Leita í fréttum mbl.is

Ófarir spikfeitrar býflugu - eða hvað?

 543

Ég stend frammi fyrir vandamáli.

Það hefur með reykingar að gera.

Ég þyrfti að hætta þessum (ó)sið en ég nenni því ekki. 

Það er vandamálið sko.  Letin á eftir að verða minn bani.

Annars verð ég að segja ykkur frá því að í gær var ég nærri búin að yfirgefa.

Jájá og það var nokkuð dramatískt bara.

Sú kakófónía innihélt eftirfarandi: Svalahurð, stóra býflugu, stökk tvo metra í loft upp, flugnaspaða, fall á gólf og hönd sem festist á milli stafs og hurðar ásamt aumum raddböndum.

Persónur og leikendur: Undirrituð og  eitt býflugukvikindi, spikfeitt.

Ég minni á að býflugur hafa ekki hendur.

Nú getið þið raðað saman brotunum.

Ég nenni ekki að fara nánar út í atburðarrás.

Er að reykja sko.Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábær að vanda

Góðan daginn Jenný mín

...ein nokkuð sein á fætur, enn í fríi og ennnn að klóra sér í flugubitin frá Tenerife.

Marta B Helgadóttir, 27.6.2008 kl. 12:11

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Reyktu meira og svældu þær í burtu

Jónína Dúadóttir, 27.6.2008 kl. 12:40

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Ég hef notað hárlakk á þessi kvikindi. ég er svo hrædd við þær.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.6.2008 kl. 12:44

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað mynduð þið segja ef ég segði að það væri orðið of seint af því að ég væri með hönd í fatla, brotið barkakýli (eða væri ef ég væri með eitt), ökklabrot og annað smálegt og gott.

Fluguskrattinn slapp, svo einfalt er nú það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2008 kl. 12:49

5 Smámynd: Hulla Dan

Ef þér er alvara með reykingarstoppi og hefur ekki lesið bókina "létta leiðin til að hætta að reykja" bendi ég hér með á hana.
Hef heyrt að hún geri eitthvað stórkostlegt við hugsunina hjá manni.
Ætla að kaupa hana á mánudaginn sjálf

Vona að þú sért ekki brotin eða í fatla... Ef hún kemur aftur skaltu... æpa... það er alltaf besta útrásin.

Knús to you

Hulla Dan, 27.6.2008 kl. 13:11

6 Smámynd: Einar Indriðason

Sko... ég hefði skilið þessi viðbrögð, ef flugan hefði verið geitungur.  En... hungangsfluga?  Þær gera engum mein, nema í algjörri nauðvörn.  Eins og ef þú hefðir tekið hana í lófann, og farið að kreista.

Og, það er pínu skrítið að segja... "letin, ég nenni ekki að hætta" .... Þetta hljómar eins og ansi mikið verkefni í mínum eyrum.  Það þarf að fara út í búð (jafnvel sérferð), kaupa kartonið.  Opna kartonið.  Veiða pakkann upp úr.  Opna pakkann.  Hella einni og bara einni rettu út.  Það þarf að fiska upp kveikjarann, eða eldspýturnar.  Það þarf að standa upp og fara út, í mismunandi veðri.  Það þarf að slá öskuna af, helst í öskubakkann.  Það þarf að tæma öskubakkann við og við.

......

Þetta hljómar allt í mínum eyrum, eins og þú sért bara ofvirk í reyknum.   (Ég get ekki flokkað svona aðgerðir sem leti :-)

En... góða (flugna-lausa) helgi, þrátt fyrir þetta.

Einar Indriðason, 27.6.2008 kl. 13:28

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Segi eins og Hulla þessi bók er málið, hún er að vísu hræðilega amerísk það spratt út á mér hrollurinn hvað eftir annað við lesturinn EN.....ég er enn reyklaus og hefði þó nánast gert hvað sem er fyrir sígó fyrir nokkrum vikum síðan.....Komasho Jenný..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.6.2008 kl. 13:29

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krumma: Það er að bresta á, bara anyday núna.

Einar: Þetta er sko öðruvísi leti.  En takk samt.

Hulla: Ég get ekki lesið mér til um breytta lifnaðarhætti held ég en ég skal prufa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband