Leita í fréttum mbl.is

Stórhættuleg Martha og innrás kjúklinganna

ist2_2687286_crazy_chicken

Kerlingin eldandi, saumandi, hnýtandi, föndrandi og stelandiundanskattandi hún Martha Stewart fær ekki að fara til Englands vegna þess að hún er með dóm á bakinu.  Hún er þess vegna flokkuð með hættulegum glæpamönnum.  Ég veit ekkert um hversu hættuleg kerlingin er, áþreifanlega, en ég hef hana grunaða um að hafa stráfellt fullt af fólki, úr leiðindum.

Og af því að það á ákaflega vel við að tala um mat og Mörthu í sömu andránni þá langar mig að ræða um kjúklinga.  Eða réttara sagt auglýsingum sem ætlaðar eru til að selja okkur kvikindin.

Stundum þegar ég sé auglýsingar þá virðist sem sá sem býr þær til, lifi ekki í raunverulegum eldhúsum með venjulegu fólki.

Hafið þið séð kjúklingaauglýsinguna þar sem allir koma með rétt í matarboð?  Það koma svona 60 manns í teiti og allir með rétti með sér.  Kjúklingarétti!! Grillaðir, soðnir, steiktir, urlaðir og kurlaðir.  Halló - þegar auglýsingin hefur rúllað í gegn hefur hún náð að hafa sterk áhrif á mig, eins og væntanlega er ætlast til.  Mér verður óglatt og mig langar í lambakjöt, svínakjöt eða eitthvað allt annað en kjúkling, sem ég held að hafi ekki verið meiningin með friggings auglýsingunni.  Pælið þið í að lenda í matarboði þar sem borð svigna undan krásunum, sömu krásunum með tilbrigðum.W00t

Og svo er það þessi nýja auglýsing frá einum kjúllaframleiðanda. Vísitölufjölskyldan við matarborðið, mamma, pabbi börn og bíll og í matinn eru kjúklingar.  Hvað má bjóða fólkinu; Jú magn fyrir ca. 40 manns af grilluðum lundum á teini, kjúklingabringur og heill kjúklingur fyrir fjórar hræður.  Græðgi!

Og þegar ég horfði á hana þessa að þá rann upp fyrir mér að sá sem gerir auglýsinguna kann ekki til eldhúss- og eldunarverka, frekar en versti byrjandi í faginu.

A. Hann kann ekki að áætla magn m.t.t. fjölda.

B. Hann veit ekki að minna er meira.

C. Hann hefur ekki áttað sig á því að það þarf stórar frystigeymslur til að geyma í afganga ef hann heldur áfram á þessari braut.

D. Hann þekkir ekki mig og mína líka, sem finnst algjört törnoff að láta sviðsetja máltíð sem er eins langt frá raunveruleikanum og hægt er að komast.

Ég er komin í laaaaaangt kjúklingabindindi.

Og gleðilega sólardag aularnir ykkar.Heart


mbl.is Martha Stewart hættulegur glæpamaður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Flestar auglýsingar hafa þessi áhrif á mig, akkúrat þveröfugt.  Annaðhvort eru auglýsingarnar svona illa gerðar eða að maður er svona fluggáfaður að sjá í gegnum þetta, humm...

Hafðu það gott í sólinni.

Elísabet Sigurðardóttir, 21.6.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 ja mér langadi nú satt ad segja bara í skyr thegar ég las thessa lýsingu af veislunni med 40 kjúklingaréttum ét vist nóg af thessu hér i mørkinni..en øllu  má nú ofbjóda.

Gaman ad sólin sé komin i kaffi til ykkar  njóttu hennar bara sem best og eigdu gódan laugardag. 

María Guðmundsdóttir, 21.6.2008 kl. 10:36

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sæl eskan er alveg hissa að ég skuli hafa gleymt að kommenera á færsluna hér á undan - skil ekkert í mér !

Ég sem reyni að hafa mig alla við þér!

Já og gleðilegan sólardag með kjúlla á grillinu! ( sko ég)

Edda Agnarsdóttir, 21.6.2008 kl. 10:53

4 identicon

Játning: Ég er alltaf svo hrædd um að kaupa of lítið í matinn að ég kaupi alltaf of mikið  ... og hendi svo afgöngunum af því að hér á heimilinu vill enginn afganga  (og ég er búin að halda heimili í meira en 30 ár )

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 11:50

5 Smámynd: Himmalingur

Er hún með dóm á bakinu? Ég sem hélt að þetta væri krippa! Skoðaðu inn í kjúklingabú elsku Jenný mín! Allar kjúllurnar með legusár og gigt!

Himmalingur, 21.6.2008 kl. 12:02

6 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Mér finnst nú glottið á stelpunni í lokin segja allt sem segja þarf. "Íslendingar vilja aðeins það besta" eða eitthvað í þeim dúr - og fimm ára krakkinn hlær að vitleysunni.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.6.2008 kl. 12:45

7 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Flestar auglýsingar hafa þessi áhrif, en ekki á mig orðin of gömul fyrir þetta bull.

Knús inn í helgina

Anna Ragna Alexandersdóttir, 21.6.2008 kl. 13:18

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna Ragna: Sömuleiðis.

Tinna: Þetta er bara svo barnalega langt frá raunveruleikanum.

Himmi: Hún er líka með kryppu.

Anna: Þú ferð ekki langt með það en ég þjáist líka af þessu vandamáli.  Hehe.

Edda: Verði yður að góðu.

María: Sömuleiðis.

Elísabet: Sömuleiðis takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.6.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband