Mánudagur, 30. júní 2008
Svefnsiðir
Nei, nei, nei, perrarnir ykkar, ekki svefnherbergissiðir, svefnsiðir! Leikfimisæfingar í hjónaherberginu koma síðar. Þarf að tala betur við spólgr... vinkonu mína um þau mál (þú veist hver þú ert skömmin þín).
En aftur í alvöruna.
Það virðast flestir vera með rosaleg ritúöl í sambandi við svefn. Fyrir nú utan hversu margir tala sífellt um svefn og svefnleysi. Ég ætla ekki að fara út í draumana sem fólk er að neyða upp á mann, ég urlast upp. Æi þið vitið ég var á Manhattan en samt á Laugavegi og ég var með manninum mínum sem var samt ekki maðurinn minn heldur Obama í draumnum. Þið kannist við hryllinginn.
Ég t.d. verð að hafa opna glugga og skrúfað fyrir ofninn. Annars get ég ekki sofið. Líka í mestu vetrarhörkunum vil ég hafa þetta svona, það er svo notalegt að bora sér undir sængina. Hvað með það að maður verði smá rauður á nefinu, hefur fólk aldrei heyrt talað um nefhlífar? En auðvitað vill minn heittelskaði hafa pínulitla súrefnisrifu á glugga og ofna í botni, nema rétt yfir hásumarið. Eini óheiðarleikinn í mínu hjónabandi eru lygarnar og hysknin sem ég beit þessa elsku og hann mig, þegar við skrúfum fyrir og frá, opnum og lokum út í eitt.
Ég átti gamla frænku sem er dáin. Merkilegt nokk þá dó hún úr svefnleysi en hún svaf alltaf með nátthúfu og trefil. Blessuð sé minning hennar.
Þulan sem við húsband förum með yfir hvort öðru fyrir svefn er afskaplega þráhyggjukennd en ég ætla ekki að fara með hana fyrir ykkur. Þið mynduð halda að ég væri geggjaðri en ég í rauninni er.
En Jóna systir mín á krúttlegasta ritúalið sem ég hef heyrt um (held þó að hún sé búin að droppa því núna). Þegar hún var bara ponsa þá urðu síðustu orð dagsins að vera "góða nótt mamma". Þetta fékk á sig skemmtilegar myndir.
Jóna: Góða nótt mamma.
Mamma: Góða nótt og ertu búin að fara með bænirnar?
Jóna: Já, góða nótt mamma. En heyrðu villtu vekja mig kl. 07? Góða nótt mamma.
Mamma: Já elskan.
Jóna: Ekki gleyma. Góða nótt mamma.
Greta: Hættu þessu.
Jóna: Þegiðu. Góða nótt mamma.
Og svona gekk þetta þangað til móðirin á heimilinu var komin í keng.
Æi annars þekki ég svo mikið af sérvitringum með undarlegar svefnvenjur að þegar ég byrjaði að skrifa bloggfærsluna virkaði það töff hugmynd að skrá það hér svo aðrir gætu notið þess með mér, en af því að mér þykir vænt um fólkið mitt þá fer ég ekkert út í þá sálma. I could tell you stories.
En hvað er maður án fjölskyldu og vina?
Farin að skrúfa fyrir ofninn.
Það er púki í mér í dag.
Lílíló.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2987323
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
það er nú eitthvað nýtt væna mín að það sé púki í þér. sei sei já. Hver er þessi vinkona þín? júnó þessi spólgr..?
ég skellti upp úr vegna Jónu systur. Þetta fylgir nafninu. Geðveikin og skemmtilegheitin.
Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2008 kl. 13:04
Jóna:
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2008 kl. 13:17
gud hvad ég er sammála med drauma sem er verid ad neyda uppá mann satt ad segja tholi ekki søgur af "mig dreymdi i nótt" og thad sem er hægt ad fara úti smáatridi á einhverju sem skedi ekki einu sinni!
Frábært med Jónu systur
María Guðmundsdóttir, 30.6.2008 kl. 14:44
Draumar? Er ekki nóg að hafa dagdrauma?
Ég er líka ægilega forvitin eins og Jóna, hver er þessi spólgr...?
Edda Agnarsdóttir, 30.6.2008 kl. 15:13
Ekkert jafnspennandi og frásagnir af draumum annars fólks ... NOT.
Helga Magnúsdóttir, 30.6.2008 kl. 15:30
Er ekki alltaf einhver púki í þér Jenný mín?
Eigðu ljúfan dag elskan.
Tína, 30.6.2008 kl. 17:14
Bíddu... dó gamla frænka þín úr svefnleysi ?
Jónína Dúadóttir, 30.6.2008 kl. 17:53
Jónína: Muhahahaha, nei auðvitað ekki, er að fíflast.
Tína: Jú nánast alltaf ´sskan.
Helga: Skelfilegt að lenda í að láta segja sér drauma. OMG
Edda: 10 vinkonur mínar hafa hringt hér í dag og heimtað að fá að vera hún þessi gr. What can I say? Margir kallaðir fáir útvaldir.
María: Jóna systir mín er eðalkrútt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2008 kl. 18:13
...er í kasti hérna
þú ert frábær
Marta B Helgadóttir, 30.6.2008 kl. 22:30
hver sagði þér.........nei smá djók, alltaf svo gaman að lesa þig. Við sofum við sömu aðstæður, ætli ég búi ein vegna þeirra? Hvernig fórstu að þessu, ég rek alla úr mínu rúmi með þessu framferði mínu með opnu gluggana og fyrirskrúfaða ofninn? En ég sef vel með súrefnismettað andrúmsloft og hlýju undir sænginni,
Rut
rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.