Leita í fréttum mbl.is

Siðblindir níðingar

Nú hefur  grunaði barnaníðingurinn sem virðist vera sá stórtækasti í misnotkun á börnum, sem vitað er um hér á landi, játað brot sín, að einhverju leyti.

"Háskólakennarinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um gróf kynferðisbrot gegn alls níu börnum hefur játað hluta brotanna. Hann segist iðrast gjörða sinna og vonast til að geta beðið konu sína og dætur afsökunar.

"Hann telur sig saklausan að stórum hluta en hefur játað eitthvað af þeim brotum sem snúa að fjölskyldu sinni," hefur Oddgeir Einarsson lögmaður háskólakennarans eftir honum.

Háskólakennarinn vildi einnig koma eftirfarandi á framfæri: "Ég iðrast þess sem ég hef gert mjög mikið og vonast til þess að geta beðið konu mína og dætur afsökunar"

Í upphafi snerist rannsókn lögreglunnar að meintri misnotkun háskólakennarans á þremur börnum hans. Síðar bættust tvö uppkomin börn hans, sem hann á með fyrri konu sinni, við hóp kærenda. Samkvæmt Oddgeiri hefur lögreglan hætt rannsókn á þeim málum þar sem þau eru orðin fyrnd.

Fyrir utan hin meintu brot gegn börnum kennarans rannsakar lögreglan fjögur kynferðisbrotamál geng einstaklingum utan fjölskyldu hans. Alls hafa því níu kært kennarann ef með eru þau talin málin tvö sem eru fyrnd.

Háskólakennarinn er laus úr einangrun. Hann er enn í gæsluvarðhaldi og mun vera til 7. Júlí.

"Hann ber sig illa en fær nú að lesa Fréttablaðið," segir Oddgeir og bætir við að háskólakennarinn telji umfjöllun fjölmiðla í hans garð ekki gefa rétta mynd af málinu.

Rannsókn lögreglunnar er á lokastigi. Málið þykir með alvarlegri kynferðisbrotamálum gegn börnum sem komið hafa upp hér á landi."

Og þessi  grunaði níðingur er ekki ólíkur "kollegum" sínum.

Hann telur sig saklausan að stórum hluta, en hefur játað lítilræði.

Og hann telur fjölmiðla ekki gefa rétta mynd af málinu.  Heimurinn gegn mér, þið vitið.

Ef þetta er ekki skortur á iðrun þá heiti ég eitthvað annað en Jenný Anna.

Ekki að það skipti máli pc að hann iðrist, þessi  grunaði maður á auðvitað ekki að koma álægt börnum, nokkurn tímann því hann er búinn að fyrirgera rétti sínum til þess og vel það.

Það eru auðvitað bara siðblindir níðingar sem misnota börn, bæði sín eigin og annarra.  En þá er ég að tala svona almennt um þá sem eru grunaðir um verknaði.

ARG

Tekið af visi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Hvernig í helvítinu biðst fólk afsökunar á svona vibba???
Ber sig illa!!!! SÓ.

Arg líka.

Hulla Dan, 6.6.2008 kl. 15:53

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég myndi álykta að maðurinn sé mjög sjúkur, svo ekki sé meira sagt og SORGLEGT að ekki skyldi uppgötvast fyrr hvernig hann er.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.6.2008 kl. 16:07

3 identicon

Mér finnst svo ofsalega sorglegt að svona fyrnist. Fór um mig þegar ég las: „Samkvæmt Oddgeiri hefur lögreglan hætt rannsókn á þeim málum þar sem þau eru orðin fyrnd.“ Rétt eins og það hafi aldrei gerst.

Sigrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 16:16

4 identicon

Fjölmiðlar gefi ekki rétta mynd að málinu? .Ég blóta ekki en er mikið mál núna .Sálarmorð eiga EKKI AÐ FYRNAST

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 16:35

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Svona mál eiga ekki að fyrnast frekar en líkamleg morð. Hvernig dettur þessari skepnu í hug að nokkur geti fyrirgefið honum?

Helga Magnúsdóttir, 6.6.2008 kl. 17:30

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ógeðslegt og mér finnst bara allt í lagi þótt manninum líði hundilla, halda svo að hann geti beðist fyrirgefningar !  skil ekki svona.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.6.2008 kl. 18:05

7 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

það þarf að þingja dóma og svona ætti auðvitað ekki að firnast.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 6.6.2008 kl. 18:45

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þetta er alveg típísk hegðun fyrir kynferðisbrotamann...þegar upp um þá hefur komist, segja þeir brotin minni og færri en þau raunverulega eru...þeir gera sér annað hvort enga grein fyrir því hvaða skaða þeir valda eða þá að þeim er alveg sama

Ég held hins vegar að það sé löngu tímabært að eyða tíma og fé í að rannsaka hvað veldur því að menn gera svona lagað...hvað gerist í höfðinu á þessum mönnum? ég er nefnilega ekki svo viss um að harðari refsingar muni draga úr fjölda brota, það er hafi fælingarmátt, en með þessu er ég ekki að segja að það eigi ekki að refsa þeim... 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.6.2008 kl. 19:48

9 Smámynd: M

Vonast til að geta beðist afsökunar, hann meinar vonast eftir fyrirgefningu.  Hvernig er hægt að fyrirgefa svona gjörðir gagnvart börnum ?

M, 6.6.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband