Leita í fréttum mbl.is

Kjötfyllerí

Ein glataðasta aðferð í samskiptum para er þegar annar aðilinn ákveður að breyta hinum að sínum smekk.

Klikkar alltaf, eða nánast alltaf.

Einn af mínum fjölmörgu eiginmönnum var alveg dedd á því að fá mig til að hætta að reykja.  Hann reykti reyndar sjálfur, aðeins minna þó.  Reglulega tók hann saman kostnaðinn við að reka þennan löst hjá mér og gaf mér tölur á færibandi.  Þú ert búin að reykja fyrir þessa og hina upphæðina, og það gera tvær Mallorcaferðir, fjóra bíla og eitt hús eða svo.

Ég svaraði þessum bókhaldara í lífi mínu með því að kveikja mér í sígó.

Og sumar vinkonur mínar sem í gegnum tíðina hafa sagt við fyllibyttukarlana sína; Ef þú hættir ekki að drekka þá skil ég við þig.  Einn og einn hætti í smá tíma og rúllaði síðan í brennivínið með látum eftir að hafa verið óþolandi á þurrahnefanum í x-tíma.

Maður breytir ekki fólki.  Maður hræðir engan til hlýðni.  Öll löngun til breytinga á háttum og líferni verður að koma frá manni sjálfum.

Vó hvað mig langar ekki að vera viðstödd þegar Tommy Lee húrrar á kjötfyllerí.  Pamelan er nú þegar búin að banna honum að drekka.  Núna er kjötið fokið.  Hvað verður það næst?

Ég gæti trúað að það fyki illilega í karlinn Lee eftir nokkrar vikur í viðbót á blómafæðinu.

Jájá. 


mbl.is Hætti að borða kjöt fyrir Pamelu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það er sko ábyggilegt að þú breytir engum....en Guð hvað margir reyna...stundum í heila mannsæfi......

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.6.2008 kl. 09:56

2 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 10:17

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Var þessi maki sem var að reyna að breyta sínum .. og láta hann hætta að reykja líka. Þetta er eins og trúarbragðastríð .. enginn vinnur  ... þannig er það nú bara..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.6.2008 kl. 10:24

4 Smámynd: Laufey B Waage

Satt og rétt. Ég kýs vinstri græna, en eiginmaðurinn íhaldið, - samt erum við ástföngnustu og yndislegustu hjón veraldar, - og dettur ekki í hug að reyna að breyta hvort öðru.

Laufey B Waage, 25.6.2008 kl. 11:27

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Laufey: Flott.  Það þarf þroska til að búa með íhaldinu, ég viðurkenni það.  Híhí.

Hallgerður: Þekki af eigin raun hvað það er lýjandi að breyta heiminum.

Jóhanna: Trúarbragðastríð: Fyrirfram tapað.  Hittir naglann á höfuð.

Krumma: Sumir líta á þetta sem verkefni lífs síns.  Muhahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986829

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband