Leita í fréttum mbl.is

Ég er langt á undan minni samtíð :)

 

Eftir daginn í dag er ég með amk. eitt á hreinu.

Ég er langt á undan minni samtíð.

Í dag var ég að fara yfir gamlar vídeóspólur og datt þá niður á eina frá 1989, frá Mallorca þar sem ég og einn af mínum fjölmörgu eiginmönnum mínum fórum með tvær yngri dæturnar.

Og þær voru krútt.  Ég skrifa meira um það seinna.  Svo litlar og yndislegar, en núna eru þær aðeins hærri í loftinu og yndislegri ef það er mögulegt.

En Jesús minn almáttugur hvað ég er búin að hlægja mig máttlausa.

Að sjálfri mér og öllum sem væfluðust fyrir vídeóvél eiginmannsins.

Hárið sítt að aftan, permanentkrullur og gott ef allir voru ekki með sama heygula háralitinn.

Allir voru með girt upp í heila, þá meina ég þeir sem voru í buxum og pilsum.  Stuttbuxurnar voru girtar upp að brjóstum og skárust upp í júnóvott.

Og gallabuxurnar maður minn, kyrfilega reyrðar að með belti fyrir ofan mittislínu og víðar að ofan og þráðbeinar niður.  Konurnar voru eins og perur í laginu.

Það dásamlega við þetta fyrirkomulag var svo, að allir voru alveg eðlilegir á svipinn, fannst þeir alveg flottir sko, höfðu ekki hugmynd um að eftir 19 ár yrðu þeir skemmtiatriði fyrir alla sem mögulega myndu berja þá augum.

Það er það sem er svo leiðinlegt og í leiðinni frábært, hvað hver tími skilur sig frá öðrum í tísku og tíðaranda.

Ég man eftir að hafa trúað því eins og prestur biblíunni að ég ætti aldrei eftir að fara úr plattaraskónum.  Þessum með uppfyllingu á sóla upp á 15 cm.  Vá hvað ég hafði rangt fyrir mér.

En aftur að vídeóinu.  Ég er búin að sjá að ég er langt á undan minni samtíð.

Ég var ekki girt fyrir ofan miðbaug, og ég var ekki með sítt að aftan.  Gæti sennilega gengið í gegnum miðbæinn í dag í átfitti umrædds árs, en fólk myndi auðvitað halda að ég væri stórbilaður utanbæjarmaðurDevil en ég var alls ekki svo slæm.  Alls ekki svo voðalega, skelfingarósköp slæm.

Var reyndar með glataðar permanettkrullur í hárinu og í stuttu pilsi upp á mið læri og alveg ógeðslega góð með þig þarna í sólinni.  En ég kem þokkalega út svona miðað við alla vegfarendur á strandlengjunni þarna um sumarið 1989.  Og svo var ég sorglega ung, ég meina miðað við hvað ég er hryllilega 19 árum eldri núna.

En á strandlengjunni þeirri arna voru reyndar bara útlendingar.  Ég held í þá trú að við Íslendingar höfum verið hipp og kúl, þá sem nú amk. miðað við höfðatölu.Halo

Afneitunin er sterkt og dásamlegt deyfilyf í öllum þrengingum.

Adjö.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Skemmtileg færsla Innlitskvitt og fæ ég að vera bloggvinkona þín?

Valgerður Sigurðardóttir, 16.6.2008 kl. 00:41

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Að sjálfsögðu.  Ertu búin að leggja inn beiðnina?  Ef svo er þá samþykki ég að sjálfsögðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 00:42

3 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Þúsund þakkir. Les oft og iðulega hjá þér færslurnar

Valgerður Sigurðardóttir, 16.6.2008 kl. 00:44

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég er í kasti. Girt upp í júnóvott.. Fær mig til að hugsa um buxur sem eru svo þröngar og vel girtar að það skiptist í miðju.. þarna niðri skiluru.

Ég er að hugsa um að koma í kaffi, sígó og kynningu á myndbandi, til þín á morgun. 

Jóna Á. Gísladóttir, 16.6.2008 kl. 00:46

5 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Ég hugsa til baka...Í hverju var ég þetta árið,,,,hvernig var dooið?

Og ég ROÐNA

Takk fyrir góðan vinkil á söguna.

Leynifélagsknús á þig með kremju

Einar Örn Einarsson, 16.6.2008 kl. 00:48

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Einar Örn: Sömuleiðis.

Jóna: Æði, ég hlakka til að sjá þig, hringdu í mig.

Valgerður: Innilega velkomin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 01:10

7 Smámynd: M

Camel toe kallast það þegar girt er uppí you know

Farin að sofa í hausinn á mér. Góða nótt

M, 16.6.2008 kl. 01:21

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ja hérna, ég kann greinilega ekki að gyrða mig!

Edda Agnarsdóttir, 16.6.2008 kl. 01:27

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

og allir voru eðlilegir á svipinn....ég kafna úr hlátri.......

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.6.2008 kl. 04:31

10 Smámynd: Hulla Dan

Þú færð mig einhvernegin alltaf til að hugsa... Klukkan er bara 8 hjá mér og ég er djúpt hugsi yfir klæðaburði mínum 1989.
Hlýt bara að hafa verið í einhverju víðu, ég var alltaf ólétt.

Þetta er ekki hollt. S.s að hugsa fyrir hádegi.

Góðan dag á þig...

Hulla Dan, 16.6.2008 kl. 06:03

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag sprelligosi

Jónína Dúadóttir, 16.6.2008 kl. 06:34

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Tek undir með Hullu Dan þetta er ekki hollt að hugsa svona með morgunsopanum. 1989!  Hvar var ég og í hverju?  Man ekki enda bara búin að drekka einn kaffibolla kemur e.t.v. með þeim þriðja.

Kveðja inn í góðan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 16.6.2008 kl. 06:38

13 Smámynd: Ester Júlía

Skemmtilegt að lesa þetta .  Fór að rifja upp uniformið mitt '89..ég var með aflitað hár og eins og það sé ekki nóg, permanett og hárið var oftar en ekki tekið upp í hliðunum með stórum kömbum (hrollur). Á vídeó tekið 89-90 þar sem að ég er í skærbláum glans SAMFESTING..sko ef ég myndi ganga um götur bæjarins í þessu átfitti þá yrði ég snarlega lögð inn á geðdeild!

Ester Júlía, 16.6.2008 kl. 06:51

14 Smámynd: Tína

Góðan daginn frábæra kona. Ekki slæm byrjun á degi hjá mér að lesa þessa færslu hjá þér. Drepfyndin að venju.

Knús í daginn og takk fyrir kvittið hjá mér

Tína, 16.6.2008 kl. 08:46

15 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Fyrir 19 árum kom ég með þáverandi kærustu mína til Íslands. Hún var frá Ítalíu en hafði lengi búið í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi og lært ljósmyndun, listasögu og hönnun. Það fyrsta sem hún spurði þegar hún barði hóp Íslendinga augum var "Why is everyone so trendy?" ("Hvers vegna eru allir hér klæddir samkvæmt nýjustu tísku?")

Nýjabrumið datt þó fljótlega af Íslendingunum þegar hún sá drykkjulætin ... 

Elías Halldór Ágústsson, 16.6.2008 kl. 10:08

16 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

hehe takk fyrir góða sögu ...1989 vá hvernig var ég þá þarf að skoða myndir til að rifja það upp ég var svo mikil strákastelpa að það hálfa hefði verið miklu meira en nóg...

Keðja inn í daginn til þín. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 16.6.2008 kl. 10:17

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir innlitið og kommentin öll.

Elías: Varðandi drykkjulætin þá máttu kíkja á nýjustu færlsuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband