Leita í fréttum mbl.is

Samúð mín er núll

Ég bloggaði svo sannarlega um ríkisborgaramálið á sínum tíma enda alveg með ólíkindum hvernig það mál var allt saman í laginu.

Stúlkan fékk ríkisborgararétt á methraða sem á sér aðeins hliðstæður í undantekningartilvikum.

Fyrirgefið en ég er ekki enn farin að kyngja því að í 63 manna vinnuhóp, viti fólk ekkert hvert um annað.  Að allsherjarnefndin hafi ekki haft hugmynd um hverra manna þessi stúlka var.  Er verið að fíflast í manni?

Amk. hefur ekkert komið fram sem segir mér að þessi umsókn hafi fengið eðlilega meðhöndlun.

En ef það er kominn svona fínn hraði á vinnubrögðin í málaflokknum þá geta minni spámenn glaðst og fagnað.

Og þessi málaferli.  Hvað getur maður sagt? 

Eins og þetta horfir við mér er forréttindafólk að fara í mál vegna þess að það er verulega móðgað yfir að Kastljós hafi tekið að sér að kanna mál sem almenningur á rétt á að fræðast um.

Samúð mín er því engin.

Ég hlýt að vera vond kona.  Nei annars það er eitthvað að öðrum en mér.

Ég ætla rétt að vona að almenningur (gegnum RÚV) þurfi ekki að greiða fyrir upplýsingarnar í formi skaðabóta.

Allir í v.....


mbl.is Krefjast miskabóta upp á 3,5 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er dýrt að vera í námi.Kasta mér með hinum í vegg og skelli fast á eftir mér. Orðið HROKI er kominn í nýjan flokk hjá mér.Ný hlið á hroka byrtist í þessum málaferlum.Og hefur manni nú sárnað í gegnum tíðina án þess að fara í mál.Fróðlegt að vita hvort það er GJAFSÓKN.Í gjafsókn má maður EKKI HAFA MEIRA EN 130 þús á mán.Kastljós ætti að skoða þann flöt hehhehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 11:24

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Var "flýtimeðferðin" á þessum ríkisborgararétti ekki nóg. -  Stúlkan þurfti námslán. -  Hún fékk námslán, svo sem ætlunin var, með þessum látum við að fá Íslenskan ríkisborgararétt. - Hvað vilja þau meira?  -

Eru þau að fara að gifta sig? -   Það er dýrt að fljúga til Kína núna.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.6.2008 kl. 11:46

3 identicon

Ég er sammála ykkur varðandi það að veiting þessa ríkisborgararéttar var ekki samkvæmt almennum verklagsreglum.  En um það snýst þessi heimild sem löggjafinn hefur haldið handa sjálfum sér til að gefa þeim, sem ekki uppfylla skilyrði, samt sem áður íslenskan ríkisborgararétt.   Þetta hefur margsinnis verið gert, einkum til að styrkja landslið Íslands í tilteknum íþróttagreinum.  En það er að mínu mati rangt.

Hitt er annað mál að veiting þessa ríkisborgararéttar var framkvæmd af Alþingi, án mótatkvæða og án umræðu.  Ákvörðunin er því á ábyrgð Alþingis og alþingismanna.  Hún er ekki á ábyrgð þáverandi umhverfisráðherra enda staðfest af öllum sem komu nærri ákvörðuninni að þáverandi umhverfisráðherra hafi ekkert beitt sér í málinu. 

Hvað varðar blessaða stúlkuna þá var hún ekki opinber persóna og hafði ekkert gert til að setja sjálfa sig í kastljós opinberrar umræðu.  Hún hafði aðeins sótt um íslenskan ríkisborgararétt líkt og tugir eða hundruð annarra einstaklinga.  Henni er því nokkur vorkunn enda var hún ranglega tengd við einhverskonar spillingarmál sem Kastljós hélt áfram ásökunum um þótt þeir vissu hvernig málum hafði verið háttað.  Gegn betri vitund héldu þeir áfram að hamast á þáverandi umhverfisráðherra og stúlkan dróst inn í þá aðför.

Ég hefði kosið að ríkisfjölmiðillinn hefði vandað sig betur við þennan svokallaða "fréttaflutning".  Hvort stúlkan á rétt á bótum og hve miklum, verða dómstólar að ákveða.  Ég ætla ekki að gera það enda hef ég ekki forsendur til að meta andlegar þjáningar annarra.  Ég er ekki viss um að höfundur upphafspistils hafi heldur slíkt innsæi.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 11:48

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hreiðar: Ég er sammála, umræðan er auðvitað um þessi vægast sagt undarlegu vinnubrögð alþingismanna.

En með þessum málaferlum er erfitt að fjalla um málið án þess að beina því að fólkinu sem stendur í málarekstrinum.

LG: Furðulegt mál.

Birna: Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2008 kl. 11:59

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég hef enga samúð með parinu og reyndar fáránlegt að fara í mál útaf þessu. Þetta land okkar er að verða eins og litla Ameríka, allir í mál við alla....................................... ég er farin að finna einhvern til að fara í mál við (og fá gjafsókn því ég er atvinnulaus eins og er)

Huld S. Ringsted, 13.6.2008 kl. 12:09

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ekki hef ég samúð með þeim. Mér finnst þetta alveg út í hróa hött.Svo eru aðrir sem bíða kannski í mörg ár mér finnst þetta allt furðulegt mál.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.6.2008 kl. 12:23

7 identicon

Hef talsverða samúð með þeim.  Skoðaði vel málsatvik á sínum tíma og aldrei var neitt sannað þó svo málið hafi verið "loðið".  Þau verðskulda ekki þessa rosalegu aðför og skil ég vel málaferlin enda mikilvægt að ríkisfjölmiðill beri ábyrgð á rógburði og óvönduðum vinnubrögðum

Hallur (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 12:44

8 Smámynd: halkatla

hvaða aðför Hallur? þú hefur greinilega ekkert kynnt þér málið þetta par er Íslandi til einskis gagns og bara skammar. Orðspor er meira virði en skitnar 3.5 milljónir í nútíma efnahagsástandi. Svona gerir siðað fólk einfaldlega ekki og ég gvorkenni þeim satt að segja, því þau eru virkilega aumkunarverð! Fólk á eftir að muna þetta lengi lengi, kannski kemst heimska þeirra og siðblinda í annála...

halkatla, 13.6.2008 kl. 13:09

9 Smámynd: Neddi

Málið er bara að "aðförin" beindist ekki að parinu heldur Jónínu og alsherjarnefndinni. Það hafði enginn neitt slæmt um blessaða stúlkuna að segja, hvorki Kastljósið né aðrir.

Neddi, 13.6.2008 kl. 13:11

10 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 13.6.2008 kl. 14:18

11 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Það er ekki sama Jón eða séra Jón!

Hef aldrei keypt það að hér hafi verið eðlileg vinnibrögð í gangi.

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 13.6.2008 kl. 14:33

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Siðleysi sums fólks þekkir engin landamæri. Í sumum löndum þurfa flóttamenn að borga 3,5 milljónir aðeins til þess eins að fá far til siðmenntaðra landa, sem svo lætur það bíða í óvissu í áraraðir um hvort það fær búseturétt.

Hér er svo einhver lúxusinnflytjandi  að krefjast peninga vegna þess að þjóðin hváði. Ekki var nein furða.

Fyrirgreiðslan í þessu máli var glæpsamleg, og það verður að krefjast rannsóknar á því hvernig þessi kona fékk það sem áður var engum öðrum mögulegt en rugluðum skáksnillingi, sem nú hristist undir grænni torfu í Ölfussinu. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.6.2008 kl. 15:55

13 Smámynd: María Guðmundsdóttir

djøfuls rugl finnst mér thetta, hefdi nú bara legid lágt eftir thennan skandal sem vard thegar henni var veittur ríkisborgararétturinn kviss bamm búmm..og af thvi var fjallad um thad i kastljósi thá á ad fá skadabætur!! nei fari thad nordur og nidur bara  madur á ad hafa vit á hvenær á ad halda kj...

María Guðmundsdóttir, 13.6.2008 kl. 16:02

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er auðvitað engin aðför í gangi að þessu fólki.  

Takk fyrir innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2008 kl. 16:44

15 identicon

Þessi umræða á nú töluvert meira skylt við siðleysi en málarekstur fjölskyldu Jónínu Bjartmarz.

Ef það er eitthvað athugavert í þessu máli þá ætti gagnrýnin að beinast að Guðrúnu Ögmundsdóttur, Bjarna Ben og Guðjón Ólafi. Það voru þau sem unnu úr umsóknunum. Ekki Jónína Bjartmarz. Auk þess var hún ekki í neinni stöðu til að hafa áhrif á þau frekar en næsti maður (hún var  t.d. ekki yfirmaður þeirra).

Þá gerði Lucia sig ekki seka um annað en að sækja um ríkisborgararétt.

 Ég held að málið snúist dáldið um þetta, þe. þessi fjölskylda gerði sig ekki seka um nokkurn skapaðan hlut en fékk samt sem áður mjög harða umfjöllun rétt fyrir kosningar. Lucia og Jónína voru gerða tortryggilegar án þess að Kastljós hefði nokkuð fyrir sér. Þær vilja meina að það hafi svo skaðað hag þeirra á einhvern hátt. Þið sem sjáið eitthvað athugavert að þessi fjölskylda leiti réttar síns, sérstaklega í ljósi meiðyrðamála Bubba Morteins og nú síðast Ásgeirs Goldfinger, látið stjórnast af einhverju allt öðru en sanngjörnu mati á staðreyndum málsins.

Kastljósið hafði ekkert fyrir sér í umfjöllun sinni. Ef svo hefði verið ætti gagnrýnin að beinast að Allsherjarnefnd en ekki Jónínu Bjartmarz. Þó það sé vissulega huganlegt að hún hafi beitt þau einhvers konar þrýsting þá er í sjálfu sér ekkert sérstaklega athugavert við það. Allar nefndir Alþingis verða fyrir þrýstingi, m.a. frá hagsmunaaðilum. Við eigum samt að treysta því að það hafi ekki áhrif á ákvarðanatöku.

 Flýtimeðferðina svokölluðu get ég ekki útskýrt. En það þýðir ekki að þá hljóti að vera eitthvað rotið í Danaveldi. Með öðrum orðum, geta fjölmargar ástæður verið fyrir henni.

 P.S. Það veldur ómældri ógleði að sjá íslenska bómullarhnoðra sem verða aldrei vitni að alvöru fátækt og mannréttindarbrotum nema í gegnum flatskjáinn, kalla stelpu frá Gvatemala forréttindastúlku.

Sveinn (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband