Fimmtudagur, 19. júní 2008
Gleymdust á sjó
Ég var ákveðin í að svífa um á bleiku hamingjuskýi í tilefni 19. júní, í allan dag.
Ég var búin að setja mig í skoðanabann. Ég hef nefnilega alltof margar slíkar, þrátt fyrir að ég stefni stöðugt að fækkun þeirra.
En svona er lífið.
Ég hef verið ansi passasöm (sumir segja taugaveikluð miðað við íslenska standarda) í gegnum tíðina þegar kemur að því að treysta öðrum fyrir börnunum mínum. Þar kastaði ég aldrei til höndunum, enda stelpurnar mínar það dýrmætasta sem mér hefur verið trúað fyrir. Ég hef tekið þá ábyrgð alvarlega og það sama gildir um barnabörnin mín.
Og nú les ég að tvær stelpur á siglingarnámskeiði á vegum Reykjavíkurborgar, hafi gleymst úti á sjó og hafði þær rekið eitthvað út í buskann.
Það var ekki talið upp úr bátunum þegar að landi var komið og hvarfið uppgötvaðist ekki fyrr en pabbi annarar stúlkunnar kom að ná í hana og hún fannst hvergi.
"Mistök" segir starfsmaður siglingarklúbbsins sem heldur námskeiðið fyrir borgina.
Þeir ætla að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.
Hvað mig varðar gerðist þetta einu sinni of oft.
Stúlkurnar mættu daginn eftir. Þær munu líta á þetta sem ævintýri.
Gott mál, en ég veit hvað ég hefði gert ef þetta hefði hent börnin mín.
Ég hefði gripið til aðgerða.
Og þær aðgerðir hefðu ekki farið hljóðlega fram.
Fyrir nú utan að siglinganámskeiðinu hefði lokið all snarlega.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:23 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Vó, börnin mín hefðu ekki farið aftur! No effin' way!!!
Ég segi það með þér... þessu væri heldur ekki lokið!
Laufey Ólafsdóttir, 19.6.2008 kl. 19:33
Laufey: Gott að ég er með liðsmenn. Hehe. Reyndar eru dætur mínar eins og vel flestir sem ég þekki, en það er ansi mikið kæruleysi í gangi og að það sé ekki hægt að vera öruggur á svona námskeiði þar sem verið er að láta börn sigla, vó.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 19:45
Fyrirgefðu Jenný mín, en ertu orðin hitalaus? Langaði bara að vita það áður enn ég fer að taka mark á færslum þínum aftur. Varst samt helvíti góð í hitasóttinni!
Himmalingur, 19.6.2008 kl. 19:50
GMG þetta er hrikalegt. Svo er jafnvel stór hluti starfsmannanna unglingar. Strákurinn minn fór í Nauthólsvík með knattsp.námskeiði um daginn og var ég ekki í rónni fyrr en hann skilaði sér heim. Vona svo það besta með dóttur mína sem fer í Vindáshlíð á morgun.
M, 19.6.2008 kl. 19:53
Ég held ég myndi flippa yfir ef þetta kæmi fyrir börnin mín! Djöf...kæruleysi
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 20:57
Vá.... ég yrði brjáluð og svo fengi ég móðursýkiskast og það myndi enda með því að kallarnir í hvítu sloppunum myndu koma að sækja mig. Svona lagað á sko ekki að geta komið fyrir..... það hefði getað farið illa, umsjónarmenn ættu að þakka guði fyrir það að þetta fór vel.
Linda litla, 19.6.2008 kl. 21:01
Það hlýtur að vera erfitt að koma og sækja barnið sitt - og ekkert barn! Hvað er í gangi?
Edda Agnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 21:05
Ég hefði klikkast, það er á hreinu.
Sigrún Jónsdóttir, 19.6.2008 kl. 21:29
Þetta er með ólíkindum! Ég hefði hreinlega fríkað út. Menn eiga auðvitað ekki að láta staðar numið þarna. Þarna er fólk að senda börnin sín á námskeið í þeirri trú að það sé áreiðanlegt fólk sem að því standi! Mér finnst ekki nóg að borgin segist ætla að "passa sig næst". Það þarf að gefa út vinnureglur, gefa þær út opinberlega og halda vandað námskeið fyrir umsjónarmenn allra barna- og unglinganámskeiða borgarinnar. Sem betur fer endaði þetta allt saman vel, en hvað ef......? Hvar stæðu þessir aðilar þá í dag? Ja, fussum svei!
Aðalheiður Haraldsdóttir, 19.6.2008 kl. 21:37
Það er því miður engin afsökun fyrir þessum misstökum og það að borgin ætli að gera betur næst, hvað ef það er ekkert næst fyrir þessi blessuð börn? Hvað gerir borgin þá? Nei það verður að vera rétt fólk í réttum störfum.
Þorkell Ragnarsson, 19.6.2008 kl. 22:19
Vá hvað ég hefði ekki sent mín börn aftur. Og eins og þú segir, - námskeiðið hefði ekki endað hávaðalaust af minni hálfu. Börnin okkar eru víst ábyggilega það lang-dýrmætasta sem við "eigum", - og eitt svona skipti er einu skipti of mikið.
Laufey B Waage, 20.6.2008 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.