Leita í fréttum mbl.is

Nostalgía II

Og enn hef ég legið á Ljósmyndasafnsvefnum.  Og nostalgíast út í eitt.

Ég hef stundum bloggað um klígjuna sem ég hef á lýsi.  Tveimur árum áður en ég byrjaði í Meló hættu þeir að hella lýsi upp í nemendurna.

Ég er ansi hrædd um að skólaganga mín hefði orðið snubbótt hefði ég lent í skylduhellingunni.  En það var ekki séns að fá undanþágu frá inntökunni.  Reynið að lifa ykkur inn í mómentið.  Mjólk í flösku og hlandvolgt lýsi.

melolysi

En Melaskólinn maður minn.  Þvílíkur yndælis skóli.  Minnir mig.  Það verður allt svo fallegt í minniningunni.

meló

Þessi salur var eins og salur í konungshöll fannst mér.  Svo kom ég þarna þegar stelpurnar mínar gengu í skólann og þá var þetta eins og meðal kústaskápur.  Segi svona.

Og heraginn sem ríkti í Melaskóla var töluverður.  Allir í röð, hneigja sig fyrir kennaranum um leið og maður gekk inn í stofuna, standa upp ef skólastórinn kom í salinn og syngja skólasöng á morgnanna.  Ég man varla eftir að hafa gengið á eigin vegum í öll þessi 6 ár sem ég var í skólanum.

meli

Ég minnist þessara stunda hjá lækninum þar sem maður stóð á nærbuxunum og þeir kipptu alltaf í teygjuna og kíktu á hið allra helgasta.  Ég hef aldrei fengið svar við hvers vegna?  Bölvaður pervertismi.  Hehe.

Það er ekki gott að sökkva sér of mikið í fortíðina, en það var gaman að vera til.  Í Meló og Hagaskóla, fyrir milljón árum síðan.

Farin að lúlla.

P.s. Myndirnar stækka ef klikkað er á þær.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Voru þeir ekki bara að gá hvort þetta heilaga væri þarna ?

Ég man ekki eftir svoleiðis kíkjum en man þvælinginn milli búningsherbergis og læknastofu í (að manni fannst) endalausum bólusetningum...leiðinda tannlæknana....og skólasönginn. Hann er enn við lýði í Laugarnesskólanum, þar var ég.

Ragnheiður , 20.6.2008 kl. 00:27

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ætli þeir hafi ekki verið að tékka á hvort maður væri réttkynjaður.  Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2008 kl. 00:29

3 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já kannski...

Ragnheiður , 20.6.2008 kl. 00:31

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hvað heitir kennarinn á efstu myndinni?

Heldur þú að það sé Gíslu Hannesson?

Edda Agnarsdóttir, 20.6.2008 kl. 00:45

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

GÍSLI á það að vera.

Edda Agnarsdóttir, 20.6.2008 kl. 00:46

6 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Lýsi  Ég hefði líklega hætt að mæta...

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 20.6.2008 kl. 00:50

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þegar ég var barnaskóla var hellt upp í mig hlandvolgu lýsi. Og þess vegna er ég svona stór og sterkur. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.6.2008 kl. 00:51

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Í mína tíð voru þeir farnir að gefa lýsispillur, sem betur fer því fitubragð get ég ekki fundið nema æla...

ég man þó eftir ljósatímunum í Austurbæjarskóla og þessum læknisskoðunum....leið þó aldrei vel þegar þetta fór fram, fannst alltaf eiithvað svo ömurlegt við að standa í röð á brókinni einni saman...eiginlega niðurlægjandi, svo fann ég svo til með þeim sem skáru sig úr útlitslega þeir liðu fyrir þessa tíma, sem betur er þetta breytt...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.6.2008 kl. 00:52

9 Smámynd: Tína

Lýsi er bara með því viðbjóðslegasta sem hefur komið inn fyrir mínar varir. Svo er maður ropandi fjandans óbragðið það sem eftir lifir dags! Eins og inntakan eins sér hafi ekki verið nóg?!?

Knús í helgina Jenný mín

Tína, 20.6.2008 kl. 07:51

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Skemmtilegt að fljúga svona aftur í tímann.  Man þetta allt!  Eigðu góðan dag Jenny og takk fyrir að finna þessar myndir og deila með okkur.

Ía Jóhannsdóttir, 20.6.2008 kl. 07:58

11 Smámynd: Helga skjol

Hehe snilldarfærsla hjá þér og gaman af því að detta aftur til fortíðar, sem betur fer var ekki gefið þetta ógeðs lýsi í mínum skóla en þetta með læknisheimsóknina þekki ég vel og fannst alltaf jafn ömurlegt.

Annars til að svara þér í samb við það hvar á Mallorca ég var þá var það fyrst á Playa de palma en fékk síðan flutning yfir á  Alcúdía ströndina.

Knús á þig inní helgina

Helga skjol, 20.6.2008 kl. 09:05

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ekkert lýsi í mínum barnaskóla..bara flúor  sem betur fer..hef aldrei getad tekid lýsi í fljótandi formi  eigdu góda helgi

María Guðmundsdóttir, 20.6.2008 kl. 09:32

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð skemmtileg að vanda og einkum og sér í lagi að morgni dags.

Ég hékk alltof lengi yfir þessum vef í gærkvöldi og er nú með bauga niður á kinnar.

Edda: Ég veit ekki hvað þessi kennari heitir.

Helga: Takk fyrir upplýsingarnar.

Gleðilega Jónsmessu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2008 kl. 09:36

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jú ég fór einu sinni í ljós, með hringgleraugun.  Og svo skrifuðum við stafi með fingrunum á bakið á hvor annarri stelpurnar til að láta tímann líða.

Hallgerður: Takk fyrir að koma þessu á hreint með kviðslitstékkið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2008 kl. 09:37

15 identicon

Flott færsla eins og alltaf hjá þér.

Slapp við að þurfa að taka þetta í skólanum en fengum lýsis miða, sem við vorum send með inn í lifrarbræðslu og látin sækja lýsi á tóma brennivínsflösku, sem við þurftum að skaffa sjálfir. sá mér eitt sinn leik á borði og braut flöskuna "óvart" og fann gosflösku í staðin, en hún tekur ekki nema 1/3 af vínflöskunni. Var þá sendur aftur með aðra brennivínsflöku og átti þá heilan líter af þessum vðbjóði. Þetta trix var ekki reynt aftur.

Af peraskapnum.

Þið stelpurnar hafið þó "bara" sloppið með gægjur, það var alltaf þukklað líka þarna niðri á okkur strákunum í Eyjum.  Það lagðist misjafnlega í menn eins og gengur.

kjons (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband