44
Þú verð ég að vera óvinsæli gaurinn og koma með smá athugasemd.
Samkvæmt alþjóðlegum lögum og samþykktum á að sækja um hæli í fyrsta örugga landi sem maður kemur í eftir að hafa flúið heimaland sitt. Eðli málsins samkvæmt getur það nánast aldrei verið Ísland. Þess vegna var maðurinn sendur aftur út.
Hin Hliðin, 3.7.2008 kl. 09:58
Átti að vera Nú, ekki Þú.....
Hin Hliðin, 3.7.2008 kl. 09:58
Hin Hliðin: Sá sem tekur ákvörðun á þessum nótum þegar maðurinn á fjölskyldu hér og alles.. og gæti vel endað dauður.. well sú manneskja er ekki manneskja.
DoctorE (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 11:00
Þetta er ekki bara spurning um þann sem tekir ákvörðunina. Það er ekki heimilt að veita manninum hæli svona. Ef það á að veita mönnum hæli þarf það að gerast samkvæmt sérstöku kerfi, í samráði við önnur lönd.
Þegar menn koma í gegn um önnur lönd, á leið til Íslands, eiga þeir að sækja um hæli þar. Ef við lítum framhjá því, brjótum við lög. Er fólk ekki alltaf að segja að stjórnvöld eigi að fara að lögum? Er það kannsi bara þegar það hentar og hljómar vel?
Hin Hliðin, 3.7.2008 kl. 11:39
Það sem margir eru miklir kjánar hérna! Við erum með LÖG Halló!! Eiga allir sem vilja að fá að koma bara? Eruð þið vangefin þetta vinstra lið allt saman?
óli (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 11:47
"Umsóknir um hæli er hlutfallslega færri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Ísland hefur þá sérstöðu að hingað er ekki hægt að komast frá flestum þeirra landa þar sem fólk þarf að búa við styrjaldir og ofsóknir, nema að fara í gegnum annað land á Schengen-svæðinu. Þetta leiðir til þess að yfirvöld á Íslandi geta endursent hluta af því fólki sem að sækir um hæli til þess Schengen lands sem það kom frá, eins og heimilt er samkvæmt Dyflinarreglugerðinni.
Íslensk stjórnvöld verða þó að ganga úr skugga um að hælisleitendur fái umsókn sína til meðferðar svo að þeir eigi ekki í hættu á að vera sendir til heimaríkis þar sem þeir verða fyrir ofsóknum. Stjórnvöld á Íslandi eru bundin af Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem banna brottvísun til heimalands eða annars ríkis þar sem lífi eða mannhelgi einstaklinga er stofnað í hættu eða fólk á á hættu að verða fyrir ofsóknum."
-Martha Elena Laxdal, 2.7.2008 kl. 23:29
"Í Mogganum kom fram að hann hefði verið beittur ofbeldi en hann var í raun og veru pyntaður á skelfilegan hátt.
Íslensk stjórnvöld/Útlendingastofnun vissu af því. Útlendingastofnun ætti líka að vera fullljóst að Ítalía og Grikkland eru þau Evrópulönd sem senda flesta flóttamenn beint heim til sín sem eru sendir til þeirra frá öðrum löndum."
- Kristín (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 08:21
sa (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 12:05
Það er ekki von á góðu þegar ríkisvald og spilltir embættismenn ráða ríkjum á landinu. Ógeðslegt pakk sem tekur svona ákvarðanir.
Væri nær að senda dagblöðum erlendis og vara við Íslandi sem laglaust land, því það er það..
Óskar Arnórsson, 3.7.2008 kl. 16:21
Yfirlýsing Utanríkisráðherra er yfirklór af verstu sort
G. Valdimar Valdemarsson, 3.7.2008 kl. 17:28
ég er svo sorgmædd yfir þessu, hef sjálf sent 2 bréf í mótmælaskyni og beðið BB og ISG að endurskoða mál hans, þar sem hann á það á hættu að verða sendur beint til Kenía frá Ítalíu sakir mjög strangra innflytjendalaga þar á bæ. Ég vil að þessi maður fái hæli hér á Íslandi og það sama á við konu hans og barn, barn sem með réttu ætti að vera talið íslenskur ríkisborgari m.a. sakir fæðingu þess hér á landi. Ég dauð skammast mín fyrir þessar aðgerðir.
Allir að senda bréf og mótmæla þessum aðgerðum.
kv.
Linda E (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 18:52
Ég er undrandi á þessari ákvörðun stjórnvalda. Verst að utanríkisráðherra kom ekki að málinu en hún kom af fjöllum þegar hún var spurð. Hafði víst gleymt að lesa bréf sem lá á borðinu hennar síðan í mars. Málið er hraklegt og mætti halda að við rasistarnir í Frjálslynda flokknum hefðum afgreitt erindi þessa varnarlausa manns.
Árni Gunnarsson, 3.7.2008 kl. 22:15
Mótmælafundur fyrir utan Dómsmálaráðuneytið kl.12.00 á hádegi á morgun laugardaginn 5 júní. Látið það berast!
Hörður Torfason (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 15:57
Skeflilegt rugl og flan, hauslausar hænur geta gert betur.
Hverning dettur fólki til hugar að menn geti bara sest að í einhverju landi að vild, án þess að uppfylla þær kröfur sem settar eru í viðkomandi landi varðandi útlendinga og landvistarleyfi.
Ég vil benda á greinargerð Útlendingaeftirlitsins á visir.is http://visir.is/article/20080704/FRETTIR01/154062760
Ennfremur á skrif um Útlendinga í Danmörku í Ekstrabladet.dk í dag. http://ekstrabladet.dk/nyheder/samfund/article1029727.ece
Ef fólk vill endilega róa að því að gera landið að opnu landi fyrir fólk sem fer ekki að íslenskum og evrópskum lögum, þá á fólk að segja það, en ekki vera hlaupandi um með þessar slúðursögur og rangtúlkanir á stjórnun og meðferð þessarra mála.
Ólöglegt fólk í landinu á að senda burt, þangað sem það kom, og síðan er hægt að eiga við málið.
Njáll Harðarson, 4.7.2008 kl. 22:51
Við erum að tala um mannúðarsjónarmið Njáll Reglumeistari! Það hefði aldrei verið staðið svona að málum með þennan mann ef hann hefði verið hvítur. Greinargerð Útlendingastofnunnar er ekki pappírsins virði!
Ég les extrablaðið danska, aftonbladet og DN um svona mál. Það er nóg af lagakrókun til ef fólk vill og senda burtu útlendinga í stórum stíl frá Íslandi. Jafnvel meina þeim inngöngu yfirleitt ef út í það er farið.
Það er til sanngirnissjónarmið og hefði mátt beita því í þessu tilviki. Enn það eru líklegast menn með innræti sem þitt sem stjórna þessu landi.
Íslensk stjórnvöld brutu fleiri reglur og lög á Íslandi enn þessi maður. lestu þér til um stjórnarskránna og hættu að vitna í húsreglur Útlendingastofnunnar. Meir asninn sem þú ert Njáll Von Reglustrika!
Óskar Arnórsson, 5.7.2008 kl. 00:00
Njáll: Þeir sem hafa ekki samkenndina með fólki grípa til reglugerða. Aumt er það.
Óskar: Takk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.7.2008 kl. 00:10
Svíar eru að endurskoða allar svona reglur núna. Enn fyrst þurfti að láta pynta og drepa einn, sem gerður var brottrækur úr Svíðþjóð til þess að þeir rönkuðu úr rotinu.
Svona fólk eins og Njáll setur í mig hroll...
Óskar Arnórsson, 5.7.2008 kl. 01:21
verd nú samt ad segja ad mér finnst huggulegt af íslenskum stjórnvöldum ad leyfa theim ad eiga barnid hérna, ég er íslenskur og á spaenska konu og gat ekki átt barnid mitt her án thess ad borga 500000 fyrir og vard thví ad fara utan ad eiga med videigandi kostnadi vinnutapi o réttindatapi, ef ég hefdi verid íslensk stúlka med útlendan kaerasta thá hefdi thad ekki kostad krónu, Ramses-hjónin eru hvorug íslensk og borgudu ekki krónu, ég er ekki alveg ad skilja thetta
Haley (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 08:57
Samkennd og mannúðarsjónarmið eru hlutir sem stjórnvöld almennt viðurkenna ekki nema í orði í besta falli, enda erfitt að koma því fyrir í lögum. Reyndar hafa stofnanir þegar séð í gegnum fingur sér og gefið þessu fólki allan þann slaka sem hægt er í stöðunni.
Það er umhugsunarvert að fólk skuli vilja þrýsta á stjórnvöld til að gera eitthvað sem brýtur í bága við lög, í nafni samkenndar og mannúðar vegna afiríkubúa sem þvælast í ógáti til íslands.
Fyrir mitt leiti þá megið þið fylla landið með slíku ógæfufólki í nafni samkenndar og mannúðar, en munið það að afríkubúar og þeir sem búa við botn miðjarðarhafs koma með sína siði og venjur í farteskinu, og það er þeirra mannréttindi að fá að halda þeim. Opnið dyrnar upp á gátt og grátið svo þegar þið verðið að breita ykkar íslensku venjum og siðum til að móðga ekki þetta góða fólk. Segið farvel, til jólaljósa og hátíðarsöngva, allt í nafni samkenndar
Væri ekki betur á haldið ef þið snéruð ykkur að bágstöddum íslendingum, öryrkjum og öldruðum svo eitthvað sé nefnt, eða hafið þið nú þegar þurrkað það borð.
Njáll Harðarson, 5.7.2008 kl. 09:06
.."vegna afiríkubúa sem þvælast í ógáti til íslands"..
Njáll! Gerðu sjálfum þér þann greiða að auglýsa ekki mannvonskuna í þér! þú getur ábyggilega orðið betri manneskja eins og allir aðrir sem leggja eitthvað á sig við það.
Fisher fékk íslenskt vegabréf og byrjaði að blóta Íslandi í sand og ösku um leið og hann kom til Íslands. Og mér þótti það frábært af Íslendingum að beita sér í þessu máli.
Þingið fór með hanns mál á methraða inn í landið. Hver heldur þú að komi þér til bjargar ef þú lendir í sömu stöðu.
hættu þessu kjaftavaðli nema að sjálfsögðu ef þú ert að stefna að því að verða stjórmálamaður. þá skil ég þig betur. Eiginlega þegar talað er um trúmálaskoðanir, þá get ég verið sammála þér.
Verum bara sammála um að vera ekki sammála í þessu. Það er fullt af fólki sem er sammála þér í þessu. vertu ánægður um að ekki vera einn um þá skoðun að reglum og lögum skal fylgt. Það var líka gert á landnámsöld, grasakonur voru brendar á báli, börn voru borin út ýmist vegna fátæktar eða að það voru stílkubörn, og kirkjan var með pyntingar til að fá fólk til að játa að þeir væru glæpamenn.
Ég myndi alveg geta fengið þig til að viðurkenna að þú værir jesús kristur sjálfur með réttri aðferð. Árið er 2008 ef þú fylgist ekki með tímanum.
Við erum rúmlega 300.000 manns á Íslandi. Hversu stór er þessi maður eiginlega í þínum augum? Fyllir hann landið? Ísland er aldeilis frábært land. Bara vandamál hvað er mikið að íslendingum hérna.
það vantar fólk hér og ekki öfugt. Lagaðu til í eigin skúmaskoti því það segir mér engin að það þarf að "þurka af" í þinni samvisku vel og rækilega.
Rasismi á ekki heima á Íslandi og menn eru ekki að "þvælast" hingað að gamni sínu. Hvorki frá Afríku eða öðrum löndum.
Ég skal gera eina flærslu þér til heiðurs ef þú vilt. Hún myndi að sjálfsögðu fjalla um vanþroskaða kjána og reglugerðarróna nútímans...og vöntun á samkennd þeirri sem er aðaleinkennið þeirra...
Það væri nær að hjálpa þessu fólki enn að gefa peninga til Hamas hryðjuverkasamtakanna...Þeir hljóta að hlægja sig máttlausa að ráðherra landsins..vertu ánægður Njáll, að Björn Gangster Bjarnason Dómsmálaráðherra er sammála þér líka..þú ert ekki í lagi Njáll og veist það best sjálfur..Óskar Arnórsson, 5.7.2008 kl. 13:42
Kæri Óskar, það er svolítið erfitt að svara þessu öllu, en það er eins og maður hafi stungið gat á helíumbelg, þú flýgur svo um víðan völl.
En ég þekkti Fisher ekkert, sá einvígið, og ég veit að hann fór að settum lögum um dvalarleyfi og umsókn etc. þó hann hafi kannske blótað eitthvað, ég myndi gera það líka ef ég þyrfti að flytja til Íslands
Umræddan Jesú þekki ég ekki neitt, þannig að ég get bara ekki sagt til um hvort ég vilji vera Jesú. Einu sinni í Californíu sem verktaki þá var ég með tvo mexicana ásamt fleyrum mexicönum í vinnu, annar þeirra hét Angel og hinn Jesu, af skiljanlegum ástæðum þá þurftu þeir ekki verkpalla. Ef ég væri rasisti eins og þú segir, þá hefði ég að sjálfsögðu ekki ráðið Jesu.
Varðandi Ramses, þá finnst mér einhvernvegin vanta í umræðuna aðdraganda þess að hann og konan ákváðu að koma til landsins. Af skrifum má túlka að einhverjir á íslandi hafi þar komið að máli. http://www.indymedia.org/or/2008/07/909217.shtml
Njáll Harðarson, 5.7.2008 kl. 14:59
Njáll! farðu og lærðu eitthvað eitthvað um raunveruleikan!
Óskar Arnórsson, 5.7.2008 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.