Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Auðvitað blogga ég ekki um þetta
Ég varð náttúrulega skelfingu lostin yfir þessari stormviðvörun og dreif mig í lágvöruverslun til að birgja mig upp. Svo sá ég reyndar að þessari viðvörun er beint til fólks á suðausturlandi en ég held að Reykjavík sé á suðvestur. Vona amk. að allir komist í skjól.
En ég fór í hina hefðbundnu innkaupaferð núna áðan og húsband með mér.
Ég skil ekki af hverju ég er að þrjóskast við að hafa manninn með mér. Hann drepur fyrir mér alla verslunargleðina.
Hann kvartar yfir hillusvipnum títtnefnda sem hann segir að komi á mig þegar ég renni augunum yfir vöruúrval verslunarinnar. Í morgun var hann erfiðari en vant er, heimtaði að ég skrifaði miða, hvað ég auðvitað gerði og svo fór hann fram á að ég héldi mér við hann. Af hverju nenni ég þessu?
Ég benti honum á að við værum þó farin að versla í lágvöruverslun að staðaldri, mikil og góð þróun. Hann stóð með hálfgerðan fýlusvip við innkaupavagninn, amk. held ég það en ég sá hann ekki svo greinilega fyrir vöruhlaðanum í honum.
Hann: Við erum tvö í heimili, hvernig getum við þurft svona mikið af vörum?
Ég: Æi ekki byrja á þessu. Við erum orðin eins og lélegur brandari um steríótýpurnar. Karl vill ekki kaupa, kerling missir sig í búðum.
Hann: Já en þannig er það í okkar tilfelli.
Ég: Villtu ekki fara í svona smíðabúð eða eitthvað á meðan?
Hann: Smíðabúð, hvað er það og til hvers?
Ég: Æi sem selur nagla og allskonar dót, finnst þér ekki gaman að smíðadóti?
Hann: Er í lagi með þig? Flýttu þér svo við komumst heim án þess að þurfa að hringja á flutningabíl og þú bloggar EKKI um þetta samtal.
Ég: Ég elska þig líka Einar minn og auðvitað myndi mér ekki detta til hugar að blogga um þetta.
Reikningurinn hljómaði upp á sóandsó og einhverja aura.
Hann er farinn að vinna hörðum höndum og ég er farin að sauma harðangur og klaustur.
Við erum svo týpísk eitthvað.
Í péessi og fullri einlægni þá held ég að það verði stormur hér á suðvesturhorninu um kvöldmatarleytið. Þ.e. þegar sumir lesa sumar bloggfærslur skrifaðar af sumum!
Varað við stormi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:15 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
HAHAHA....finnst þér ekki gaman af smíðadóti
......ég gerði þetta um daginn, verslaði inn eins og allir afkomendur væru enn heima en svo er ekki, ég er meira og minna ein heima í sumar...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.7.2008 kl. 12:58
Maðurinn er miklu meira búðar svona heldur en ég. Þegar við erum í útlöndum getur hann endalaust farið í búðir, ég sit bara á pöbb á meðan. Um daginn fór maðurinn meira að segja einn í IKEA og keypti svona hitt og þetta smálegt sem honum fannst okkur vanta. Á viðbrögðum vinkvenna og samstarfskvenna virðist hann vera eini maðurinn í heiminum sem fer sjálfviljugur og einn í IKEA.
Helga Magnúsdóttir, 1.7.2008 kl. 13:10
killer bara!!! kallgreyid.. "æ naglar og sonna smidadót" thú ert óborganleg. Ég reyndar er hætt thessu,tek kallinn ekki ordid med i neitt svona,bara skemmileggur allt saman med svona "hangi hér og bíd " svip svo nú er thad bara mí mæself end æ...thegar i verslid er farid.
eigdu gódan dag
María Guðmundsdóttir, 1.7.2008 kl. 13:22
Ég skil þetta tótallí með smíðabúðina. Ég fékk einu sinni að kenna á ,,eigin meðali" en þá var ég búin að fara með minn fyrrverandi í öll Moll Ameríku eða svona hér um bil. Þá stakk hann upp á að fara í ,,Home Depot" þar sem hann gat skoðað vélar, sagir og hamra tímunum saman. Mér leiddist ótrúlega mikið og skildi ekki tímann sem hann gat varið í þetta.... Mér finnst best að fara ein í búðir.. en stundum gott að hafa kallinn til að raða í poka, hata að vera í stressi á kassanum í kappi við afgreiðslumanninn/konuna..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.7.2008 kl. 13:40
Við látum bara eins og við höfum ekki lesið þetta og Einar verður engu nær.
Annars er ég með verkfærablæti. Skemmtilegustu búðir sem ég fer í eru verkfærabúðir eins og Brynja, Byko og Húsasmiðjan. Var búin að koma mér upp lager af alls konar verkfærum sem ég vissi ekki einu sinni til hvers voru.
En mér leiðist að kaupa í matinn. Mér finnst ekki skemmtilegast að versla í Hagkaup - eins og þeir hömruðu alltaf á.
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.7.2008 kl. 15:03
Elsku Jenný mín ég ætlaði nú bara að senda þér smá sudda en ekki STORM.... en ég veit aldrei hvað nornin í mér er áhrifamikil...Úps!
Ía Jóhannsdóttir, 1.7.2008 kl. 15:19
Þú ert snilldin ein.
Ég mæli með dótabúðunum fyrir karlana, þar get ég geymt minn karl vel og lengi.
Elísabet Sigurðardóttir, 1.7.2008 kl. 15:44
Flott hjá þér að vera ekkert að blogga um þetta samtal ykkar húsbands, múahahahah! Þið eruð flott. Mér finnst mjög leiðinlegt í búðum og t.d. eftir að IKEA flutti í sveitina hef ég bara farið þangað einu sinni. Lét mig alveg hafa það þrisvar á ári að fara þegar það var á betri stað. Hér á Skaganum er samt allt til alls, nema það vantar Rúmfatalagerinn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.7.2008 kl. 17:22
Mig langar til að hugga þig með því að það er ekki bara spáð smá stormi heldur á eftir honum miklum hlýindum og "góðvirðrii" eins og segir í spánni.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.7.2008 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.