Miðvikudagur, 25. júní 2008
Of margir? - Jesús minn á pallinum!
Er heimurinn eins og við þekkjum hann að verða minni eitt?
Hvað varð um eðlilega kröfu atvinnurekanda svona almennt um að launþegarnir séu edrú í vinnunni?
Sorrí, ég á ekki að vera svona fljót á mér, það var lengi til siðs að drekka í vinnunni. Var ritari hjá Aðalvertökum uppi á velli hérna í denn, og þar voru margir fullir í vinnunni, þó þeim væri stranglega bannað það. Reyndar veit ég ekki til þess að neinn úr þeim hópi væri atvinnuflugmaður í hjáverkunum. Sjúhúkkit.
En þegar frétt um að það sé hópur af flugmönnum að fljúga fullir þá missi ég trúna á sans nútímans fyrir því hvað skuli vera rétt og hvað ekki, þegar fyrirsögnin er "Of margir fljúga fullir". Halló! Hemjið ykkur á afslappelsinu kæru blaðamenn.
Sko þetta eru 50 flugmenn á Indlandi sem eru kyrrsettir árlega eftir að hafa flogið farþegaflugvélum undir áhrifum.. Skelfileg tilhugsun. Algjörlega martraðarkennd fyrir flughræðslumanneskju eins og mig.
Samkvæmt fyrirsögninni þá eru 50 of margir. Eru þá 10 of fáir? Hvað er ásættanleg tala á flugmönnum sem fljúga í glasi?
Og það leiðir mig að því sem ég kæri mig ekkert um að hugsa um. Hversu margir fljúga fullir í þeim vélum sem ég flýg með? Mér dettur ekki í hug að þetta sé eitthvað sérindverskt vandamál.
Ég legg til að það verði ráðinn flugumferðarlögga sem verður með testkitt í flugstjórnarklefanum þannig að maður eygi möguleika á að drepast úr einhverju öðru en flugslysi.
En áður en einhver fer á límingunum þá eru okkar flugmenn reyndar flottastir í heimi.
Eiginlega OF flottir ef það er hægt.
Og örugglega allir bláedrú.
Það er ekki grín að þessu gerandi.
Góða ferð þið sem eruð á leiðinni út í lönd.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Matur og drykkur, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:07 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Fljúga í glasi........
Sorrý - mér fannst þetta bara svo fyndið!!
Hrönn Sigurðardóttir, 25.6.2008 kl. 20:27
það á að vera sjálfsagt mál að taka flugmenn í test áður en flogið er...þekkti einu sinni íslenskan flugmann sem flaug oft á milli landa augadrukkinn og í blackouti....þeir eru sjálfsagt fleiri...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.6.2008 kl. 20:52
Flogið með trukki og dýfu .. fjör!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.6.2008 kl. 21:09
Miðjan mín var að taka á loft fyrir korteri síðan frá Alicante á Spáni. Er í ömmuferð og er á leið heim! Fékk smá í magann.....vil bara fá hana heila heim með ódrukknum flugstjórum við stýrið ...og allt kringum hana á meðan hún er ellefu kílómetra uppi í lofti....!
Sunna Dóra Möller, 25.6.2008 kl. 21:32
Úff nógu flughrædd var ég fyrir maður, þetta á laglega eftir að poppa upp í hausinn á mér næst þegar ég flýg, þetta og það að mér finnst ég alltaf vera að lesa um flugslys upp á síðkastið......
Ylfa Lind Gylfadóttir, 25.6.2008 kl. 22:39
Það eru ekki mörg ár síðan frönskum flugmönnum var bannað að drekka rauðvín með matnum. Í flugi sko.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 25.6.2008 kl. 23:53
fljúga í glasi gladdi mig líka ósegjanlega, ég get hlakkað yfir þessu að vild.(fer alls ekki uppí flugvél).ne...HEYRÐU ! Ég gæti fengið vélina í hausinn ?!
Þá dettur mér í hug ; ók ferjuflugmönnum um daginn og þeir sáu eina litla koma inn til lendingar. Hún er með skrúfunni aftaná og þeir fengu tilfelli af hlátri og hikstuðu svo upp úr sér milli hláturskastanna...Einhver hefur nú verið fullur að setja þetta saman...
Ég asninn skellihló ...(bilaðir broskallar en hér átti að vera einn reiður )
Ragnheiður , 26.6.2008 kl. 00:10
Ég get heldur ekki hugsað mér að fljúga í glasi, með eða án flugmanns/a
Verðum við ekki að hugsa sem svo að lélegir flugmenn séu e.t.v. skárri, í glasi.
Beturvitringur, 26.6.2008 kl. 01:16
Almáttugur! Mér finnst einn alltof margir! Þetta eru frekar truflandi upplýsingar fyrir fljúgandi fólk!
Annars er orðið svo dýrt að fljúga að það geri ég ekki í bráð... fólk verður bara að koma til mín.
Laufey Ólafsdóttir, 26.6.2008 kl. 03:07
hef aldrei sjálf flogid i glasi en thad hljómar litt spennandi held thad verdi doldid thrøngt um mann,tala nú ekki um ef margir fljúga i glasinu....nei suss..má ekki gera grin ad thessu,audvitad er thetta háalvarlegt vandamál og eins og thú segir, vart bundid vid Indland. Sammála med thvagprufur á øllum flugvøllum..fyrir flugtak takk
eigdu gódan dag.
María Guðmundsdóttir, 26.6.2008 kl. 04:30
Tína, 26.6.2008 kl. 07:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.