Miðvikudagur, 4. júní 2008
Sílspikaðir þrælahaldarar og melludólgar
Ummæli Jóns Trausta Reynissonar, ritstjóra Ísafoldar, og Daggar Kjartansdóttur, blaðamanns, í garð Geira Gold, sem birt voru í grein tímaritsins Ísafoldar í fyrra, voru dæmd ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau voru hins vegar sýkn af kröfu Ásgeirs um birtingu forsendna og dómsorðs í málinu í næsta tölublaði tímaritsins Nýs lífs en á þessu ári hafa tímaritin Ísafold og Nýtt líf sameinast undir nafninu Nýtt líf.
Er þeim Jóni Trausta og Dögg gert að greiða Ásgeiri 1 milljón króna í miskabætur með dráttarvöxtum. Jafnfram er þeim gert að greiða Ásgeiri 300 þúsund krónur til að standa straum af birtingu dómsins í dagblöðum og 400 þúsund krónur til að standa straum af málskostnaði.
Ekki fokka í Geira börnin góð. Það virðist kosta.
Ég les alltaf Dagbók Þráins Bertelssonar í Fréttablaðinu. Hann er afburða skemmtilegur penni og húmoristi fyrir utan hvað hann er með skemmtilega vinkla á málefni oft og tíðum.
Og vegna þessa dóms sem féll í dag og Geiri vann með bravör, þá langar mig til að birta örlítinn part úr Dagbók síðustu helgar:
"Það kemur sennilega mörgum á óvart að þrælahald hefur aldrei verið útbreiddara í heiminum en einmitt á okkar tímum. Þetta er svo hrollvekjandi staðreynd að margir þora ekki að horfast í augu við veruleikann og afneita honum í staðinn.
Hin takmarkalausa hræsni kringum "súludansmeyjar" á Íslandi er dæmigerð fyrir þá afneitun sem gerir þrælahald að arðbærum atvinnuvegi.
Í stað þess að liggja slefandi yfir pöntunarlistum um pyntingatæki eins og taser-rafmagnsbyssum ættu dómsmálayfirvöld að taka á sig rögg svo að maður losni við að sjá gleiðgosaleg andlit á sílspikuðum þrælahöldurum og melludólgum í fjölmiðlum.
Það er í verkahring dómsmálayfirvalda að koma svoleiðis óþjóðalýð í tukthús en ekki að taka þátt í hræsninni sem hylmir yfir með þrælahaldi nútímans.
Þeir sem halda að stúlkur frá fátækum löndum komi hingað til Íslands sér til skemmtunar til að selja sveittum eldri mönnum aðgang að líkama sínum, eru annaðhvort hlynntir þrælahaldi eða siðblindir nema hvort tveggja sé." (Leturbreytingar mínar).
Og aldrei þessu vant þá hef ég engu við þetta að bæta.
Áfram svona.
Ummæli í Ísafold dæmd ómerk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dómar, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:15 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2987243
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ekki ég heldur - enda hefur Þráni (eins og við var að búast) tekist afar vel að koma kjarna málsins til skila á kjarnyrtri góðri íslensku.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:24
Heil og sæl; Jenný Anna, og aðrir skrifarar !
Þótt við eigum ekki alltaf skap saman, hér á Mbl. síðum, til samþykkis, Jenný mín, að þá skal ég ætíð virða einurð þína, sem röksemdafærzlur ágætar, í hinum ýmsu þáttum siðferðismálanna.
Óhætt er; að fullyrða, að starfsemi sú, hver rekin er, á Gullfingri þessum (Goldfinger´s), er ævarandi smánarblettur, á íslenzku þjóðlífi, á meðan sá staður fær þrifist, að nokkru.
Þakka þér, fyrir þessa samantekt, Jenný Anna.
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi (jarðskálftasvæði) /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:32
Anna: Rétt.
Óskar Helgi: Takk fyrir þitt innlegg. Auðvitað greinir fólk á. Öðruvísi væri lífið ekki þolanlegt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 14:36
Þið eruð bæði alveg eðal, þú Jenný mín og hann Þráinn
Sigrún Jónsdóttir, 4.6.2008 kl. 14:37
Sigrún: Takk fyrir það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 14:40
Þetta er svo ömurlegur veruleiki á nútíma samfélögum, sérstaklega þeim sem hreykja sér af því að vera framarlega í mannréttindamálum og samþykkja síðan svona rekstur eins og verslun með konur að mér gjörsamlega býður við því. Konur fara ekki út í vændi af því að þeim finnst það svo gaman....verslun með konur og börn er smánarblettur og þjóðir heims ættu að leggja allt sitt að mörkum til að koma í veg fyrir þessi viðskipti. Ég verð bara svo reið þegar þessi mál koma upp ! Annars ætlaði ég sko engu við að bæta þessi orð sem að rituð eru hér að ofan......er sammála hverju orði !
Sunna Dóra Möller, 4.6.2008 kl. 14:44
Geiri Gullfingur fær meiri pening en fórnarlömb kynferðisofbeldis. Hann græðir á tá og fingri á þessu öllu saman, báðum megin í kerfinu.
KL (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:47
það er ekki hægt að mótmæla þér Jenný, svona nektarsýningar eru einfaldlega ekki verðugt baráttumál að neinu leiti.
halkatla, 4.6.2008 kl. 15:06
Sirkus Geira sótti smart,
svakalega er þar margt,
þar eru mellur,
þvílíkar kellur,
og mamma hans þar mikið skart.
Þorsteinn Briem, 4.6.2008 kl. 15:27
Þessir staðir eru ömulegir og til skammar og það sama má segja um ógðesglottið á þeim sílspikaða.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 4.6.2008 kl. 15:51
Ég þoli ekki Reynir og finnst gott á hann að þurfa að borga.En ég þoli hitt verr.Súlu-listdans-mannsalið í Kópavogi.Ég er kunnug 2 stelpum sem "unnu"þarna.Ljótar eru þeirra frásagnir Óþolandi og til skammar að svona staður (ir)skuli fá að vera með sína starfsemi hér.Arg
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 17:21
Takk fyrir þennan frábæra pistil Jenný ! - Ég hef engu að bæta við, þessi mögnuðu skrif hans Þráins. -
Nema ég lýsi yfir viðbjóði mínum á þeirri starfsemi sem þarna fram fer á þessum stað. - Og magnaðri fyrirlitningu á manninum sem fyrir starfseminni stendur. - Og við það stend ég hvar og hvenær sem er. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.6.2008 kl. 17:25
Nú hef ég aldrei komið á súlustað og ætla þess vegna ekki að lýsa vanþóknun minni á þeim. Enda hef ég ekki þekkingu til þess. Þessir staðir heilla mig engan veginn en ég virði rétt þeirra sem þá sækja. Þetta er löglegt og ekkert við þessu að gera.
Gunnar Ágúst Ásgeirsson, 4.6.2008 kl. 18:01
thetta er ótrúlegt. eins og einhver sagdi,hann grædir á tá og fingri frá bádum hlidum og hlær framaní mann og annan
Svona stadi á ad banna med øllu, bara ef hægt væri..get vart ímyndad mér ad nokkur manneskja fari thar til starfa sjálfviljugur nema i algerri neyd ef thad gerist thá yfirhøfud.
og thangad streyma kallar hægri vinstri snú og borga fúlgu sem fer i vasann hjá " Geira smart" melludólg Islands.
María Guðmundsdóttir, 4.6.2008 kl. 18:11
Frábært pistill hjá þér Jenny og Þráinn er líka frábær.
Mér finnst alveg hrillilegt þegar konur selja líkama sinn
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 4.6.2008 kl. 18:12
Tek undir með þér, segi ekki meir, orðfá þessa dagana. Knús til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 4.6.2008 kl. 18:57
Það bullar og sýður í mér reiðin í hvert einasta skipti sem fáránlegir dómar eru upp kveðnir....við mannfólkið setjum lögin þá hljótum við að geta breytt þeim...það virðist bara ekki vera vilji til þess hjá þeim sem völdin hafa
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.6.2008 kl. 19:06
Þarna túlkar dómarinn mansal afskaplega þröngt.
Þeir ætla að áfrýja dómnum og það er flott.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 19:32
ÞAU ætla Jený mín, Jón trausti og Ingibjörg Dögg. Og er ég þá líka búin að leiðrétta Birnu hérna að ofan, þetta er sonur Reynis, ekki hann sjálfur.
Magnús Geir Guðmundsson, 4.6.2008 kl. 21:58
Magnús Geir: Ég var að hugsa um lögfræðingana. Hehe. Takk samt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 22:05
Aldrei þessu vant er ég sammála. Dómurinn er undarlegur. Það er fullt af fólki sem álítur að engin kona myndi selja afnot eða áhorf á líkamann sinn nema hún væri neydd til þess. Mér finnst mjög óeðlilegt að banna þá umræðu með lögum - það er í mikilli andstöðu við þá grundvallarreglu lýðræðis að málfrelsi skuli virt.
Hitt er að mér finnst frekar sorglegt að fólk skuli ennþá vera að velta sér upp úr því hvað aðrir gera og stimpla að það hreinlega geti ekki verið að neinn geri sumt af því sjálfviljugur - hann hljóti að vera neyddur, þannig að þetta sé allt siðlaust, ógeðslegt og eigi að banna.
Fólk á hins vegar að hafa fullan rétt á því að hafa, að mínu mati, "sorglegar" skoðanir og dreifa þeim að vild.
Kristófer Sigurðsson, 5.6.2008 kl. 20:09
Kristófer: Sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2008 kl. 20:33
Það vakti athygli að þegar dómarinn var að meta hvort dæma ætti ummælin dauð og ómerki, og vildi sækja merkingu orðsins "mansal" þá fór hann í orðabók í stað þess að notast við alþjóðlega lögfræðilega skilgreiningu orðsins. Þetta þykja mér sérkennileg vinnubrögð og spyr: "Af hverju fletti hann ekki bara upp í Playboy?" Það hefðu verið álíka fagleg vinnubrögð í þessu tilviki.
Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 12:21
Ok, ég er ekki að koma hingað inn til að rífast við einn eða neinn eða reyna að vera dónaleg á neinn hátt.
Allir hér inni virðast vera fullvissir um það að Geiri stundi mansal og að engin kona mundi vinna hjá honum nema tilneydd. En hefur einhver hérna komið inná Goldfinger? Hefur einhver raunverulega einhverja "sönnun" fyrir því að Geiri stundi mansal?
Ég vann sjálf á Goldfinger, vann þar reyndar í um ár og tel mig því hafa smá innsýn í málið. Vissuð þið að Geiri og fleiri strippstaðareigindur hafa reynt að fá sínar starfsstúlkur undir stéttarfélög? En stéttarfélögin vildu ekkert vita af okkur stelpunum, tók því ekki að reyna að vernda okkur vegna þess hve almenningur líta niður á okkur.
Og þó svo að það séu nokkur ár síðan ég hætti þá verð ég alltaf með þann stimpil á mér að vera strippari (og reyndar þegar upp er staðið verð ég alltaf ein af "þeim" bæði vegna þess að allir "hinir" vilja ekki "leyfa" mér að vera partur af "þeirra heim" og svo vil ég ekki tilheyra fólki sem vill velja fyrir mig eða refsa mér fyrir eitthvað sem reyndar kemur þeim ekki við). Ykur finnst þetta ekki vera málstaður sem er þess virði að berjast fyrir en þar er ég bara ósammála. Svo lengi sem þessir staðir lifa góðu lífi hér þá er brýn þörf á að koma nektardansmeyjum í stéttarfélög. Og ef ég er virkilega það blind að þetta meinta mansal var að gerast fyrir framan mig þá verðum við sem samfélag að byrja á því að gefa þessum dömum allavega sjéns á sömu réttindum og hver önnur manneskja fær á atvinnumarkaði.
Ég veit ekki með ykkur en mér finst það vera soldil hræsni að neita manneskju um grundvallar réttindi þegar þú ert að reyna að útrýma þeirra starfi undir því yfirskini að það sé best fyrir þau að vinna ekki þarna...Ég meina hverju töpum við á því að hleypa dömunum í stéttarfélag? Það þarf enginn að vera að segja með því að það sé verið að styðja þennan bransa heldur aðeins að passa uppá grunnréttindi þessara kvenna, ekki eigenda staðanna.
En nú er klukan orðin margt og ég þarf að vakna snemma, en einsog ég sagði í byrjun þá er ég ekki að reyna að rífast við einn eða neinn eða vera með leiðindi. Ég get vel sætt mig við þa að vera sammála um að vera ósammála um hluti. En ef einhver vill hreinar og klárar staðreyndir þá er ég tilbúin til að deila því sem ég veit, eina málið er hver vill trúa skítugum strippara...?
XxX
Sleepless
Sleepless, 8.6.2008 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.