Leita í fréttum mbl.is

Hjá hverjum vinnur maðurinn?

Ég horfði eins og venjulega á hádegisfréttir.  Og svo horfði ég á fréttirnar um markaðsmál.

Stundum held ég að ég sé stödd á hallærislegri leiksýningu þar sem enginn hefur lært sínar replikkur.  Bara mótleikarans.

Ég var að velta því fyrir mér hvort Geir Hilmar Haarde, forsætisráðherra sé búinn að gleyma því hver réði hann í vinnu.  Hvort hann telji sig ekki þurfa að svara spurningum fréttamanna sem leitast við að gefa þjóðinni þau svör sem hana þyrstir eftir að fá upplýsingar um.

Kannski er ég að misskilja eitthvað og kannski er dónaskapur fólginn í því að spyrja stjórnmálamenn erfiðra spurninga.

Ef svo vill til þá á Sindri markaðsfréttamaður að skammast sín.  Jeræt.

Sumir þurfa að skerpa hjá sér kurteisi og leikni í mannlegum samskiptum og sá heitir ekki Sindri.

Súmí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mér sýnist að það hafi komið flatt upp á Geir að mæta þarna fréttamanninum. Hann (Sindri) var ekki dónalegur á þessu myndbroti en mér fannst svolítið dónó af ráðherranum að loka dyrunum á hann.  

Ég vissi hreinlega ekki að fréttamenn þyrftu að panta viðtöl.. en ég er heldur ekki sérfræðingur í svona málum.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.6.2008 kl. 16:52

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ráðamenn þjóðarinnar eiga að vera viðbúnir því þegar þeir eru að lóna við vinnustaðinn sinn að fréttamenn inni þá eftir svörum.

Þetta er í þriðja skiptið á frekar stuttum tíma sem ég sé Geir vera ansi dónalegan og pirraðan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2008 kl. 16:54

3 Smámynd: Heidi Strand

Framsóknarráðherra hafði kannski farið í mál við Sindra.

Heidi Strand, 13.6.2008 kl. 16:56

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heidi: Aldrei að vita.  Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2008 kl. 16:57

5 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Ég sá þetta líka og sá ekkert að því sem Sindri sagði minntist á þetta í mínu bloggi en kann ekki að linka af vísi þannig að sagði að það værir hægt að skoða þetta þarna,mér finnst að Geir eigi að sína af sér meiri kurteisi en þetta....

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 13.6.2008 kl. 17:00

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég fjallaði um svipað mál í pistli í mars, sjá hér. Þá kom sami ráðherra við sögu.

Hvor er dóninn þar - Geir eða fréttamaðurinn?

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.6.2008 kl. 18:19

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

heyrðu, ég held hann vinni hjá einhverri ferðaskrifstofu. man samt ekki hvað hún heitir.

Brjánn Guðjónsson, 13.6.2008 kl. 19:01

8 identicon

Kurteysi kostar ekkert. 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 19:17

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lára Hanna: Þetta var einmitt eitt af þeim skiptum sem mér varð hugsað til.

Brjánn: Ferðaskrifstofan "Around the wirld in your own privet jed payed by the masses".  Hehe.

Hallgerður: Honum er ekki vandara um en öðrum.  Það er álag á öllum þessa dagana.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2008 kl. 19:21

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

alveg rétt. það var heitið

Brjánn Guðjónsson, 13.6.2008 kl. 19:24

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

world átti að standa þarna Brjánn minn.  Hehe, ég sit fram í eldhúsi með lappa húsbands til að þurfa ekki að heyra kliðinn frá helv... fótboltanum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2008 kl. 19:29

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

En nú er skemmtilegasta liðið að leika - það eru Hollendingar þeir verða Evrópumeistarar í ár!

Ég er nú ekki búin að skoða linkinn með dónaskapnum, en sá í dag um hádegið að konurnar í leikfiminni voru eikkað miður sín og þær sögðu mér að Geir hefði verið eikkað meir en lítið pirraður!

Edda Agnarsdóttir, 13.6.2008 kl. 19:45

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég sá þetta þegar ég kom heim og mér finnst Geir alveg mega vanda sig betur! Það hafa flestir að ég held áhyggjur af þróun mála og íslensk heimili eru mörg hver ekki vel sett í þessu ástandi! Geiri gleðigaur má alveg segja nokkur góð hughreystingarorð....það þarf ekki að vera langorð ræða....bara svara!!

Góða helgi og áfram Holland !

Sunna Dóra Möller, 13.6.2008 kl. 20:05

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

"Fílabeinsturninn" getur farið virkilega illa með menn.  Þeir sem þar eru gleyma því stundum að "pöpullinn" fyrir utan á rétt á svörum.

Sigrún Jónsdóttir, 13.6.2008 kl. 20:13

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nýfasismi...?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.6.2008 kl. 21:48

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guðmundur: Út að leika.

Það væri ekki verra að fá að heyra eitthvað frá ráðherranum.  Tímarnir eru ekki stabilir svo ekki sé nú dýpra í árina tekið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2008 kl. 22:45

17 Smámynd: Arnar Hólm Ármannsson

hmm já þið segið það, er ekki kominn tími á marga þessa kalla bara?? eru menn ekki að pirrast yfir mörgu vegna þess að þeir ráða ekki við það sem þeir gera, spurning um að skella sér í heyskap og hugsa málið

Arnar Hólm Ármannsson, 13.6.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2987288

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.