Leita í fréttum mbl.is

Mannstu?

 seb

Mér finnst svo krúttlegt eitthvað þegar auglýsingar eru skrifaðar eins og fréttir og svindlað inn með alvöru stöffinu, þ.e. fréttum sem standa undir nafni.

Eins og t.d. þessi "frétt" um að miðasala á tónleika franska tónlistarmannsins Sebastien Tellier sé hafin, hvar megi kaupa miðana og hvar tónleikarnir verða haldnir.

Og þá kem ég að því sem ég ætla að blogga um.  Þegar ég sá þessa "frétt" var ég alveg: Hm, bíðið nú aðeins, hver er þessi Tellier? Algjörlega blankó sko.  Svo gúgglaði ég manninn og þá sá ég að þetta var franski júrósöngvarinn.  Það er ekki langt síðan Júróvisjón var haldin og ég gjörsamlega búin að blokkera þá skelfingu og grafa í óminnisdýpinu.

Ég er nefnilega ótrúlega minnug þegar það hentar.  Mínus þessi ár sem ég var í áfengi og pillum auðvitað, þá mundi ég ekkert stundinni lengur.  Algjörlega tóm á milli augna og eyrna.

Ég man auðvitað hvar ég var þegar Kennedy var myrtur eins og allir aðrir sem á annað borð voru farnir að skríða þegar það gerðist.

Ég man ótrúlega langt aftur, man hvað ég var að hugsa þegar ég var 4 ára og svona.  Ekki eðlilegt.

Munið þið hvað þið gerðuð daginn fyrir fermingardaginn ykkar? En daginn eftir?  Þetta er skítlétt, auðvitað munið þið það.

Munið þið hvað þið gerðuð á Þorláksmessu þegar þið voruð 8 ára?

Eða daginn fyrir Skírdag þegar þið voruð 9?

Eða fyrsta daginn í skólanum þegar þið voruð 6?  Ég man það og ég man í hverju kennarinn minn var og hverjir komu í fylgd mömmu sinnar og ég var ein af þeim.

Og áfram, fullt af undarlegum smáatriðum sem ég man. 

Ég hef líka ágætis hæfileika í pylsutroðningaraðferðinni við próflestur.  En þið?

Ok, segja Nennu sinni.

Og svo ætlaði ég skrifa eitthvað annað hérna en ég man ekki hvað!

Sjitt, mér er að förlast.


mbl.is Miðasala hafin á Tellier
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Ég mundi eftir Tellier því Páll Óskar var svo hrifinn af honum. En ég man ekkert hvað ég gerði daginn fyrir ferminguna en ég man alveg hvað ég gerði daginn eftir.  Þá fór ég í bæinn og keypti mér loksins þröngar gallabuxur í Quatro með vinkonum mínum.  Svo fórum við allar í spariskónum, í gallabuxunum, fermingarblússunum og fermingarjökkunum í Stjörnubíó. Hvað mynd við sáum það var aukaatriði, við vildum bara vera flottar.

Rósa Harðardóttir, 27.6.2008 kl. 21:49

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég hef ekki hugmynd um það hver þessi Tellier er og ég man svo sannarlega ekki eftir neinu af þessu sem þú spyrð um, ég bara man að ég var þarna einhversstaðar en ekki meir!

Huld S. Ringsted, 27.6.2008 kl. 21:52

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jáááááá þegar þú segir það............

Hvar varstu þegar Kennedy var myrtur?

Hrönn Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég votta yfir sakleysi með þennann 'Dead Kennedy' eða minnzku einhverja um staðzettníngu á tíma þess ótímabæra andláts. enda var ég enn 'í púng pabba síns', þástundiz.

Ég er þetta mörgum öldum ýngri en þú, kerlíngarálftin mín.

Steingrímur Helgason, 28.6.2008 kl. 00:07

5 Smámynd: Laufey B Waage

Ég var að leika mér úti í garði þegar unglingstúlkan á neðri hæðinni kom hlaupandi út og öskraði að Kennedy hefði verið skotinn. Ég man líka að ég fékk ekki að horfa á Evrovision kvöldið fyrir ferminguna mína, - og margt margt fleira. Ég man líka ótrúlega margt frá því ég var ótrúlega ung (það tæki allt of margar blaðsíður á síðunni þinni að telja upp helstu dæmin).

Laufey B Waage, 28.6.2008 kl. 00:13

6 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Ég man endalaust mikið um fáránleg smáatriði, staði og stundir frá því í æsku en sem betur fer er hausinn á mér fastur við hálsinn, annars væri hann löngu glataður. 

Elísabet Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 00:46

7 Smámynd: S. Lúther Gestsson

OK Jenný ég veit ég fékk 5000 kall fyrir að skrifa ekki athugasemdir hjá þér, enn ég bara verð (endurgreiði þér þá bara)

Mér finnst ekkert athugavert við að fólk muni svona langt aftur eins og þú, það er náttúrulega enginn til að vitna í að þetta sé rétt, á kannski kennarinn að muna í hvaða görmum hann var í fyrir 55 árum síðan.

Flott þessi tækni elskan sem þú notar til að rifja upp það sem skeði síðustu 4 árin, Google.com

S. Lúther Gestsson, 28.6.2008 kl. 01:18

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Tek undir með Páli Óskari og fannst svakalega gott lagið sem hann tók í Evróvisjón og ekki var myndbandið verra ...

Vá, hvað þú manst sumt vel ... sjálf á ég ekki margar minningar úr æsku, þetta rennur allt saman. Þorláksmessa 8 ára, kræst ... eflaust að springa úr spenningi, búin að fá pening hjá mömmu til að kaupa jólagjöf handa henni í Teddabúð. En ég man þó eftir franska laginu, þessu í Evróvisjón ... og líka hinu franska laginu, auðvitað.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.6.2008 kl. 02:24

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Farið að förlast hvað ?Hvernig gengur annars með bókina ?

Jónína Dúadóttir, 28.6.2008 kl. 07:01

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jónína: Bók á leiðinni - einhvertímann.

Gurrí: Hehe, hver hefur sinn djöful að draga.

Elísabet:Góð.

Laufey: Það virðast allir muna þetta með Kennedy

Steingrímur: Vá hvað þú ert ungur.

Hrönn: Ég var heima.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2008 kl. 13:37

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Huld: Minnislaus?  OMG

Hallgerður: Ég skil, en það getur verið ákveðin plús að muna ekki.

Rósa: Quatro?  Hvaða búð var það?

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.