Miðvikudagur, 4. júní 2008
Fegurð og grimmd
Ég er búin að vera á leiðinni að bókablogga í dálítin tíma og nú kýli ég á það.
Ég hef nefnilega lofað bloggvinum mínum að blogga um bækurnar sem ég er að lesa.
Sköpunarsögur er ein eigulegasta bók sem ég hef fengið í hendurnar lengi. Í henni segja 12 af okkar bestu rithöfundum, Pétri Blöndal (nei, ekki þeim skarfi sem á Alþingi situr) hvernig vinnuferli þeirra er, þegar þau skrifa. Myndirnar í bókinni eru margar og fallegar og teknar af Kristni Ingvarssyni.
Svona bók er í þeirri katagóríu sem ég kalla "sparibækur". Hún er falleg, fróðleg og það er hægt að glugga í hana endalaust.
Ég mæli með henni og ég er komin með afmælisgjöf á línuna fyrir alla mína lesandi vini.
Og svo las ég þessa um daginn.
Sagan er að mér skilst að einhverju leyti sannsöguleg. Hún segir frá dreng í í dönskum smábæ sem á þýska móður og verður fyrir stöðugu einelti og ofsóknum frá nánast öllum bæjarbúum, vegna þjóðernis móðurinnar. Mamman fer ekki varhluta af fordómum bæjarbúa, hún er algjörlega einangruð. Þessi bók er ekki falleg en hún inniheldur boðskap sem á erindi til allra. Ég grenjaði auðvitað flóði, enda nísta örlög drengsins mann inn að beini.
Ég mæli sterklega með þessari, hún er í kilju og auðvelt að skella henni í töskuna þegar þið dúllurnar mínar, haldið í sveitina.
Ég hef ekki bloggað um bækur sem mér líka ekki, kannski ætti ég að gera það. Hm... hugs... sé til.
Farin að lúlla.
Eða þannig.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:27 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Flott hugmynd hjá þér að blogga um bækur. Þær eru svo skemmtilegir vinir og góðar til að deila með öðrum. Nóg til að vekja minn áhuga alla vega.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.6.2008 kl. 22:30
Góða nótt, og takk fyrir blogg dagsins.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.6.2008 kl. 22:31
Sá sem blikkar er hræddur við dauðann. Gæti alveg hugsað mér að lesa hana.
Takk í dag Jenný og góða ferð inn í draumalandið.
Linda litla, 4.6.2008 kl. 22:35
Hef ekki náð að festa mig við bókalestur í nokkrar vikur, er alveg út úr kú. Knús til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.6.2008 kl. 22:56
Hef undanfarið verið að lesa Jón Kalmann og ég sver það...það hlær hver einasta fruma í mér...hann er óborganlega fyndin og hefur frábæran stíl að mínu mati...en næst er að lesa Sá sem blikkar er hræddur við dauðann
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.6.2008 kl. 23:00
Nei, Jenný þú ert að plata okkur, þú ert ekkert að lesa svona bækur er það?
S. Lúther Gestsson, 4.6.2008 kl. 23:04
Lúther: Þér væri nær að fara að lesa bækur og hætta að grilla karlinn minn.
Krumma: Kíki á Jón.
Sá sem blikkar, ætti að vera skyldulesning börnin góð. Friðþægingin Hallgerður? Kíki á hana fljótlega.
Anna: Bækurnar klikka ekki sem afslöppun, afþreyging og fróðleikur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 23:13
Mig langar í bókina hans Péturs, "Sköpunarsögur" dríf í því!
Seinni bókin sem þú minnist á er áhugaverð og fæ mér hana við tækifæri.
Edda Agnarsdóttir, 4.6.2008 kl. 23:14
Er með ,,Rimla hugans" á náttborðinu, nýbúin með ,,Áður en ég dey" talandi um að gráta flóði!..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.6.2008 kl. 23:24
andskotinn
Jóna Á. Gísladóttir, 4.6.2008 kl. 23:26
Jóhanna: Rimlarnir er frábær bók, fannst reyndar svolítið af endurtekningum í henni en hún er samt góð.
Edda: Sköpunarsögur er yndisleg bók.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 23:26
Jóhanna: Áður en ég dey verður ekki lesin af mér. Þoli ekki dauðasögur og uppúrvelting. Algjörlega á hreinu.
Jóna mín: Má ég bjóða þér að blóta örlítið meira?
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 23:27
djö... neeei sennilega er ekki við hæfi að haga sér svona inn á annarrrrrrrra mannnna bloggum. Þú fékkst mig bara til að hugsa um hvað ég er að slugsa mikið í lestrinum. Nú fer að líða að þvi að ég klári Saffraneldhusið og þá fæ ég Sá sem blikkar.. lánaða hjá þér darling.
Jóna Á. Gísladóttir, 4.6.2008 kl. 23:45
Ég er að lesa Frjáls - gengur hægt, hef svo margt annað að gera eins og stendur og vantar mig ný lesgleraugu.
Lára Hanna Einarsdóttir, 5.6.2008 kl. 00:03
Jóna mín: Allt mitt er þitt. You know that.
Lára Hanna: Gleraugun fást í apótekinu
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2008 kl. 00:11
Ég er með svo ruglaða sjón að ég get ekki keypt apóteksgleraugu - því er nú ver og miður!
Lára Hanna Einarsdóttir, 5.6.2008 kl. 00:22
bókalestur er tímasóun. það er mitt viðhorf.
en það er bara ég. líklega vegna þess að ég er haldinn athyglisbresti og líklega lesblindu líka. veit það ekki. hef ekki farið í greiningu. allavega finnst mér leiðinlegt að lesa bækur, nema þær innihaldi eitthvað fróðlegt sem heltekur mig. fjöldi bóka sem ég hef klárað má telja á fingrum annarrar handar.
nenni ekki, eðli málsins samkvæmt, heldur að horfa á sápur.
Brjánn Guðjónsson, 5.6.2008 kl. 00:26
Líst vel á þessar bækur...er sjálf nýbúin með "Kona fer til læknis"...he he...hún er nett...full af húmor og svo blandast smá sorg inní....en...ég er með "Áður en ég dey"á náttborðinu...kaldhæðni í kjölfar jarskjálftaóttans....hmmm...djö...geymi hana bara...
Góða nótt!
Bergljót Hreinsdóttir, 5.6.2008 kl. 01:11
Ég hef lesið þessa síðarnefndu og hún er táravekjandi, vægt til orða tekið.
Maður er alltaf að lesa áhrifamiklar bækur, og þessi bók er eins og margar þannig, maður er með hana á heilanum í smá tíma eftir að lestri lýkur.
Lilja G. Bolladóttir, 5.6.2008 kl. 01:56
P.s. Nenni heldur ekki að lesa "Áður en ég dey".... fæ nóg af raunverulegum upplifunum fólks af dauðanum í mínu starfi, svo ég þarf ekki að lesa skáldsögu um efnið. Hef þar að auki lesið, að þessi bók fær slaka dóma....
Lilja G. Bolladóttir, 5.6.2008 kl. 02:00
Lilja: Ég sá á blogginu þínu að þú varst að lesa "Grannkonuna", ég las hana fyrir mörgum árum (á sænsku) og er að hugsa um að endurnýja kynni mín af henni.
Hallgerður: Ég er bólusett fyrir lífstíð að dauðasögum, en ég trúi þér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2008 kl. 08:25
Humm athyglisverðar bækur, ætla að reyna að komast yfir þær einn daginn. Annars barst mér í hendur í gær bókin hans Halldórs Guðmundssonar, ævisaga Laxness. Ætla að kíkja í hana með Flugdrekahlauparanum sem ég er alveg að klára.
Eigðu góðan dag Jenný mín
Ía Jóhannsdóttir, 5.6.2008 kl. 08:48
Ía: Kíktu á bókina hans Péturs Gunnarssonar um Þórberg. Það eru skiptar skoðanir um hana, en hún er þess virði að lesa.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2008 kl. 08:49
Sara: Mikið skelfing er ég sammála þér með kiljurnar. Þetta er algjör hátíð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2008 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.