Leita í fréttum mbl.is

Aldursblogg

 lucy-jump-large-coat-stand

Ég held að þetta með að verða gömul og allt það kjaftæði hafi náð mér.  Og það þrátt fyrir að ég hafi marglofað sjálfri mér að láta það ekki gerast.

Sko þegar ég var tvítug þá voru allir yfir þrítugt á grafarbakkanum.

Ég held meira að segja að ég hafi lýst því yfir í votta viðurvist að ég ætlaði ekki að verða eldri en fertug, en það var svo skelfilega hár aldur að ég náði ekki upp í það.

En ég er orðin fimmtíuogeitthvað og ég upplifi að flestir eru eldri en ég.

Ég býð eftir að áhugamálin breytist.  Mér er sagt að á mínum aldri komi músíksmekkurinn að breytast, útsaumur muni höfða til manns í ríkara mæli og eitt aðaláhugamálið verði að stunda  lestur minningargreina og að mæta í jarðarfarir hjá ókunnugu fólki.

Þetta er auðvitað ekkert annað en bölvað kjaftæði.

Jákvæða breytingin sem ég hef tekið fagnandi er að ég nenni sjaldnast lengur að fara í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut.  Ég segi hlutina hreint út.  Það er kosturinn við að eldast. 

Annars er ég að lesa bók um konu sem er með jarðarfarir sem áhugamál og erfisdrykkjur eru sérstaklega spennandi að hennar mati.  Það er út af þessari bók sem ég missti mig í aldurspælingarnar og ég varð alveg meðvituð um það í smástund að lífið styttist í annan endann.  Ekki gott mál.  Ég segi ykkur frá bókinni seinna þegar ég er komin yfir sjokkið, ef ég lifi það af.

Ég gæti alveg búllsjittað mig og aðra með því að segjast ekki óttast ljámanninn en þá væri ég ekki að segja satt.  Mér þykir alltof vænt um lífið til að kæra mig um að yfirgefa það.

Einhvern veginn finnst mér það alveg ágætlega heilbrigð afstaða.

En nóg um það, ég ætla að hríslast út á svalir í sólbað.  Með hitapoka, sjal og staf.  Jeræt. 

Lífið er bjútífúl.

Úje.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hurru!! Ég er að lesa þessa bók líka!!! Fyndið

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 12:21

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á eigin vegum eftir Kristínu Steins?

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2008 kl. 12:35

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þegar ég var 19 ára á fæðingardeildinni var ég alveg hissa á hvað hún Birna væri hress miðað við aldur. Hún var 26 ára!

Helga Magnúsdóttir, 26.6.2008 kl. 12:42

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm!

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 12:54

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þegar ég var um tvítugt hvarflaði ekki að mér að ég myndi ná því að verða fimmtug - það var svo FORNT.

En ég náði því nú samt. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.6.2008 kl. 13:00

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

ég er ofsalega flínk að prjóna, láttu mig bara vita ef þú vilt að ég prjóni leppa innan í skóna þína...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.6.2008 kl. 13:05

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Konan hér á efstu hæðinni hjá mér er 105 ára og er elsti núlifandi Íslendingurinn....svo þú átt langt í land

Hólmdís Hjartardóttir, 26.6.2008 kl. 13:09

8 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Þú ert greinilega töff og flott kona. 

Frábær pistill sem fær mann til að hugsa.

Elísabet Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 14:29

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 thid erud ótrúlegar  kommentin hér ad ofan meina ég thá.

en gódur umhugsunarverdur pistill , sé thig nú ekki fyrir mér med sjal,prjónadót eda th...en hvad veit ég svosem

María Guðmundsdóttir, 26.6.2008 kl. 15:02

10 identicon

Ég hélt einu sinni að það væri leiðinlegt að vera gömul kona en það er alveg rosalega gaman, sérstaklega finnst mér gaman að fara í sund með rósóttu sundhettuna ....

Maddý (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 17:37

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég var ekki fyrr búin að hengja út þvottinn og leggjast í sólbað þegar dyrabjallan hringdi og úti stóð telpuhnokki 10 ára alla leið frá Vejle og spurði eftir systur sinni sem var komin út í hjólatúr! Ég fór með litluna út að leita af stóru systur, á meðan gamlingjarnir þrír sem komu með hana hingað fóru í bakaríið og keyptu með kaffinu. þetta voru s.s. langamma þeirra systra og hennar maður og bílstjórinn þeirra sem er komin yfir áttrætt en samt nokkrum árum yngri en hin.

Svo var dekkað borð og drukkið kaffi og étin sérbökuð vínarbrauð, brún rúlluterta með hvítu kremi og kleinuhringir með karamellu handa stelpunum!

Fyrst að þau geta þetta, þá er engu að kvíða með framtíðina!

Edda Agnarsdóttir, 26.6.2008 kl. 17:58

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við erum samt ótrúlega ungar, en mér finnst notalegt að eldast með reisn falleg og skemmtileg. Pistillinn er skemmtilegur að vanda hjá þér Jenný mín, gott að vera komin í tengsl við ykkur vinina aftur, kommentin eru hreinir gullmolar. 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 18:13

13 identicon

Ég og húsband vorum að mótorhjólast eins og unglingar þegar kona kom að máli við mig og sagði, ert þú hnakkaskrautið? Já svaraði ég glöð og kát með að vera svona hugguleg.Þá sagði konan ,eftir "vissan"aldur er hnakkaskraut kallað þurrskreyting..Sumar konu móðgast reyndar þegar þær heyra brandarann en ég er búin að hlæja að honum í marga daga. Ég er mjög ánægð með það hvernig ég eldist.Ég kann líka að prjóna leppa.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 19:01

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Birna: Góð.

Ásdís: Gaman að þú ert komin aftur.

Edda: Svona á þetta að vera.

Maddý: Þú ert ekkert gömul.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2008 kl. 19:04

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

María: Hér er oft glatt á hjalla. 

Hallgerður: Rétt hjá þér, fyrr hendi ég mér í vegg.

Elísabet: Takk.

Hólmdís: Vá, ég er unglingur.

Krumma: Ég bíð spennt.

Lára Hanna: Segðu maður eldist og eldist.  Hvernig endar þetta?

Helga: Þú drepur mig kona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2008 kl. 19:07

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Um leið og þú hættir að gera bjölluat hjá fólki verður þú gömul, þannig að haltu því bara áfram, stelpuskott!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.6.2008 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.