Leita í fréttum mbl.is

Helvítis fótboltinn

c_documents_and_settings_hp_owner_my_documents_my_pictures_22_189417 

Borarinn er farinn að lúlla.  Eða hvíla á sér borputtana.  Allavega þá er allt með kyrrum kjörum hér á átakasvæðinu.

En það er vandlifað þessa dagana.  Fótboltinn er að gera mér erfitt fyrir og fokka upp mínu eðal lífsmynstri sem ég hef með elju og samviskusemi unnið að því að koma mér upp eftir að stelpurnar mínar fluttu að heiman.  Það hefur tekið tímann sinn.

Ég vil fá að hafa hlutina eftir mínu höfði, einkum og sér í lagi í ákveðnum grundvallaratriðum.

Ég vil t.d. að fréttir séu á réttum tíma.  Hvernig stendur á að boltaleikur hefur forgang yfir fréttir?

Jájá, ég veit að ca. helmingur þjóðarinnar og gott betur hangir yfir þessu og fílar í tætlur.

En kommon, hverslags dekur er þetta við þessa íþróttagrein?

Í mörg ár hef ég reynt að venjast og jafnvel láta mér líka við fótbolta.  Þar sem nokkrir af mínum fjölmörgu eignmönnum hafa haft sameiginlegan áhuga á þessu fyrirbæri.

En ekkert gengur.  Ég veit fá leiðinlegri bakgrunnshljóð en kliðinn frá fótboltaleik.   Skilur einhver maður hvað þetta lið er að söngla á bekkjunum?  Ég hef aldrei náð því en mikið rosalega urlast ég upp.

Þannig að þessa dagana er ég í sorg.  Ekkert Kastljós, Engar sjöfréttir. 

Lífi mínu eins og ég þekki það hefur verið fokkað upp.

Ef hávaðinn frá borhelvítinu suðar ekki í eyrum mér þá gerir kliðurinn frá fótboltanum það og ef ég myndi slökkva á fótboltanum þá yrði annars konar kliður sem myndi skella á hlustum mínum og hann kæmi frá húsbandi.

Ég legg ekki meira á ykkur.


mbl.is Van Basten er með báða fætur á jörðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Sammála þér... þoli EKKI helv.... boltann.

Hvað fá slatti af hálfnöktum karlmönnum út úr því að hlaupa á eftir tuðru ?? Hef ALDREI skilið þetta.

gúdd næt

Linda litla, 13.6.2008 kl. 00:08

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þetta er hið besta fjas hjá þér. líttu á björtu hliðarnar. nú geturðu fjasað almennilega áfram, í marga marga daga

Brjánn Guðjónsson, 13.6.2008 kl. 00:15

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég þoli þetta ágætlega en mér finnst þetta algjör dónaskapur við greiðendur að hella þessu yfir alla á þeim tíma sem flestir horfa á sjónvarpið - þetta á að vera á aukarás!

Mamma mín finnur mjög fyrir þessu horfir ekki á boltann og hefur ekkert annað - jú skjá einn, en það er lítil bót á þessum tíma!

Edda Agnarsdóttir, 13.6.2008 kl. 00:17

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, ég elska RÚV fyrir þetta en fyndist samt frábært að hafa aukastöð fyrir boltann, þá væru allir ánægðir!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.6.2008 kl. 00:21

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég endutek enn & aftur sem einn fínn gæsarsteggur, & hef sagt þetta áður í hávaða & hljóði, jafnvel ritað áður um.

Því meira sem að þú skrifar um fótboltafælnina þína & umburðarlyndisskortinn, því meira þykir mér vænt um razz minnar konu & hennar ryksugandi fíkn á besta útsendíngartíma á stórmótum, fyrir framan sjónvörp.

Hún er líka búin að endursængurfatasetja í gestaherberginu fyrir Vilberginn.  Þú máske 'emil-maurar' á okkur áætlaðann lendíngartíma F-50 flugsins á ~agureiryzflögvelli'.

Djúpt, nei...

Mannréttindi.

~Gæzkan~

Steingrímur Helgason, 13.6.2008 kl. 00:59

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu að ég held bara að það sé hávær minnihluti sem er svona boltasinnaður.  Ég og minn maður til dæmis, myndum ALDREI setjast niður til að horfa á fótbolta, og hann er verri en ég, hann slekkur á útvarpinu um leið og sagðar eru íþróttafréttir ÉG er antisportisti segir hann og hlær.  Knús á þig inn í nóttina Jenný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2008 kl. 01:05

7 identicon

það eru fréttir á réttum tíma á stöð2 og svo á gufunni. Það er alveg nóg að það sé allt á réttum tíma.

Verður bara að sætta þig við það að fótboltinn sigrar allt :P

Rúnar (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 01:27

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég horfi á boltann, mamma horfði á boltann, mér finnst þetta bara gaman... EN ég hef samt mikla samúð með þeim sem horfa ekki á fótbolta og vilja sínar fréttir og Kastljós og engar refjar!

Hér er athyglisverð athugasemd um skoðanakönnun sem gerð var á EM 2004 og túlkun hennar.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.6.2008 kl. 01:31

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Segi það með þér, skil ekki þetta umburðarlyndi í garð fótbolta... en þar er víst áhorfið

Jónína Dúadóttir, 13.6.2008 kl. 06:58

10 Smámynd: Tína

Ég er sammála Gurrí að fótboltinn mætti vera á aukastöð. Ætti það varla að vera mikið mál, án þess að ég viti nokkuð um það þó.

Tína, 13.6.2008 kl. 08:53

11 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þú átt samúð mína alla Jenný

Steinn Hafliðason, 13.6.2008 kl. 10:05

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steinn: Takk fyrir.  Hehe.

Tína: Auðvitað á boltinn að vera á annarri stöð.

Hallgerður: Ég öfunda þig af því að geta hoppað upp í bát og siglt frá þessu máli.

Jónína: Umburðarlyndið er algjört.

Rúnar: Ég er eiginlega búin að sætta mig við þetta enda eins gott, annars þyrfti að setja mig í þar til gerða treyju.

Lára Hanna: Ég elska að lesa málbeinið.  Takk fyrir að minna mig á hann, hef ekki kíkt lengi. 

Ásthildur: Sumir eru heppnir með menn.  Ég segi ekki meir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2008 kl. 10:14

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steingrímur: Ég sendi hann með kaffivélinni

Gurrí: Execly my point.

Edda: Ég var einmitt að pæla í gamla fólkinu sem margt er ekki með Stöð 2 til að redda sér.

Brjánn: Auðvitað er ég búin að koma auga á möguleikana á bloggum sem þetta mun gefa mér.  Hehe.

Linda: Segðu, þeir eltast við boltann til þess eins að sparka hinum frá sér aftur.  Bilun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2008 kl. 10:17

14 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Jenný, ekki að það eigi að gefast upp, kannski, en fréttir og Spegill eru alltaf á sínum stað á rás 1 - langbestu fréttirnar og fréttaskýringaþátturinn ;)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.6.2008 kl. 10:53

15 Smámynd: Andrea

Horfðu á lærin kona!!! Ég ELSKA fótbolta-----læri

Andrea, 13.6.2008 kl. 11:03

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hildigunnur: Fer í útvarpið en ekki taka frá mér tuðmöguleikann.

Andrea: Lærinn og ra... koma sterk inn.  Ég segi það satt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2008 kl. 11:22

17 identicon

Skrýtið að eftir að skrúfað hefur verið niður í nánast öllu sem getur kallast beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum á RÚV að þeim skuli þá dirfast að sýna frá Evrópumótinu í fótbolta. Ég er líka greiðandi að þessari stöð og ég tilheyri þeim sem horfi á alla leikina. Þetta er það eina sem ég get hugsað mér að horfa á á þessari stöð og það kemur á fjögurra ára fresti.

Varðandi það að búa til sér rás fyrir íþróttir. Væri ekki nær að gera sér rás fyrir  Fréttir, veðurfréttir,Kastljós, Kiljuna og hvað þeir heita allir þessi menningarþættir. Hvað haldiði að það séu margir sem horfa á Kiljuna sem dæmi? Nú eða Kastljós? Það er meira áhorf á EM í fótbolta heldur enn nokkurn tímann Kastljós eða Kiljuna eða hvað það er sem þið eruð að tala um. Eina sem skákar EM í fótbolta í áhorfi eru fréttir og spaugstofan.

takk fyrir mig og skemmtið ykkur yfir stórleikjum dagsins. 

Pétur (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 12:33

18 identicon

Og þú þarna Linda Litla sem svarar öllum eða bloggar um allan óbjóðinn á Fólk hér á mbl.is. Þar kemur fyrir að maður lesi athugasemdir frá fólki sem er að finna að því að mbl.is sé með fréttaflutning af Paris, Britney og þeim öllum. Þú verð þig með því þá að þú hafir áhuga á því og hefur þá augljóslega ekki gaman af svoleiðis aðfinnslum og þess vegna er bara fyndið að þú getir sjálf laggst á það plan og sannað það fyrir okkur hinum að þú ert hræsnari grýtandi grjóti úr glerhúsi.

Pétur (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 12:39

19 Smámynd: krossgata

Eins og talað úr mínu hjarta.

krossgata, 13.6.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2987284

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband