Leita í fréttum mbl.is

Leiðinlegri en rigning

 amd_nicholson

Enn ein aularannsóknin hefur litið dagsins ljós.

Ég hef ekki undan að blogga um rannsóknir sem hefði mátt sleppa að eyða fjármunum í, þar sem niðurstaðan er fyrirfram ljós.  Vegna "live" rannsókna bæði mín og annarra á málefnunum.

En hvað um það, "bad boy" heilkennið er staðreynd, margar konur velja "vonda stráka" fram yfir ljúflingsdúlludúskakrúttin hennar mömmusín.

Ég á vinkonu í Svíþjóð, sem lýsti þessu ágætlega en hún fór út með forríkum náunga, myndarlegum og nánast fullkomnum nema hann vantaði þetta lítilræði sem er húmor og óþekktarblik í auga.

Hún sagði mér að hún myndi aldrei hitta hann aftur.  Hann væri leiðinlegri en rigning.

Og ég sem vildi gjarnan koma henni undir ljúfra manna hendur benti henni á hversu góður hann væri.

Og hún benti mér á, á móti að beljur væru líka góðar en það þýddi ekki að hún væri tilbúin til að eyða ævinni með þeim.

Að vera "vondur strákur" hefur ekkert með vonsku að gera.  Ég ímynda mér að margar konur sjái verkefni í þeim.  Við erum oft svo miklar hjúkkur, félagsráðgjafar, prestar, sálfræðingar og bankastofnanir í okkur stelpurnar á ákveðnu tímabili í lífinu.  En svo komumst við yfir það.

En eitt sit ég uppi með.

Nánast allir af mínum fjölmörgu eiginmönnum voru á einhverju tímabili óknyttadrengir.

En á endanum barði ég það úr þeim.

DJÓK.

Gleðilega Jónsmessu.

 


mbl.is Hvers vegna komast „vondir strákar“ yfir fleiri stelpur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Er það ekki bara líka svolítið hinsegin - strákar vilja ekkert endilega of prúðar stúlkur........ ?

Eða ég held enn í þá von

Hrönn Sigurðardóttir, 20.6.2008 kl. 09:37

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég kannast við það að vera mikil bankastofnun!

Edda Agnarsdóttir, 20.6.2008 kl. 09:41

3 Smámynd: Linda litla

Þetta er vel orðað hjá þér.... hehe "leiðinlegri en rigning"

Knús inn í daginn Jenný mín.

Linda litla, 20.6.2008 kl. 09:58

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það er til heiti yfir þessa áráttu í konum að vilja óþekka stráka.........öskubuskuáráttan

Ég var einu sinni öskubuska...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.6.2008 kl. 10:10

5 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Venjulegan" mann  þolið ég ekki, ekkert að laga eða bæta og ekkert spennandi við þannig menn .Farðu vel með þig og átt þú góða helgi

Anna Ragna Alexandersdóttir, 20.6.2008 kl. 10:34

6 Smámynd: Dísa Dóra

Tja ég hitti reyndar á einn sem virkilega reyndist bad boy og fékk nóg.  Lærði sem betur fer af mistökunum (sem þá er ekki hægt að kalla mistök heldur reynslu ) og á í dag einn af þessum yndislegu ljúflingum.  Vá hvílíkur munur og ég hugsa oft um það hví ég leit ekki við slíkum ljúflingum áður

Dísa Dóra, 20.6.2008 kl. 10:41

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tók mig  (alltof) mörg ár að fatta að ,,The Bad Boy" væri ekki mín tebolli .. 

Þeir eru ekki allir ,,boring" þó þeir séu ,,Good Guys" ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.6.2008 kl. 12:34

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóhanna: Sammála þeir eru alls ekkert boring þó þeir séu góðir gæjar, en á meðan maður er haldinn heilkenninu þá finnst manni það oft.

Dísa Dóra: Það er reynslan, aldrei mistökin.  Hehe.

Anna Ragna: Ég er hætt í viðhaldsþjónustinni.  Nú er ég bara í viðhaldi til heimbrúks, þ.e. á sjálfri mér og vó hvað það er óplægður akur.

Hallgerður: Las þá bók oft og títt fyrir margt löngu.

Krumma: Ég var líka Öskubuska, Þyrnirós, Mjallhvít en núna er ég friggings prinsessan á orabauninni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2008 kl. 13:06

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Linda: Hehe!

Edda: Segðu, það vantaði á tímabili ekkert annað en að gefa út hlutabréf í fjármálafyrirtækinu Jenný Önnu

Hrönn: Rétt, þetta getur virkað í báðar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2008 kl. 13:07

10 Smámynd: booboo

Ég var í skóla í USA fyrir nokkru síðan og átti mikið af vinum og kunningjum þar. Það kom einhvern tíman til tals í mínum vinahópi að það væri þannig að "the guys that treat women like shit are the ones that get all the chicks". Það eru kannski ýkjur að segja þetta en við ákváðum að láta reyna á það (þetta er ekki lygi). Það varð til þess að við vorum afslappaðri í framkomu, miklu meira á sama um hvernig við vorum, öruggari með okkur, og alveg sama um hvort þær færu eða kæmu. Flestum gekk miklu betur að finna sér hjásvæfu. Það er athyglisverð mótsögn við nútímann að það virðist sem að allavega margar konur vilji frekar ganga á eftir skítalabba frekar en e-n næs gæja. Eða kannski er það bara meira áhugavert og spennandi, æsandi að finna fyrir alvöru töfffara og úr verður einhverskonar stundarhrifning. Flestar konur koma sér hinsvegar burt frá þeim sem koma illa fram við þær og er það vissulega gott. Það er skrýtið hvað kvennabaráttan gengur einhvernvegin út á hve vondir kallar eru og að það þurfa að siðvæða þá einhvernveginn en svo þegar á hólminn er komið þá vilja konurnar bara vonda stráka!

booboo , 20.6.2008 kl. 17:56

11 identicon

 Ég myndi undir öllum kringumstæðum velja frekar einn blankan með húmor heldur en gaur sem tikkar á gengi hlutabréfa, eitthvað svo voðalega lítið sex-appeal í þessum jakkalökkum með stresstöskurnar.

Annars knús á þig  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 18:27

12 identicon

Kannski er ein hliðin sú að "góðu gæjarnir" eru ekki á veiðum dagin inn og dagin út, það kemst meira að hjá þeim heldur en bara að fá sér á broddinn.

p.s.

en ef maður skoðar þetta útfrá karlmannshliðinni, þá eru nú það alltaf "slæmu stelpurnar" sem sofa oftar hjá en þær góð. þær sem eru meira áberandi og eru meira áberandi, þær fanga athyglina og fá þar af leiðandi oftar tækifæri til nánari kynna?

Hvort sem þú ert karl eða kona. ef þú segir lítið, ert lítið áberandi, þá færðu minni athygli. þannig er það nú bara.

Rúnar Ingi (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 13:55

13 identicon

Kannski er ein hliðin sú að "góðu gæjarnir" eru ekki á veiðum dagin inn og dagin út, það kemst meira að hjá þeim heldur en bara að fá sér á broddinn.

p.s.

en ef maður skoðar þetta útfrá karlmannshliðinni, þá eru nú það alltaf "slæmu stelpurnar" sem sofa oftar hjá en þær góð. þær sem eru meira áberandi og eru meira að hafa sig frammi, þær fanga athyglina og fá þar af leiðandi oftar tækifæri til nánari kynna?

Hvort sem þú ert karl eða kona. ef þú segir lítið, ert lítið áberandi, þá færðu minni athygli. þannig er það nú bara.

Rúnar ingi (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2987152

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband