Mánudagur, 16. júní 2008
Ráðstefnur í dílerabransanum
Ég sá myndband inni hjá Gísla bloggvini mínum, sem sýnir íslensk ungmenni skemmta sér á viðurkenndan og íslenskan máta á Bíladögum í fyrra.
Og vídeóið sýnir íslenskt hópfyllerí þar sem ungmenni veltast um, viti sínu fjær vegna inntöku hugbreytandi vökva og efna af ýmsu tagi.
Ef til eru ráðstefnur í dílerabransanum, bæði löglegum og ólöglegum þá eru þær á svona uppákomum með góðu leyfi íslenska samfélagsins.
Ég sé ekki að aldurstakmark á tjaldstæði skipti nokkru einu einasta máli. Vel flest þessara krakka eru í "góðu" leyfi forráðamanna sinna til að andskotast um á sjálfseyðingarflippi því sem unglingafyllerí er.
Það sem ég sé á myndbandinu og hef séð í hverjum einasta fréttatíma um verslunarhelgi (og ég venst aldrei) er viðhorf Íslendinga til unglingafyllería. Á myndbandinu sjáum við BÖRN setja sjálfa sig og aðra í stórkostlega hættu.
Og ég spyr; hvers lags foreldrar geta samvisku sinnar vegna leyft börnunum sínum að fara á þessi fjöldafyllerí? Hvernig réttlætir maður fyrir sér það leyfi til beinnar eða óbeinnar lífshættu fyrir alla sem þarna koma nálægt?
Og svo er fólk hissa á að það þurfi meiri peninga til að afvatna og meðferða þessi börn.
Setur enginn spurningamerki við að gera fullorðnum peningagræðgisógeðismönnum kleyft að vera með rekstur sem gengur út á að nýta lélegt ásigkomulag og reynsluleysi ungmenna?
Það er hagnaður af útihátíðum og það er þess vegna sem þær eru endurteknar ár eftir ár.
Hagnaðurinn er bæði beinn og óbeinn, löglegur og ólöglegur. Í báðum greinum þarf ákveðið siðleysi til að halda úti iðnaðinum.
Og á hverju ári koma fréttir þar sem við sjáum æsku landsins liggja hjálparvana og kolgeggjaða út um allar koppagrundir í bland við brunnin tjöld, flöskur og aðra leikmuni.
Er ekki kominn tími á að fullorðið fólk axli ábyrgðina og hætti að kveinka sér yfir afleiðingum "útgerðarmannanna" í greininni?
Bíladagar 2007 - Njótið.
Og eins og óskarsverðlaunahafarnir þá vil ég nota tækifærið og þakka foreldrum mínum fyrir að hafa ekki hleypt mér á útihátíðir áður en ég hafði aldur til.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2987323
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Mínir fengu að fara í fyrsta sinn í fyrra, báðir orðnir tvítugir. Þetta er þvílíkur helvítis ófögnuður og engum til sóma að taka þátt í þessu. Hugmyndin í kringum upphaflega Bíladaga er hinsvegar góð en búin að eyðileggja dæmið með fyllerísrugli og ógeði.
Ég horfði á þetta myndband í gær, í þeirri von að sjá glitta í Hilmar minn (bilað, ég veit) Sá hann náttlega hvergi þarna í mynd.
Ragnheiður , 16.6.2008 kl. 10:57
Ragga það er ekki bilað. Stend sjálfa mig að sjúklegum áhuga á ákveðnu ári í sögunni þegar lítill drengur fæddist. Svipað element á ferðinni.
Þetta er svona myndband sem maður hefur séð nokkrum þúsund sinnum en alltaf í fyrsta sinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 11:05
Mikið er ég sammála þér Jenný og aldurstakmark á tjaldstæði hefur ekkert að segja, hér eru tjöld í öðrum hverjum garði og hjá bændum fyrir utan bæinn. Þeir sem græða á þessu eru verslunareigendur og bareigendur en íbúarnir sjálfir tapa þar sem mikið er skemmt af eigum og jafnvel stolið, minn bíll situr eftir með djúpa rispu eftir endilangri hliðinni fyrir utan það að maður er skíthræddur um börnin sín í þessari glannaumferð sem er búin að vera hér!
Það er á hreinu að ég verð ekki hér um verslunarmannahelgi
Huld S. Ringsted, 16.6.2008 kl. 11:23
Ömurlegt.Krumman mín er uppgefin eftir helgina.Ekki vegna eigin skemmtanasýki heldur annarra.Og svo er gubbað ,pissað og kúkað á og við hús útum allt.Og þetta er víst viðbjóður.Svo ég tali nú ekki um niðurlæingu sumra.Svo þekki ég hóp af fólki sem fór norður og átti góða helgi eins og til stóð.Myndbandið sorglegt.Ég er líka með ákveðinn "sjúklegan áhuga"vegna ákveðins ungs manns sem einu sinni var
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 11:25
Sammála ykkur öllum. (leiður kall)
Á bara engin orð til að bæta við.
Gjörsamlega gáttuð (kvíða kall)
P.s (broskalla kerfið virkar ekki hjá mér)
Hulla Dan, 16.6.2008 kl. 11:39
indælt.....
Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2008 kl. 12:09
Þetta er hreinlega sorglegt að horfa á.
M, 16.6.2008 kl. 12:16
Já ég segi það sama sorglegt.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.6.2008 kl. 12:22
Þetta vídeó gefur enga veginn rétta mynd af ástandinu...það var miklu VERRA. Tjaldsæði á og við Akureyri eru einkarekinn og eftir bíladagana í fyrra fékk starfsfólk tjaldsvæðanna taugaáfall...rekstraraðilar sátu eftir með miljónatjón , ljóst var að það þurfti nefnilega að byggja upp tjaldstæðin aftur. Stór partur af því af hverju ákveðnum aldurshóp var meinuð aðganga að þessum tjaldstæðum var sú að það fengust svo fáir til að sinna gæslustörfum eftir þessa ömurlegu reynslu um bíladaga...þeir hins vegar sem voru á þessum aldri og voru með börn og eða voru sýnilega ekki í þessum ham eins og á myndbandinu fengu auðvitað gistingu..en ekki þar fyrir, allt fjölskyldu fólk flúði tjaldstæðin eftir fyrstu nóttina og eftir sat þessi skríll.....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.6.2008 kl. 12:38
Ég er svo fegi að engin af mínum Stjúpbörnum voru þetta árið en vor 3 í fyrra.
Sonur Gísla kom hér í gær og ég spurði hvort honum langaði ekki að vera fyrir norðan á bíladögum,nei þetta er búið að missa allan sjarma, og þetta væri orðið tómt bull svo sagði hann þú hlýtur að muna hvernig allt fór í fyrra allt í steik.
Myndbarnið er hræðilegt að horfa á .
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 16.6.2008 kl. 12:53
Það er bara ömurlegt þegar foreldrar hleypa ósjálfráða börnum einum á þessar hátíðir og mörg börnin komið illa út úr þessu kæruleysi foreldranna sem eiga að vernda þau.
Skil ekki af hverju er verið að halda svona hátíðir inni í bæjum. Þegar ég var ung var þetta bara í Húsafelli og Saltvík og svona stöðum þar sem íbúar urðu ekki fyrir barðinu á herlegheitunum.
Helga Magnúsdóttir, 16.6.2008 kl. 12:55
Spurningin er auðvitað hvenær fólk áttar sig á að það er ekkert eðlilegt við þessar "skemmtavenjur" fólks á öllum aldri á Íslandi.
En mér finnst eiginlega siðlaust að hleypa börnum út í þetta sukk og svínarí og láta þau sjá um sig sjálf.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 14:30
Þessi bílahátíð hefur fengið einhvern sjarma eða ljómun fyrir þetta týpíska útilegufylleríislið eins og þekkist mest og verst um verslunarmannahelgar!
Ég fyllist af óhugnaði og sorg að skoða myndbandið.
Edda Agnarsdóttir, 16.6.2008 kl. 14:38
Þetta er ógeðfellt myndband og maður verður bara dapur af því að sjá þetta.
Sigrún Ósk Arnardóttir, 16.6.2008 kl. 14:44
Aumingja Akureyringar að þurfa að þola þetta. Vona að Írsku dagarnir verði skárri í ár hér á Skaganum, þeir byrjuðu svo vel, allir skreyttu götuna sína í írsku fánalitunum, grilluðu saman og svo með tímanum var þetta orðin enn ein útihátíðin með fylleríi og tilheyrandi ógeði! Held samt að það hljóti að vera ólöglegt að banna tjaldstæðin innan 23 ára.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.6.2008 kl. 16:15
Gurrí: Ég held að þú hafir rétt fyrir þér með að banna fólki að tjalda (og önnur réttindi svona yfirhöfuð) bara vegna þess að það er líklegt til að vera með ólæti. Hm...
Vona að þeir írsku verði ykkur til gleði og ánægju.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.