Miðvikudagur, 18. júní 2008
Rölt niður Minningagötu
Í hitanum og beinverkjunum í dag vissi ég ekkert hvað ég átti að gera af mér.
Og svo datt ég inn á vef Ljósmyndasafns Íslands og þar gott fólk, komst ég í feitt.
Æska mín lagði sig fyrir framan mig í svarthvítu. Rifjaði upp það sem ég var búin að gleyma úr umhverfinu og ég fór í heiftarlega nostalgíu.
Einhverra hluta vegna er ofboðslega mikið til að myndum úr Vesturbænum, af mínum slóðum.
En þetta var ekki bara gleðileg upprifjun.
Ég sá myndirnar af öllum kömpunum, kofunum og hreysunum sem margir bjuggu í á þessum árum.
Kamp Knox
var braggahverfi steinsnar frá mér. Þar bjó t.d. Ásta Sigurðardóttir rithöfundur og fleira merkt fólk, en á þessum tíma voru fordómarnir miklir og mér var harðbannað að stytta mér leið í gegnum kampinn.
Pólarnir
Þeir stóðu við Flugvallarveg á leiðinni út í Nauthólsvík. Það voru skelfileg hreysi og allt fullt af barnmörgum fjölskyldum. Sagan segir að þegar Danakóngur hafi þurft að keyra þarna framhjá hafi framhlið Pólanna verið máluð og hænur settar í gluggana. Hænsnahús þótti eina réttlætingin fyrir húsinu því.
Höfðaborgin
Þessi hús stóðu þar sem Sparisjóður Vélstjóra stendur núna, eða gegnt Höfða. Einu sinni þvældist ég heim með stelpu sem átti heima hérna og ég hef aldrei séð eins lítil húsakynni fyrir 8 manna fjölskyldu.
Melabragginn
Þessi stóri hryllilegi braggi var við hliðina á ísbúðinni á Hjarðarhaga og við vorum skíthrædd krakkarnir af Hringbrautinni að koma nálægt honum vegna mögulegra hrekkjusvína.
Merkilegt hvað fordómarnir voru sterkir, hræðslan við fátæktina skelfileg. Líftóran var hrædd úr mér varðandi braggahverfin. Þangað átti maður ekkert erindi.
En auðvitað ólu braggahverfin af sér mæta Íslendinga og prýðisfólk.
En ein og amma mín sagði: Það ætti ekkert barn að alast upp í saggafullum bragga og kvíða morgundeginum.
Svona er nostalgían.
Mér finnst fínt að minna mig á hversu stutt er síðan eymdin var svona mikil í Reykjavík.
Þessu langaði mig að deila með ykkur dúllurnar mínar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:15 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Elsku Jenný mín:Ennþá er eymd, sálarangist og þaðan af verra! Bara í fínni umbúðum!!
Himmalingur, 18.6.2008 kl. 21:18
Takk fyrir það!
Ég spjallaði við eina fyrir einhverju síðan. Upp úr kafinu kom að hún ólst upp í braggahverfinu í Laugarnesinu. Man ekki hvað hún sagði að það hefði heitað. Ég var svo hissa því mér fannst hún svo ung. Svo rann upp fyrir mér ljós......
....það er ekkert langt síðan fólk bjó svona!
Hrönn Sigurðardóttir, 18.6.2008 kl. 21:18
Ég veit allt um það. En ég er einfaldlega að benda á hversu stutt er síðan þetta var SVONA.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 21:19
Veit elsku Jenný mín! Gaman að sjá þessar myndir! Synd að leikmyndin úr Djöflaeyjunni skildi rifin niður!
Himmalingur, 18.6.2008 kl. 21:25
Frábærar myndir. Ég man nú ekki sjálf eftir neinum bragga nema Hafnarbíói. Þar var okkur blaðburðarbörnunum boðið í bíó. Gleymi aldrei "Dr. Goldfoot and the Bikini Machine". Sá hana í bragganum í boði Vísis.
Og á meðan ég man; Ég er orðin amma....
Elísabet Ronalds (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 21:30
Enn á kona sem er með 38.78965 stiga hita og drepast úr beinverkjum, túrverkjum og með svimaköst ekki frekar að vera í rúminu með heitan tebolla enn röltandi hágrátandi um bæinn með fullan hausinn af ranghugmyndum um hvað hún var heppin að sleppa lifandi úr fátæktinni og matarleysinu hérna fyrir um 50 árum síðan.
S. Lúther Gestsson, 18.6.2008 kl. 21:38
Takk fyrir þetta. Mamma heitin bjó í Kamp Knox, ég á bækur frá þeim systkinum sem eru merktar með því heimilisfangi, ég ætla að fá að stela amk þeirri mynd hjá þér og geyma hana. Ég fékk tár í augun við að sjá Kamp Knox, vesalings mamma mín.
Hvar gastu fundið svona myndir ?
Ragnheiður , 18.6.2008 kl. 21:41
Heyrðu það er rétt! Takið ekkert mark á síðustu færslum Jennýar!
Himmalingur, 18.6.2008 kl. 21:42
Jenný með hita er mörgum sinnum klárari en sumir aðrir með engan hita
Ragnheiður , 18.6.2008 kl. 21:49
Ég man vel eftir þessu öllu saman - og móralnum - nema Melabragganum. Hvenær ætli hann hafi verið rifinn?
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.6.2008 kl. 21:50
Ég mun aldrei geyma Kam knox þar var ég gestur þegar ég var lítil telpa. Mamma mín og ég gistu þarí nokkrar nætur. En svo fluttum við ´til Reykjarvíkur og á framanesveg.Ég fór í skóla í melaskóla.
Kristín Katla Árnadóttir, 18.6.2008 kl. 21:55
Kamp nox átti þetta vera fyrirgefðu villurnar alltaf.
Kristín Katla Árnadóttir, 18.6.2008 kl. 22:01
Mamma var einmitt að tala um þetta, í sambandi við bókina um Bíbí. Stelpa úr einum kampinum var með henni í bekk, sjaldgæft að krakkar af þessum svæðum kæmust í "góðu" bekkina, yfirleitt sjálfkrafa plantað í B og C bekki. Svo hefur hún væntanlega kennt Bíbí og systkinum hennar í Laugarnesskóla, en ekki gat hún ímyndað sér við hverskonar atlæti börnin bjuggu.
Skelfilegt.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 22:35
Ragnheiður, Lára, Katla. þakka ykkur fyrir þessar fallegu endurminningar. það er skrítinn tilfinning sem umlykur mann þegar maður finnur hvernig hálsinn á manni skreppur saman og tárkirtlarnir vökna. manni situr hljóðann eftir þennan lestur.
Megi guð hjálpa ykkur í þessum erfiðleikum ykkar.
S. Lúther Gestsson, 18.6.2008 kl. 22:41
Lúther: Farðu að slaka á.
Ragga: Hér.
Lára Hanna: Ég held að hann hafi verið rifinn 1965. Ekki viss samt.
Katla: Ég var líka í Meló.
Beta: Til hamingju með ÖMMUNA
Hrönn: Það er óthuggulega stutt síðan.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 23:00
Takk fyrir Jenný..
Þú þarna Lúther, ég á ekkert bágt og þarf enga vorkunn. Það er samt hverjum manni hollt að skoða sínar eigin rætur.
Ragnheiður , 18.6.2008 kl. 23:06
Ok, ég er bara að reyna að vera ekki meðvirkur.
S. Lúther Gestsson, 18.6.2008 kl. 23:07
Takk fyrir þetta Jenný. Gaman að sjá svona gamlar myndir úr Reykjavík. Maður getur varla ímyndað sé borgina svona, þegar maður ólst ekki upp í henni.
En það var gaman að þessu, takk aftur fyrir mig.
Linda litla, 18.6.2008 kl. 23:27
Hvenær varst þú í Meló.???
Kristín Katla Árnadóttir, 18.6.2008 kl. 23:31
Já Jenný ég man svo vel eftir þessum braggahverfum og mér var bannað að hafa samskipti við krakka sem bjuggu þar. Hugsaðu þér hvað mikil stéttarskipting var í landinu okkar á þeim árum þrátt fyrir að við þvertækjum fyrir að hér ríkti eitthvað slíkt.
Man eftir hvað ég forðaðist krakka sem fylgdi fúkkalykt, það voru braggabúar og maður umgekkst ekki slíkt fólk í þá daga.
Guð minn góður hvað við meigum skammast okkar fyrir allt sem við gerðum í bernsku einungis vegna þess aðþetta var fyrir okkur haft af foreldrum, ömmum og öfum.
Hefurðu hugleitt hversu margir af okkar færustu listamönnum koma einmitt úr þessum bröggum sem við svívirtum. Hvað við meigum skammast okkar í dag. Frábær færsla vinkona eins og oft áður!!!!
Ía Jóhannsdóttir, 18.6.2008 kl. 23:36
Ía: Vorum við ekki bara að hlýða því sem fyrir okkur var lagt? Saklaus börn? En þetta er sorglegt. Nú er þetta faldara og með öðrum hætti, þ.e.a.s. fátæktin.
Katla: Ég er fædd 1952 og var í Meló frá 7 - 12 ára bekkjar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 23:40
Einum Einari tókst nú það vel til með það að skrásetja þetta tímabil í sögu þjóðarinnar að töff þótti vera að telja ættir til 'braggaskrílsins'.
Hálf öld síðan, hálfri öld áður bjuggum við í moldarkofum, núna búum við í litlum steypuközzum, öllum næstum eins, en samt merkjanlega ekki fyrir þá sem að kjósa svo að dæma.
Steingrímur Helgason, 18.6.2008 kl. 23:40
Nei,nei, nú fer þetta að verða eins og ein stór klósettferð hjá ykkur. Ég veit hvernig þetta endar....verðið hringjandi í hvor aðra í allt kvöld grát............ok, ég þegi núna.
S. Lúther Gestsson, 18.6.2008 kl. 23:42
Ég er 35 ara, og mér fannst þetta æðisleg lesning, einlæg, og skemmtileg. Veistu Jenný, ég ætla að þakka þér fyrir að vera til, líf mitt er ríkara fyrir vikið. Þú ert megaflott.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 23:50
Nostalgían er komin á fullt hjá mér! Ég kom nokkrum sinnum í Kamp Knox.
Og nokkrum sinnum í Höfða.
Edda Agnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 23:54
Takk fyrir það Jenný. Vona að þú verðir skjótt afturbata.
kv,
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.6.2008 kl. 00:21
Takk Svanur og Guðrún og Steingrímur. Lúther, þú verður að meðvirknijafna.
Edda: Ég varð aldrei svo fræg að koma inn í bragga, nema Hafnarbíó auðvitað.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 00:25
Þetta er stórmerkileg saga og eiginlega ekki hægt að skilja hversu mikið íslenskt þjóðfélag breyttist á síðustu öld - ekki einu sinni á þessum stutta tíma sem liðinn er síðan við vorum stelpur! (nema þú Jenný sem heldur að þú sért á svipuðum aldri og Jón Sigurðsson )
Kolgrima, 19.6.2008 kl. 00:25
Kolgríma: Hehe, þú tókst auðvitað eftir þessu. Glögg kona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 07:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.