Miðvikudagur, 11. júní 2008
"The silent treatment"
Á hverjum degi reyni ég eftir bestu getu að takast á við brestina mín, sem eru ekki fáir. Ég held að ég geti lofað því.
Bara svona á meðan ég hamast á lyklaborðinu þá koma þeir á færibandi.
Fljótfærnin er að drepa mig.
Ég bregst við með tilfinningum oftast nær og hendist því veggja á milli í brímandi brjálæði.
Ég er hvatvís (er reyndar ekkert að flýta mér að vinna í því máli, kann vel við að vera smá óútreiknanleg).
Það fýkur í mig, ég fuðra upp en að því loknu þá drattast ég í að gera hreint fyrir mínum dyrum.
Og svo er það mannamunurinn sem ég á til að gera mér, en ég fer ekki út í það nánar, enda ekkert til að skreyta með.
Æi ég hætti að telja, þetta nær ekki neinni einustu átt, og ég sem var rétt að byrja á listanum.
Og þá að efninu.
Fyrst ég og svo þú.
Málið er að ég er nokkurn veginn með það á hreinu hvað má betur fara í mínu fari. Kannski pínlega mikið með það á hreinu. Nóg um það.
Ég er vaxin upp úr því (sem betur fer og það er EKKI langt síðan), að láta skoðanir fólks fara mikið fyrir brjóstið á mér og ég tek því ekki persónulega nema á vondum degi (Jónsí mín love u).
En ég þekki fólk, fólk sem fer í fýlu stundum og hefur ekki fyrir því að tilkynna manni ef því mislíkar eitthvað sem maður hefur sagt, gert, skrifað eða jafnvel hugsað, svei mér þá.
Og svo situr viðkomandi í öflugri vonsku út í mann og maður hefur ekki grænan en finnur samt að eitthvað er að.
Og maður spyr kannski (fullur bjartsýni) hvort eitthvað sé að.
Svar með nef upp í loft: Nei, af hverju heldurðu það?
Æi þú ert eitthvað svo ólík/ólíkur sjáfum þér, hélt kannski að ég hafi eitthvað troðið þér um tær.
Svar frá fýlupoka sem reigir háls í nítíugráður afturábak: Nei, ég er bara þreytt/ur, upptekin/n, ósofin/n og svo framvegis.
Af hverju er ég að blogga um þetta?
Ætli það sé ekki vegna þess að mér finnst erfiðast í heimi að eiga við fýlupoka. Að geta ekki tekið deilumál eða það sem í milli ber og rætt það út.
Ekki að ég sé eitthvað að fara á límingunum, það er bara of mikið af fólki í að refsa hinum og þessum með þagnartrítmentinu.
Og mér finnst það svo helvíti leiðinlegt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vefurinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
.....og svo skilar það engu!! Fólk er jafnvel bara fegið að sleppa með þannig treatment!
Hrönn Sigurðardóttir, 11.6.2008 kl. 12:41
Þá er eins gott að gera strax grein fyrir lestri pistils, ég er hinsvegar bæði þreytt -uppgefin-ósofin en það er meira mitt vandamál en þitt mín kæra.
Kær kveðja inn í þennan fallega dag
Ragnheiður , 11.6.2008 kl. 12:41
ó ó ó ég gleymdi að segja upptekin hehe
Ragnheiður , 11.6.2008 kl. 12:42
Játning - er smá fýlupúki
Lagast með árunum, en þá tók sonurinn við. Genetískt ???
M, 11.6.2008 kl. 12:50
já ég get tekið undir það að mér leiðist fátt meira en takkaýtingar frá öðrum......og það að fullorðið fólk skuli eins og smábörn reyna stjórna umhverfi sínu með fýlu.....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.6.2008 kl. 12:54
Pabbi þagði altaf í ca 5 daga ef við systurnar gerðum eitthvað sem honum mislíkaði... t.d fiktuðum við að reykja, stálum bruggi eða lugum... Þetta er versta meðferð sem ég veit um og svínvirkar.
Ég a.m.k gerði allt sem í mínu valdi stóð til að hafa hann pabba minn glaðan
Pabbi þegir samt ekki því að hann er fúlupúki, heldur af því að honum sárnar svoooo. Hann er mjög spes hann pabbi minn.
Hulla Dan, 11.6.2008 kl. 12:56
Búkolla: Sammála þér, og reyndar er ég ekkert að láta þetta trufla mig neitt sérstaklega en þetta mynstur að segja ekki neitt, truflar oft annars fín samskipti við fólk.
Hörður: Við gerum eins vel og við getum.
Gaman ef bloggið mitt fær þig til að brosa, hehemm.
Hallgerður: Húmorinn er lífsnauðsyn, það er einfalt mál.
Hulla: Þetta er ekki ásættanleg hegðun finnst mér. Ég gæti ekki fúnkerað innan um fólk sem þegir í fleiri daga.
Krumma: Takkaýtingar; ARG
M: Genetískt? Kannski. Endurtekning á hegðun, ansi líklegt þykir mér.
Ragga: Hvíla sig, hættulegt að vera vansvefta og vinna eins og mófó.
Hrönn: Nákvæmlega, skilar engu en veldur hellings spennu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 13:40
úff hvad ég er sammála...tholi EKKI fólk sem getur ekki haft thann háttinn á ad segja manni ef madur hefur stígid á tærnar á thvi á einn eda annan hátt en er svo med snúd vid mann lon og don....madur lagar vist ekki thad sem madur veit ekki ad er bilad eda hvad..? eigdu gódan dag
María Guðmundsdóttir, 11.6.2008 kl. 13:42
Ég er ekki fýlupoki og ég hef góðan húmor af sumu.
Kristín Katla Árnadóttir, 11.6.2008 kl. 13:56
Ég er ekki fýlupúki. Það er alla vega nokkuð ljóst. En ég er búin að vera ansi uppstökk og pirruð síðustu daga, veit ekki alveg hvað er að hrjá mig, er yfirleitt mjög geðgóð, þolinmóð og alltaf í góðu skapi.
En svona er lífið, ég hef lært að af þér Jenný mín að ef að eitthvað er að þá....... skokka ég bara á vegg
Linda litla, 11.6.2008 kl. 14:08
Kæra Jenný. Af því ég þekki þig bara af skrifum þínum, þá er ég kannski ekki fær um að dæma, en mér finnst þú vera ansi jákvæð persóna. Það mundi náttúrulega ekki hafa komið í ljós nema af því að það er hægt að bera þig saman við fýlupokana :) Guði sé lof fyrir þá!
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.6.2008 kl. 14:29
Guðrún B. (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 14:57
Ég þekki þetta allt saman.Hef haft óþarflega mikið af sumu en það er að minnka eða afneitunin betri.En ég þekki marga sem eru mjög gallaðir að mínu mati .Á leiðinlegum degi ,en eru skárri á góðum degi
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 16:01
Birna: Við reynum okkar besta. Fíflunum hefur fækkað stórlega hin síðustu ár og eru nú í sögulegu lágmarki. Guði sé lof. En ég á mína daga.
Guðrún: Hjarta á þig líka.
Svanur: Takk fyrir þetta. Við eigum öll okkar móment.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 19:55
Hvað þú hittir naglann alltaf á höfuðið, kona! Ég var sko einu sinni svona fýlupúki og beitti miskunnarlaust "the silent treatment" - þvílíkur bjáni. En nú hef ég sem betur fer þroskast og áttað mig á því að ef einhver fer í taugarnar á mér, þá er það mitt vandamál og mitt að breyta því hjá sjálfri mér. Og mér líður svo miklu betur
Aðalheiður Haraldsdóttir, 11.6.2008 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.