Mánudagur, 30. júní 2008
Sendið þjálfarann í langt frí
Ég viðurkenni það fúslega að ég hef ekki hundsvit á íþróttum. Að minnsta kosti ekki á boltaíþróttum.
Ég veit heilmikið um fimleika vegna dætra minna sem ólust upp í íþróttasölum og við foreldrarnir með þeim.
Og þar lærði ég eitt grundvallaratriði sem hefur dugað mér ágætlega en þeim var innrætt að sýna íþróttamannslega framkomu.
Ég lærði líka að það er gífurlegur aðstöðumunur á strákum og stelpum innan íþróttahreyfingarinnar en það er önnur saga.
Reyndar eru nokkur ár og gott betur síðan mínar dætur stukku um í hejarstökki, handahalaupi, flikkflakki, kraftstökki og skrúfum en þá var aðaláherslan lögð á að sýna gott keppnisskap, virðingu fyrir meðiðkendum sínum, heilbrigt líferni og sjálfsaga.
Varla á þetta íþróttauppeldi bara við um stelpuíþróttir.
En ég er orðin hundleið á að lesa um gapuxann Guðjón Þórðarson sem á í stöðugum útistöðum við dómara, rífandi kjaft og sendandi fólki tóninn í fjölmiðlum.
Í kvöld fékk hann rauða spjaldið og auðvitað var það ekki honum að kenna, dómararnir voru algjörlega glataðir, þeir eru að vinna gegn honum, Skagaliðinu og gott ef ekki öllu Akranesi bara.
Eiga ekki þjálfarar að ganga á undan með góðu fordæmi?
Og hvaða fyrirmynd er þessi maður ungu íþróttafólki?
Sendið manninn í frí. Laaaaaangt frí.
Þetta hefur ekkert með íþróttir að gera, þetta er stríð.
Andskotans bjánaskapur.
Skagamenn sáu rautt í 2:0-tapleik gegn KR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Pepsi-deildin | Aukaflokkar: Íþróttir, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:41 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Æ hvað ég er eitthvað innilega sammála þér með Guðjón. Ég skil ekki hvað fólk sér við hann sem þjálfara, hann hefur gert eintómar bommertur í gegnum tíðina og ekki náð neinum árangri, hvern sem hann þjálfar.
Lára Hanna Einarsdóttir, 30.6.2008 kl. 23:47
Aha Jenný aha, sammála þessu og hef verið lengi.
Ragnheiður , 30.6.2008 kl. 23:56
Það að segja að Guðjón hafi hvergi náð árangri er út í hött. Undir hans stjórn náði Ísland hæst á styrkleikalista FIFA, gerði KA að Íslandsmeisturum í eina skiptið í sögu liðsins, gerði ÍA að Íslandsmeisturum 2 ár í röð á síðasta áratug, eftir að hafa farið taplaus með liðið í gegnum 2. deildina árið áður, gerði KR að bikarmeisturum tvisvar, fór með Stoke upp um deild. Enginn árangur??
Örn Arnarson, 1.7.2008 kl. 00:15
Vá hvað þú hefur lítið vit á fótbolta Lára
Guðjón er sá þjálfari sem unnið hefur flesta titla auk þess sem íslenska karlalandsliðið hefur aldrei náð lengra en undir hans stjórn. Spurning um að kynna sér hlutina áður maður tjáir sig.
Orð þín dæma sig sjálf.
Stefán (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 00:16
Ég verð aðeins að taka undir þetta sem Sigurður segir og bæta því við að hann er ekki lélegur þjálfari - en það gustar mikið í kringum hann og skapbrestir er eitt af einkennunum!
En það er víst engin fullkomin.
Edda Agnarsdóttir, 1.7.2008 kl. 00:17
Ég viðurkenni fúslega, Örn og Stefán, að ég hef nákvæmlega EKKERT vit á íslenskum fótbolta. Mér finnst hann almennt afskaplega lélegur ef miðað er við Evrópu- og heimsmeistaramót og enska boltann sem ég horfi alltaf á og fylgist vel með. Þeim bolta hef ég vit á og get rætt um við ykkur af töluverðu viti og þekkingu.
Íslenska landsliðið er skipað frábærum einstaklingum sem geta ekki með nokkru móti spilað sem heild - sem lið. Þar eru 10 kóngar og einn markmaður - alveg eins og í umferðinni á Íslandi og á fleiri sviðum. Allir kóngar í sínu ríki og taka ekki tillit til annarra, hvað þá heildarinnar.
Ef ég hef haft rangt fyrir mér með Guðjón viðurkenni ég það fúslega. En maðurinn virkar á mig sem einn stór kjaftur sem skemmir miklu meira fyrir sjálfum sér og sínu liði en hvað hann gerir því gott - að minnsta kosti er það sú mynd sem ég hef af manninum - hvort sem hún er rétt eða röng að annarra mati.
Góður fótbolti er augnayndi og skemmtileg íþrótt - að sama skapi er lélegur bolti hundleiðinlegur, sem og geðvondir þjálfarar með stórmennsku... þið vitið.
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.7.2008 kl. 00:25
Lára, Guðjón er ekki að þjálfa íslenska landsliðið. Hann er þjálfari Skagamanna eins hann var hér á árum áður og gerði stórkostlega hluti með liðinu þá þótt hann hafi ekki náð árangri með liðið á þessu tímabili sem af er.
Hann er umdeildur - en það hefur ekki þótt verra að menn séu umdeildir þegar þeir vinna þessi störf!
Edda Agnarsdóttir, 1.7.2008 kl. 01:20
Mér finnst ekki sæma þessum "stórkostlega" þjálfara að haga sér eins og hann gerir. - Allavega er ekkert stórkostlegt við þessa hegðun Guðjóns.
Þetta er hvorki íþróttamannsleg hegðun, né eðlileg hegðun sem hann sýnir, skipti eftir skipti.
Og það segir bara meira en mörg orð, að þjálfari, með alla þessa reynslu og þekkingu, skuli ekki enn hafa lært, að hafa stjórn á skapi í vinnunni.
Og hvort að hann sé skrautlegur karakter og/eða að, aldrei sé lognmolla í kringum hann, hefur bara ekkert með íþróttir að gera. Og kemur því þessu máli bara ekkert við.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.7.2008 kl. 01:29
Gudjón er einn besti thjálfari landsins. En já mjøg mikill skapmadur og oft átt erfitt med ad halda ró sinni...en kannski er gengi skagamanna ad spila lika inní thetta med kallgreyid...en æ mér finnst hann bara gefa thessu øllu smá fútt en audvitad tharf ad hafa hemil á skapi sínu og ekki bara freta hverju sem er framaní mann og annan en vildi ekki fyrir nokkurn mun missa hann úr islenskri knattspyrnu...enda gamall skagabúi hér á ferd
eigdu gódan dag Jenný
María Guðmundsdóttir, 1.7.2008 kl. 04:47
Leyfið mér aðeins að skoða þetta... þið eruð hópur miðaldra kerlinga sem hafið ekkert vit á íþróttum (viðurkennið það), en veigrið ykkur samt ekki við að hrauna yfir Guðjón og fagmennsku hans?
Það vill nú þannig til að það er heilmikið til í þessu hjá honum, þó ekki hafi hann algerlega rétt fyrir sér, og hvað árangur hans varðar, þá stendur hann fyrir sínu (sama hvað þið sífrandi saumaklúbbs kerlingablöðrur haldið).
Íþróttamannsleg hegðun? Mér finnst það vera algert aukaatriði, enda krafan um ungmennafélagsstemminguna alltaf runnin undan rifjum þeirra sem ekkert vit hafa á íþróttum.
Liberal, 1.7.2008 kl. 05:59
Eins og þú segir í byrjun bloggsins þá hefur þú ekki hundsvit á þessu og hefðir kanski átt að láta þar við sitja!
Guðjón er og verður besti þjálfari Íslendinga og nokkuð klárt miðað við tölfræði síðustu ára að þessi dómari er eitthvað að drulla uppá bak og þá sérstaklega á móti liðum sem Guðjón stjórnar!!
Jón Stefánsson (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 06:55
Úffffffff það er aldeilis hitinn í þessum umræðum . Læt mig duga að senda þér knús í daginn krútta.
Tína, 1.7.2008 kl. 07:33
Mig grunaði að hér myndu koma sérfræðingar í fótbolta og skamma mig fyrir færsluna.
Ég þarf ekki að þekkja fótbolta til að gagnrýna hegðun þjálfarans og mér finnst engu skipta, eins og Lilja Guðrún réttilega bendir á, hvort hann er góður þjálfari, umdeildur og allt það. Þetta er ekki réttlætanleg hegðun.
Og hananú.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2008 kl. 08:59
Þrátt fyrir að maður hafi ekki hundsvit á fótbolta þá má maður alveg hafa skoðanir á hegðun fólks á vellinum og utan hans. Sammála þér Jenný kallinn á bara að fara í laaaaaangt frí og hana nú!
Ía Jóhannsdóttir, 1.7.2008 kl. 09:38
Þetta kemur þá heim og saman með miðaldra kerlingar og miðaldra karla eins og Guðjón!
Annars hvað kemur það málinu við á hvaða aldri fólk er Liberal?
Voru ekki Spánverjar að vinna Evrópukeppnina undir stjórn elsta öldungs hingað til?
Hingað til hefur sífur verið hvað mest hér á blogginu á nafnlausum skrifurum og skora ég á þig LIBERAL að koma fram undir nafni.
Sem betur fer fyrir fótboltann að þá eru fullt að "sífrandi saumaklúbbskerlingum" sem hafa staðið með fótboltanum í gegn um tíðina hvort sem þær hafa vit á honum eður ei, þessar kerlingar hafa verið harðasti bakhjarl karlmanna yfir höfuð og fylkja liði til að hugsa um þá og eru þar að auki uppalendur allra knattspyrnumanna!
Edda Agnarsdóttir, 1.7.2008 kl. 09:50
Vó hvað munar litlu að ég missi mig hérna.
Minn er ekki alveg sammála Jenný sinni þarna.
Þröstur Unnar, 1.7.2008 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.