Mánudagur, 23. júní 2008
Íslenskur aðall er ekki til
Ég var alin upp af ömmu minni og hún lagði mér ýmsar lífsreglur sem enn þann dag í dag eru í góðu gildi.
Hún lagði mikið á sig hún amma til að gera mér ljóst að fólk væri alls staðar eins, upp á gott og vont.
Hún innrætti mér töluverða andúð á tilgerð og snobbi og síðan þá hafa allar vegtyllur heimsins aldrei sagt mér neitt um fólk eða gert það merkilegra í mínum augum.
Í leiðinni og kannski óvart, ég veit það ekki, kom hún í veg fyrir að ég gæti litið með lotningu til kóngafólks, ráðamanna og annarra yfirvalda. Sem þýðir einfaldlega að ég fell ekki svo glatt í stafi vegna starfsheita og meðfæddra forréttinda.
Við Íslendingar erum venjulegt fólk. Komnir af bændum og sjómönnum. Þannig er það og mér finnst að við ættum að gangast meira upp í að vera við sjálf.
Ég sé enga þörf á því t.d. að ráðherra þurfi fleiri milljón króna glæsivagn undir bóndskan rassinn á sér. Hann getur ekið um á bíl, sem við fólkið borgum, allt í lagi með það og hann má meira að segja hafa bílstjóra af því það er einfaldlega praktískt af því að viðkomandi getur ekki staðið í að leggja bílnum í hálftíma á meðan Kóngurinn frá Krít bíður eftir honum í Tjarnargötubúðstaðnum.
Og þar er komin ástæðan fyrir þessari færslu.
Þeir eru að breyta reglum um ráðherrabíla í Danmörku. Gott hjá þeim og til hamingju með það bara.
En af því að nú er kreppa þá finnst mér tilvalið að byrja að spara út um allt.
Líka í "litlu" hlutunum.
Jóhanna Sigurðardóttir, er að mér skilst, eini ráðherrann sem skipti yfir í ódýrari bíl eftir að hún tók við embætti.
Nú legg ég til að hinir ráðherrarnir skipti yfir í venjulega fólksbíla í staðinn fyrir að keyra um á fleiri milljóna glæsikerrum á þessum tímum samdráttar og kreppu.
Að ganga á undan með góðu fordæmi. Mikið asskoti myndi ég virða það við þá.
Við erum eins og ég sagði áðan, öll af sama meiði, öll jafn merkileg, nú eða ómerkileg og einfaldara getur það ekki verið.
Svo erum við öll meira og minna skyld líka ef marka má Íslendingabók.
Horfumst í augu við það. Við erum þrjúhundruð þúsund stykki af fólki sem hefur verið á geggjuðu eyðslufylleríi (reyndar ekki öll en þjóðarsálin klárlega) og nú er kominn tími á aðhald.
Hér hafa allir verið aldir upp á sama hangikjötinu og sömu soðningunni.
Hér er enginn íslenskur aðall. Jafnvel þó fólk langi ógeðslega mikið til að tilheyra einum slíkum.
Muna það.
Ég tek strætó, ekki spurning.
Reglum um ráðherrabíla breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Samgöngur, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:07 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2987323
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Sama niðurstaða hér... svo er að drífa sig norður því þar er ekki rukkað í strætó. Sigrún bæjó, tekur hann í vinnuna, eða hjólar.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 09:33
Je ræt!!
Ég ætla að gefa skít í sparnaðaraðgerðir, aðhaldssemi og bensínhækkanir og fá mér bíl sem eyðir ekki minna en 30 á hundraði.....
Spyrna svo við Geir H. á Sæbrautinni! Passa bara að hafa bensínbrúsa í baksætinu!
Hrönn Sigurðardóttir, 23.6.2008 kl. 09:50
Ég skal svo vinka þér þegar ég tek fram úr strætó
Hrönn Sigurðardóttir, 23.6.2008 kl. 09:51
Nota nú 12 ára Polo, sem eyðir eins og saumvél. Frábært að eiga eina dós þegar kreppir að. Góðar hugleiðingar hjá þér.
kkv.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 23.6.2008 kl. 10:17
Það er enginn íslenskur aðall, en þeir haga sér þannig;
Virðingar og valdastöður í ríkinu ganga í erfðir,
stjórnvöld vinna gegn hagi almennings
verið er að koma upp málaliðasveitum til að berja niður lýðinn ef hann er með uppsteit
vatn er að verða "einkaeign" - ásamt lofti (kolefnis"jöfnun" verður ekki valkvæn mikið lengur)
eignir okkar eru felldar í verði, meðan það sem við skuldum heldur verðgildi - það leiðir til frekari afmörkunar milli þeirra sem eiga og þeirra sem þræla
...það má lengi halda áfram
molta, 23.6.2008 kl. 10:21
Ég er sammála þér Jenný það er engin aðall hér allt venjulegt fólk þarf að vinna mikið til þess að hafa í sig á og takk fyrir góðan pistill.
Hafðu það gott í dag.
Kristín Katla Árnadóttir, 23.6.2008 kl. 10:42
Mikið er ég sammála þér og þessari færslu þinni. Ráðherrar og fleiri ættu að sýna gott fordæmi í sparnaðaraðgerðum.
Dísa Dóra, 23.6.2008 kl. 10:45
Þegar skórinn kreppir að verða allir að halda að sér höndum
Eða eins og Salka Valka sagði eitthvað á þessa leið að ósóminn hjá ríka fólkinu væri eins og sjórinn, ómögulegt að vita hvað þar leyndist og ef menn vissu það þyrði enginn að dýfa hendi þar ofaní
Asskotinn verð að fara að lesa þá bók aftur. Bara svo hægt´sé að skilja betur ástandið í dag.
Ía Jóhannsdóttir, 23.6.2008 kl. 11:01
Heyr, heyr!
Það eru fleiri frammámenn á skerinu sem mættu taka sér hana Jóhönnu til fyrirmyndar.
Svo finnst mér sá Guli alltaf góður. Tek hann alltaf sjálf - sparar mér bensínið og svo nenni ég ekki að leita að bílastæði í hálftíma á hverjum morgni
Hrefna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 11:40
Tek undir hverju einasta orði Jenný mín. Það er bara ekkert öðruvísi. En fýla athugasemdirnar frá henni Hrönn í ræmur
Tína, 23.6.2008 kl. 11:45
Jenný mín - vertu velkomin, strætó gengur næstum að dyrum hjá mér úr Reykjavík!
Edda Agnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 12:00
Ég er mjög sammála þessu. Ég dýrka Jóhönnu, hún er hugsjónamanneskja og ég vildi óska þess að allir "æðri" stjórnarmenn tækju hana sér til fyrirmyndar.
Takk fyrir góðan pistil.
Elísabet Sigurðardóttir, 23.6.2008 kl. 12:05
Edda: Ég læt húsbandið keyra mig í laaaaaaaaangtferðir vúman.
Tina: Hún Hrönnsla er svo illa upp alin.
Og Hrönnsla: Skammastínaddna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2008 kl. 12:35
Bjarni: Var ekki að vísa til aðals Meistarans. Ónei.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2008 kl. 12:35
Þekkiþakki
Hrönn Sigurðardóttir, 23.6.2008 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.