Leita í fréttum mbl.is

Tapað - Fundið

 lipstick

Á þessu ári sem er hálfnað hef ég týnt eftirfarandi hlutum:

Tveimur varalitum, öðrum bleikum, smá sanseruðum, hinum aðeins meira út í rautt.

Einni lyklakippu merkt  Noise sem er nafn hljómsveitar skátvibbanna minna.  Á kippunni voru allir þeir lyklar sem ég þarf á að halda til að geta opnar þær dyr lífs míns sem reglulega eru læstar, ásamt þvottahúslykli.

Einni húfu, forljótri sem er með grænum yrjum í.  Hún er úr 90% bómull og 10% einhverju öðru.  Sá sem finnur hana má eiga hana.

Einu skópari með 10 cm. hælum.  Var með þá í plastpoka merktum Hagkaup, en ég ætlaði að fara með þá til skósmiðsins í Kringlunni og láta járna þá.  Skórnir eru svartir á lit, svona dúllulegir og  kynferðislegir (samkvæmt skoðun þeirra perra sem ég þekki).

Einn rykfrakki, (veit einhver hvers vegna frakkar eru kallaðir rykfrakkar?), svartur frá Warehouse, töluvert notaður og doldið halló svona.  Gleymdi honum í einhverjum bíl.

Svo hef ég týnt leðurhönskum, nokkrum sparitreflum, snyrtibuddu og samkvæmisveski.  Samt er ég edrú sko.  Þetta fylgir mér og henni Maysu dóttur minni en hún er stórtækari en ég, það eru jólabónusar (í peningum), myndavélar og fleira sem hún týnir án þess að blikka auga.

Það er eitthvað fleira sem mér hefur tekist að glata en ég er búin að gleyma hvað er.

Mun setja það hér inn jafnóðum og minnið leyfir.

Mikið svakalega er ég þakklát fyrir þessa "tapað - fundið" þjónustu sem Mogginn er farinn að bjóða uppá.

En þið?


mbl.is Hver á skóinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Á systur og systurdóttur sem eru eins og þið Maysa. Eins og þið þurfið að skilja eftir ykkur "spor" allstaðar eða pissa utan í allstaðar þar sem þið komið.

Annars gleymdi vinkona mín barnavagni fyrir utan hverfisverslunina heima hjá sér. Hefði viljað sjá hana sækja krakkann

M, 20.6.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elska mín þú ert bara alveg eins og ég það er mikið að maður týni ekki sjálfum sér.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.6.2008 kl. 20:16

3 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Þú ert heppin að hausinn er skrúfaður fastur - annars værir þú kannski búin að týna honum

En jú spurning um að nýta sér þessa nýju þjónustu Moggans og hringja í þá í hvert skipti sem ég finn óskilamuni í vinnunni. Í gegnum árin hef ég fundið bíllykla í hundraðatali, leikfimisdót, kodda úr barnavagni, gleraugu líka í hundraðatali, veski, skartgripi, úr, minnisbækur, uppkast að erfðaskrá, matreiðslubækur og margt fleira. Stundum gleymir fólk líka öllu því sem það hefur verslað í búðinni.

Mogginn mun hafa nóg að gera með þessa nýju þjónustu sína.

Björg K. Sigurðardóttir, 20.6.2008 kl. 20:27

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég gleymi helst orðum og hugsunum, bæði mínum eigin og annarra... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.6.2008 kl. 22:24

5 Smámynd: Himmalingur

Ég tapaði vitinu fyrir nokkrum árum!

Himmalingur, 20.6.2008 kl. 22:26

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég hef týnt barninu mínu í Leifstöð.....ég er svo lömuð af flughræðslu að ég missi allt skyn .... það var góð flugvallarstarfskona sem fann hana og kom með hana til mín.....ekki segja nokkrum frá þessu..., ég er nebblega hin ágætasta mamma að eigin mati !

Góða helgi og gott að lesa bloggið þitt á ný eftir smá fjarveru frá lestri síðustu vikurnar !

Sunna Dóra Möller, 20.6.2008 kl. 22:46

7 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Vá, ég á svona vinkonu, hún hefur átt ég veit ekki hvað marga gemsa, yfirleitt tvo til þrjá á ári því hún er alltaf að týna þeim. Ég er allt of mikil áráttukona til að týna hlutum, er alltaf að tékka á öllu og kíkja ofan í töskuna mína hvort það sé ekki örugglega allt þar ennþá, á sínum föstu stöðum. Já, því allt á sinn fasta stað í handtöskunni minni

Lilja G. Bolladóttir, 20.6.2008 kl. 23:35

8 identicon

.Ég hef týnt mörgu um tíðina.Mis sárt það sem tapaðist.Minnis tap hefur lítillega hrjáð mig á köflum.Aðallega í denn.Hef lagast með aldrinum hahahahaha

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 23:43

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég hef alltaf dálæti á þeim konum sem að tapa fatnaði í bíl, það segir lítt um bílinn, en sumt um konurnar.

Ég reyndar átti til áður fyrr að tapa fatnaði í kring um heita potta í smáþorpi norðlendiz.  Rétt áður en að nafnið 'Fatabær' festist varanlega við bæjarfélagið þá flutti ég þangað, ódýrari kosturinn, júC.

Steingrímur Helgason, 21.6.2008 kl. 00:03

10 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Heima hjá mér eru einungis búálfar að verki, ekki gleymið mannfólk!

Þórdís Guðmundsdóttir, 21.6.2008 kl. 00:54

11 Smámynd: Andrea

Týnu-áráttan er ekki orðin alveg stjórnlaus þegar maður man svona nákvæmlega hverju maður hefur týnt!!!!

Ég veit ekki einu sinni að hverju ég ætti að leita!

Andrea, 21.6.2008 kl. 00:59

12 Smámynd: Andrea

 fattlausa kona!
Ég týni svo mikið af drasli að það væri ekki nokkur lifandi leið að ég gæti sest niður og gert svona lista eins og Jenný!

Andrea, 21.6.2008 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband