Mánudagur, 9. júní 2008
Sultufyllerí - hikk
Maður á ekki að hafa rangt við, ég veit það en stundum reyni ég að fara á bak við sjálfa mig og ég lendi alltaf illa í því.
Í kvöld t.d. var ég að fá mér ristað brauð og te, sem í þessu tilfelli er gjörsamlega í frásögur færandi. Hvað um það, ég stalst til að setja smá sólberjasultu á brauðið mitt, sem er engan veginn sniðugt af því ég er sykursjúk. Sko, sykursjúkur alki (óvirkur sem betur fer), er eiginlega ekki stærsti vinningurinn í happadrættinu. Samt er ég ógeðslega ánægð með mína úthlutun. Dæs.
En aftur að sultunni. Eftir að ég varð edrú ákvað ég að borða ekki mat sem innihéldi áfengi. Málið var einfalt, ég borða auðvitað ekki brennivín, frekar en að ég drekk það. Nónó fyrir mig. Auðvitað er vín í mat yfirleitt ekki áfengt, vegna þess að maturinn er eldaður og allt ojabjakkið gufað upp.
Þetta er meira svona prinsippmál fyrir mig. Áfengi er jafnmikið eitur fyrir mig eins og arsenikk er fyrir rottur. Munurinn á mér og þeim er að ég hef tekið upplýsta ákvörðun um að neyta ekki áfengis, rotturnar slysast á helvítis arsenikkið, aftur og aftur.
Eitthvað fannst mér sultan undarleg á bragðið og ég kíkti á krukkuna. "Sólberjasulta með Jamaica Rommi" stóð á friggings miðanum. Þar fór það í vaskinn. Og ég er að drepast úr hungri.
Og þá mundi ég aftur eftir áfengissultunni sem amma mín bjó til hérna í denn. Óvart auðvitað. Eitthvað hafði rabbarbarasultan fengið ranga meðhöndlun því hún gerjaðist og ég og Greta systir komust í viðkomandi sykurleðju og úðuðum í okkur. Þessi sulta hefur sögulegt gildi og verður skráð í annála okkar systra, því það eru ekki margir sem hafa farið á ærlegt sultufyllerí og það í frumbernsku. Ha???
Segið svo að maður sé ekki hokinn af reynslu frá blautu barnsbeini.
Farin að lúlla og það gaula í mér garnirnar.
Ég er reyndar að ljúga þessu með garnagaulið, hér er fullt hús matar, en ég hef þennan tendens, ræð ekki við hann, ég verð að búa til dramatík úr öllu, smáu sem stóru.
En þetta var alkablogg í boði Sultugerðar Reykjavíkur.
Nigthy, nigthy!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Snúra | Breytt s.d. kl. 00:27 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 2986901
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þú ert mín uppáhalds dramaqueen, lífið er miklu skemmtilegra í svona mörgum litum eins og þú notar.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 00:26
Vóvóvó, þetta líkar mér, búa til drama úr öllu mögulegu og ómögulegu, gefa lífinu lit, í gráma hversdagsins. - Þannig á það að vera. - Svo er það Kúpa !
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.6.2008 kl. 01:09
ég á alveg eftir að detta í'ða með sultu. prófa það kannski í ellinni.
en þetta með að eiga fullt hús matar og samt vera svangur...ég keypti kartöfluflögur handa okkur sælkerunum, feðginunum, í gær og við ekki enn farin að smakka á gómsætinu
það verður líklega ekki úr þessu, enda gullmolinn sofnaður og fer heim í móðurhús á morgun. ég neyðist líklega til að sporðrenna góðgætinu aleinn
Brjánn Guðjónsson, 9.6.2008 kl. 01:55
Innlitskvitt á sólberjaalkan
Hulla Dan, 9.6.2008 kl. 06:33
Daginn sultustelpa
Hrönn Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 07:19
Man eftir eldri bræðrum mínum flissandi vegna "leyndarmáls" sem þeir höfðu komist að um berjasaftina hennar mömmu. En svo komst allt upp, þegar tapparnir skutu sér leið í gegnum búrskápinn.
Sigrún Jónsdóttir, 9.6.2008 kl. 09:32
hahaha þetta eru nú meiri sultusögurnar. Og sultarsögurnar hehe. Asninn þinn
Jóna Á. Gísladóttir, 9.6.2008 kl. 09:57
Ég hef einu sinni reynt að brugga krækiberjavín. Sú saga verður ekki sögð opinberlega fyrr en í jarðarförinni minni.
Steingerður Steinarsdóttir, 9.6.2008 kl. 10:02
Einhver búkona sagði mér að setja alltaf koníak á smjörpappír og setja efst í sultukrukkuna til að hún myglaði síður. Hef að vísu ekki sultað né soltið í þúsund ár. Ég er enn í sjálfskipuðu sykurbindindi þannig að ég væri eflaust fyrirmyndarsykursýkissjúklingur ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.6.2008 kl. 10:27
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 10:47
Sólberjasulta og hlaup er mitt uppáhald sultutau, ekkert jafnast á við sólberjasultuna hennar tengdamóður minnar í sveitinni.
Sólberjasultan þín gæti orðið varhugaverð með Rommý nema þá til að sulta sjálfan sig!
Edda Agnarsdóttir, 9.6.2008 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.