Mánudagur, 16. júní 2008
Varnarúðinn - varnarúðinn!
Ég ætla ekki að hafa skoðun á þessum piparúða sem er greinilega kominn í gagnið og til að vera hjá löggunni í Reykjavík.
Ég ætla að halda skoðunum mínum á honum fyrir mig og grjóthalda kjafti.
Ég vil bara láta ykkur vita að Meisið eða piparúðinn hefur fengið nýtt nafn og heitir nú því göfuga nafni - VARNARÚÐINN!
Hann var notaður af löggunni í nótt þegar upp komu nágrannaerjur.
Ég vildi bara halda þessu til haga fyrir sjálfa mig og aðra áhugasama.
Það má segja að þetta sé VARNARÚÐAbókhald Jennýjar Önnu.
Annars góð.
Farin í sígó.
Slagsmál brutust út eftir nágrannaerjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 14:31 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2987323
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Viltu nokkuð láta meisa nýbúann Ís-Björn?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 14:34
"varnarúdinn"...var eitthvad ad "piparúda"...? á thetta ad hljóma eitthvad betur ef notad? s.s løgreglumadur notadi "varnarúda" á fertugan mann á laugarvegi...
hlutir eiga bara ad heita thad sem their eru..thetta er jú piparúdi og mér finnst ekkert "betra" ad nota varnarúda en piparúda..ég er reyndar á øndverdum meidi en thú Jenní med thad ad mér finnst stundum mega réttlæta notkun á thessu..en ekki alltaf og varlega skal jú farid..misnotkun á øllu er hættuleg.
Eigdu gódan dag.
María Guðmundsdóttir, 16.6.2008 kl. 14:36
Frábært efni. Veit um einn beljaka sem alltaf snappar á sjómannadaginn og ætlar þá allt að drepa, fjölskylduna sem aðra. Í hvert sinn þurfti fjölda löggumanna til að yfirbuga hann með tilheyrandi meiðslum, bæði á honum og löggunum auk tjóns alls kyns munum.
Í dag mætir löggan, oftast tveir saman, með piparsoðið, setja smásvettu framan í hann og eftirleikurinn er auðveldur, kallinn búinn að jafna sig eftir smástund, alla vega mun fljótari en eftir beinbrot.
Jenný, ég held að þú sért haldin nokkurri þráhyggju og...og þig skorti nokkuð upp á þekkingu á umfjöllunarefninu. Hitt að kalla þetta VARNARÚÐA ber vott um skinhelgi. Þetta er einfaldlega frábært hættulaust efni sem gerir flesta óvíga í smástund. Víðast hvar er hægt að kaupa þetta og þykir sjálfsagt ef konur nota þetta á ofbeldismenn.
Sveinn Ingi Lýðsson, 16.6.2008 kl. 14:47
Sveinn Ingi: Ég segi ekki eitt einasta orð. Pása. Nú segi ég nokkur orð: Konum hefur verið ráðið frá því að bera á sér piparúða sér til varnar, hann er oft tekinn af þeim og notaður á þær.
Ég er ekki haldin neinni þráhyggju, en ég hef ákveðna skoðun á málinu, amk. er ég hrædd um að þetta verði notað óhóflega af "triggerglöðum" handhöfum úðans.
Þrymur: Ég vil syngja það í svefn.
María: Mér finnst það út úr kortinu að kalla þetta fyrirbæri varnarúða. Eins og Sveinn Ingi segir, skinheilagt.
Gísli:
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 14:51
Markmiðið er alltaf að koma í veg fyrir líkamleg átök, þ.e. slagsmál, með tilheyrandi slysum á fólki og munum. Ef hægt er að speyja piparnum framan í þá og gera þá óvirka á þann hátt er það mjög góð og snertingarlaus aðferð.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 16.6.2008 kl. 14:55
Ég veit ekki Sigurður Viktor hvað er rétt og hvað ekki.
En eftir að hafa horft á Patreksfjarðarmyndbandið þá veit ég þó það að það er hægt að freistast til að nota piparúða við allar aðstæður, líka þegar það á ekki við.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 14:59
Varnarúði? Hmmmm, hljómar mun sakleysislegar en piparúði eða táragas. Það er örugglega ætlunin.
Helga Magnúsdóttir, 16.6.2008 kl. 15:32
Væri ekki fínt fyrir okkur kellurnar að hafa svona meðferðis ef okkur langar á mannamót? Það eru líka svo margir sérstakir gestir sem koma nú til dags til landsins án alls fyrirvara bæði menn og dýr, við gætum hæglega mætt einum á Skaga og svo bara niður á höfni í Reykjavík!
Athugum málið!
Edda Agnarsdóttir, 16.6.2008 kl. 15:44
Helga: Nákvæmlega.
Edda: Ég hallast meira að beisbollkylfu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 16:06
Sæl
Ég verð nú að taka upp hanskann fyrir félaga mína í lögreglunni. Fyrir um aldarfjórðungi síðan var ég um nokkurra sumra skeið í lögreglunni, sem sumarafleysingamaður og lenti þá eins og gengur og gerist stundum í átökum. Mér var einkar lagið að tala fólk til - þó ég segi sjálfur frá - og hafði lúmskt gaman af því að ná fólki niður. Af þessum sökum kom því, sem betur fer, mjög sjaldan til valdbeitingar af minni hálfu.
Það kom þó fyrir að menn - sjaldnar konur - voru svo stjórnlausir af reiði, ég leyfi mér að segja trylltir, að hvorki gekk né rak að tala þá til. Þá var úr vöndu að ráða og úrræðin fá. Fyrst var reynt að koma lögreglutökum á viðkomandi og gekk það nú svona upp og ofan, en tókst í flestum tilfellum.
Jafnvel á þessum tíma lenti lögreglan í kolbrjáluðum fíkniefnaneytendum eða drukknum mönnum - sjaldnar konum - sem voru svo gjörsamlega trylltir af bræði að þeir lömdu allt og alla, sem á vegi þeirra urðu - lögreglumenn, sem saklausa borgara. Þá kom það fyrir - mjög sjaldan reyndar - að beita þurfti kylfu, sem var algjört neyðarúrræði. Við sumarmennirnir vorum búnir kylfum og því voru það fastráðnir lögreglumenn, sem beittu því valdbeitingartæki, enda höfðu þeir til þess hlotið sérstaka þjálfum.
Ég hefði mikið gefið fyrir að hafa svona gas undir höndum á þessum árum, þótt það bíti reyndar stundum ekki á menn í sterkri fíkniefnavímu eða áfengisvímu. Um langt skeið höfum við tollverðir þurft að taka námskeið hjá lögreglunni í lögreglutökum. Vegna aukins ofbeldis og hótana í okkar garð verðum við nú einnig að hljóta þjálfun í notkun á varnarúða og handjárna, en þessi búnaður er nú hluti þeirra tóla, sem tollverðir eru með í tækjabelti sínu.
Hluti af þjálfun tollvarða - og lögreglumanna - er að varnarúða er sprautað í andlit þátttakenda. Ég get ekki lýst því, hversu óþægileg tilfinning það er að fá úðann í augun og ég er viss um að enginn notar úðann eftir slíka reynslu, nema að þess sé virkilega þörf. Kosturinn við varnarúðann er að sá, sem er sprautað á er á, verður öllu jafnan gjörsamlega óvirkur og skaðar hvorki sjálfan sig né aðra. Hins vegar eru áhrif úðans skammvinn og viðkomandi kominn til sæmilegrar heilsu innan 1/2 klukkustundar. Varanlegan skaða hlýtur maður ekki af úðanum. Kylfurnar geta hins vegar skaðað viðkomandi einstakling mikið meira og þá jafna menn sig ekki á stuttum tíma og geta valdið varanlegum skaða ef svo ber undir. Úðinn er því að mínu mati valdbeitingartæki, sem er "mjög gott", ef hægt er að nota það orð um slík tól. Eigum við ekki að segja illskásti kosturinn og mikið betri en kylfan.
Ég held að það fólk, sem ekki hefur verið umkringt af kolbrjáluðu fólki, sem annaðhvort er dauðadrukkið eða útúr heiminum af fíkniefnavímu, og ætlar að ráðast á eða gera aðsúg að öðru fólki, sem hefur það eitt til saka unnið að vera við vinnu sína eða að skemmta sér, geti ekki dæmt um það, hvort slíkur úði sé nauðsynlegur eða ekki. Maður þarf sjálfur að hafa upplifað slíkar aðstæður á eigin hörundi.
Ég er algjörlega viss um að varnarúðinn er algjörlega nauðsynlegur við þær aðstæður, sem að ofan er lýst! Jafnframt tryggir hann betur en nokkuð annað valdbeitingartæki, sem á boðstólum er í dag, að einstaklingar skaði hvorki sjálfan sig eða aðra.
Ég hef ekki myndað mér skoðun, hvort ástæða sé til að "vopna" lögreglumenn með "tazer" rafmagnsvopnum. Það er eitthvað, sem þarf að skoða gaumgæfilega áður en það er leyft.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.6.2008 kl. 16:07
Takk Guðbjörn, þú talar þannig að maður skilur þig. Ég trúi því sem þú segir en þú hlýtur að vita að öll vopn eru slæm í höndunum á þeim sem misnota þau, annað hvort vegna unggæðingsháttar eða taugaveiklunar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 16:50
Þá á ég við að ég dragi ekki í efa að það geti verið rétt að nota úðann í þeim aðstæðum sem þú lýsir, en ég er hrædd við að þeir sem eru ekki nógu reyndir í starfi eða á rétri hillu (því lögreglumenn eru vissulega misjafnir eins og við höfum séð í fréttum undanfarið) ofnoti hann og svo ferði farið að úða í stað þess að tala niður fólk, í meira mæli.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 16:52
Ég bara varð að leggja orð í belg eftir að lesa bloggið hérna.
Baseball kylfa getur drepið með einu höggi og hefur það gerst. Piparúði hefur engan drepið heldur einungis að stöðva tryllt fólk sem tekur engum sönsum. Ísland í dag er ekki það sama og fyrir 10 árum síðan, nú les maður alltof oft um nauðganir og hvers lags ofbeldi gagnvart konum og körlum reyndar líka. En þeir hafa meiri krafta en konur og geta betur komið sé undan ofbeldi.
Ef piparúði væri leyfður almenningi á Íslandi hefðu margar konurnar eflaust bjargað sér frá ofbeldi. Þetta er saklaust sprey sem skaðar engann.
kuffy (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 16:56
Kuffy: Á þessu eru skiptar skoðanir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.