Leita í fréttum mbl.is

Fyrirfram fullnæging

Ég get haft gaman af handbolta, dálítið mikið gaman meira að segja.

Og þess vegna varð ég smá fúl yfir að við komumst ekki á HM.

Ég meina Óli Stef. og hinir strákarnir eru ekkert annað en hetjur. 

En það fylgir böggull skammrifi. 

Ég hef sagt ykkur að þegar ég les bækur sem hafa spennu og rafmagnaðan endi, þ.e. þar sem tilgangurinn með bókinni lýtur þeim lögmálum að hún nær hámarki á síðustu blaðsíðunum, þá hef ég það fyrir vana að lesa endirinn um leið og ég veit hver er hvað í sögunni.  Þetta á fólk rosalega erfitt með að skilja.

Ég segi hins vegar að það sé hálf glatað að vera í rusli yfir sögupersónum að óþörfu, þá tékkar maður á því hver drepur hvern, hver elskar hvern, hver er vondur og hver góður og nýtur svo bókarinnar án hjartsláttartruflana.  En sem betur fer les ég sjaldan spennubókmenntir.

Sama lögmál er í gangi varðandi mig og handboltann.  Ég get ekki horft í beinni og slakað á þegar ég veit ekkert hver vinnur leikinn.  Þess vegna loka ég mig frammi í eldhúsi eða fer út að labba, til að fara ekki á límingunum. 

Svo er það ofmatiðDevilá sjálfri mér.  Ég held að ef ég horfi á handboltann í beinni þá komi ég prívat og persónulega í veg fyrir íslenskan sigur.

Þess vegna horfi ég á endursýningar af leikjunum, það er þá leiki þar sem við höfum farið með sigur af hólmi.  Þá nýt ég mín.  Hlæ illgirnislega þegar andstæðingurinn fer yfir, vitandi að það er skammgóður vermir.

Þetta er eins og maðurinn sem hætti að gera það vegna þess að hann var svo hræddur um að fá ekki fullnægingu.  Hann hætti öllum hvílubrögðum og lifði því afslappaður upp frá því.

Hann tók út lostann fyrirfram, eða gerði hann það ekki?  Ha?? Nei, ók, en þið vitið hvað ég meina.

Já ég veit að ég er stórkostlega biluð en hver segir að maður þurfi að vera hefðbundinn íþróttaálfur?

Ekki ég.

En núna slepp ég við allt þetta vesen.

Við sitjum heima.Wizard


mbl.is Ísland kemst ekki á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ææ aumingja Óli!

Edda Agnarsdóttir, 15.6.2008 kl. 18:58

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hann fer bara í næsta lífi!

Edda Agnarsdóttir, 15.6.2008 kl. 18:59

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er eins og það sé það eina sem hann keppir að í lífinu það er að koma Íslendingum á spjöld sögunnar með handboltanum!

Edda Agnarsdóttir, 15.6.2008 kl. 19:00

4 Smámynd: Signý

Ég held að menn á hans kaliberi séu nú ekkert í handboltanum bara for the fun of it. Svo ætti það að vera draumur hvers íþróttamanns að koma landinu sínu í sögubækurnar. Svo ég sé lítið athugavert við það að menn séu svekktir. Oft hafa þeir alveg haft möguleikana, Óli bara nokkuð oft svo það er ekki nema von að hann verði svekktur enda er hann keppnismaður...

En svo Jenný... þú ert nú alveg laus við allt þetta vesen... þú munt nú líklega koma til með að fylgjast með strákunum á ólympíuleikunum og þá væntanlega horfa á endursýningar á sigurleikjum þeirra... hehehehe mér finnst það alveg frábært... horfa bara þegar maður veit hvernig hlutirnir enda... þú ert alveg kostuleg!

Signý, 15.6.2008 kl. 19:05

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég spái bara alls ekkert í boltaíþróttir, mér er bara tilkynnt úrslit og svoleiðis án þess að ég falist eftir því og segi bara já,já. nægir að hafa einn boltasjúkling á heimilinu

Huld S. Ringsted, 15.6.2008 kl. 20:45

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ólympíuleikarnir eru alla vega skárri en ekkert!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.6.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband