Fimmtudagur, 26. júní 2008
Vinkonuvæðing á húsbandi?
Guð hvað það væri notalegt ef ég gæti platað húsband til að horfa á Beðmál í Borginni, sko þættina sem einhver dætra minna á komplett. Ef ég gæti hangið með honum í sófanum og við hlegið og ruglað yfir stelpunum og kommenterað á fötin og svona.
En.. það mun ekki gerast. Ég horfi bara ein á svona stelpuþætti. Hann horfir einn á fótbolta og er reyndar að því í þessum töluðu orðum.
Þess vegna öfunda ég svolítið Elton og kærastann, að hanga saman yfir Beðmálunum. Krúttlegt, ef þið vitið hvað ég meina. Sé þá alveg fyrir mér í heví umræðum um föt og uppáferðasögur stelpnanna.
Ég öfunda þá reyndar ekki af bökuðu baununum og ristaða brauðinu sem þeir graðka í sig á meðan þeir horfa - en þetta er samt svo svakalega huggulegt eitthvað.
En þegar ég hef hugsað þetta til enda þá er ég eiginlega nokkuð fegin að við húsband erum ekki með sama áhuga á sjónvarpsefni.
Hann horfir á sitt - ég á mitt.
Ég giftist honum eiginlega ekki til að vinkonuvæða hann. Ég á nefnilega glás af vinkonum.
Við sláumst heldur ekki um spegilinn. Þar hef ég forgang.
Enda erum við ekki hommar.
En maður getur látið sig dreyma.
Vill helst horfa á Beðmálin með kærastanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Sjónvarp | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Oh ég er ekki búin að sjá bíómyndina - mig langar svo og ég ætla að sjá hana - mig langar að fara með mörgum stelpum!
Eigum við að safna í bíóferð?
Edda Agnarsdóttir, 26.6.2008 kl. 19:21
Já ég er til. Inga, ég, þú, Jóna Á og kannski fleiri?
Sounds like a plan?
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2008 kl. 19:23
Dúa Dásamlega líka, hvernig gat ég gleymt þeim villingi?
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2008 kl. 19:24
ok ég verð með ykkur...... í anda
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.6.2008 kl. 19:28
Kem með í anda, vil frekar horfa á fótbolta
Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 19:36
Get horft á sumt "stelpuefni" með syninum en örugglega ekki beðmálin. Ætli endi ekki með því að ég horfi ein á hana á vídjó. Það er stórmál á bensínhækkunartímum að skella sér í bæinn fyrir eina bíóferð.
Æ, vilja konur nokkuð að karlinn þeira sé líka eins og vinkona? Held ekki.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.6.2008 kl. 19:39
fyrir langa löngu átti ég kærustu sem hafði gaman að Beðmálunum. ég horfði á það með henni.
Brjánn Guðjónsson, 26.6.2008 kl. 19:56
Nei ég held að ég myndi ekki vilja horfa á svona með kallinum, vil ekki einusinni horfa á það með sjálfri mér. Við erum að horfa á fótboltann saman, hann með bjór (aldrei þessu vant) og ég í skónum að æða út að vinna meira
Ragnheiður , 26.6.2008 kl. 20:04
Ég hlít að vera karlmaður... Ég hef aldrei skilið hæpið við þessa þætti/bíómynd. Fótbolti er alveg málið!
Annars... með þá turtildúfur þarna mér þykir ótakmarkað át á bökuðum baunum ekki töff, og það getur bara ekki haft góðar afleiðingar í för með sér...
Á mínu heimili nefnilega gengu þessar tegundir af baunum nefnilega undir nafinu prumpubaunir og sko... það var alveg gild ástæða fyrir því! Þannig ekki öfunda ég Elton og frú (eða öfugt...) mikið...
Signý, 26.6.2008 kl. 20:14
Oj Signý, þú og þitt ímyndunarafl hahahaha
Ragnheiður , 26.6.2008 kl. 20:19
Ég mæli með hópferð á Beðmálin. Við vinkonurnar fórum í hóp og það var svakalega gaman.http://www.rosa.blog.is/blog/rosa/entry/566547/
Bíóið fullt af saumaklúbbum og vinnustaðakellingagrúbbum. En ekki missa að myndinni.
Rósa Harðardóttir, 26.6.2008 kl. 20:57
búin að sjá myndina og hafði gaman að en á alveg eftir að sjá þættina og hefði svosem ekkert á móti því að hafa einhvern að kúra með yfir þeim
Rebbý, 26.6.2008 kl. 21:00
Jenný...prófaðu að horfa með honum á fótbolta...þá vill hann kannski prófa þessi Beðmál...sem ég er svo fræg að hafa bara ekki séð....
Úbbs.....
(En ég fékk óskina mína...Þýskaland vs. Spánn í úrslitunum....)
Skemmtið ykkur vel í bíó girls
Bergljót Hreinsdóttir, 26.6.2008 kl. 21:16
Ég og minn tókum Nip Tuck maraþon síðasta vetur, strax á eftir örvæntingafullum húsmæðrum. Hann (maðurinn) tók af mér loforð um að segja ekki nokkuri sálu frá því... Hér með er það loforð brotið...
Hulla Dan, 26.6.2008 kl. 21:40
Ég horfi ekki á beðmál í borginni, en við horfum oft saman á sakamálaþætti, eða þá sjaldan við setjumst framan við sjónvarpið, þ.e.a.s. þegar stubburinn hefur ekki hertekið það og horfið á Cartoon Network Þá sitjum við gjarnan við eldhúsborðið og ræðum saman yfir einni ölkollu eða tveimur. það er notalegt. Það gæti alveg eins verið djús sko .... ha!! Jenný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2008 kl. 21:47
Ég er búin að sjá myndina, hún er æði, þættirnir eru æði, en það er ekki glæta í helvíti að ég fái karlrembuna manninn minn til að horfa a þetta, hann kanski mýkist með aldrinum, sjáum til.
Ég er nú á leið til Íslands um helgina, væri alveg til í Bíóferð með stelpum.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 23:22
Guðrún: Þú ert alltaf á ferðinni. Kannski förum við í bíó.
Takk öll fyrir skemmtilega þátttöku.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2008 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.