Leita í fréttum mbl.is

Hvor meget koster en dansk uden?

Heimurinn er ógeðslega lítill.  Það er alltaf að verða meira og meira á hreinu.

Varðandi árásina í sjoppunni á horninu og Colbjörnsensgade og Isgegade nú í vikunni, hm... mynduð þið trúa því að ég hafi búið á þessu horni hinum megin við götuna?

Jebb, það gerði ég og skammast mín ekki.

Það var sumarið 1968 þegar ég var 17 ára.  Á milli hóteldjobba í Kóngsins, þar sem maður bjó á vinnustað, fékk ég að búa í hálfan mánuð heima hjá honum Per vini mínum og systir hans Susanne.  Mamman var í útlöndum.  Þarna voru sko hippapartí þegar komið var heim af skemmtistaðnum Carusellen.

Þarna á 1. hæðinni lærðist mér í fyrsta skipti hversu heimurinn er vondur og miskunnarlaus við suma.  Mér var sagt að konurnar fyrir neðan gluggann væru mellur.  Ég gapti niður í kok þannig að sjá mátti meltingu á morgunmat "live".

Ég hékk hálf út um gluggann og forviða fylgdist ég með og þar kom að, að maður einn, öldungur að mér fannst, en hefur sennilega verið milli þrítugs og fertugsCool, skoðaði úrvalið á horninu með gagnrýnum augum og leit síðan upp í gluggann þar sem fíbbblið ég hékk til hálfs út um hann og hann hálfhrópaði til mín: Hvor meget koster en dansk uden?

Ég skellti viðkomandi glugga fast aftur og fékk síðan fyrirlestur um hvað dansk uden og fransk uden, hétu á fagmáli.

P.s. Það er svo alvarlegra mál og ekki hlægjandi að því, að þarna sá ég mannlega eymd í sinni bitrustu mynd.  Ofbeldi á konum, neyslu og aðra niðurlægjandi meðferð.

Hananú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bæði hló og varð döpur við lestur þessarar færslu.Mannleg eymd, og svo dásemdin þú í glugganum.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 18:14

2 Smámynd: Hugarfluga

Sé þig líka alveg í anda í glugganum. Þetta hefur verið spes upplifun fyrir unga snót.  Og þetta batnar ekki ... nema síður sé.

Hugarfluga, 31.5.2008 kl. 18:26

3 Smámynd: M

M, 31.5.2008 kl. 19:20

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Sautján ára & átti sitt horn á 'Isdegade'

Nei, þetta vissi ég nú ekki.

Steingrímur Helgason, 31.5.2008 kl. 23:12

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Heyrðu ég lenti einmitt líka í svona "atriði" á horninu, þar sem ég gisti eina nótt á Saga hotel sem þá hét, í húsinu hinum megin við götuna var hótel eða herbergi sem þessar veslings stúlkur  notuðu fyrir sín störf. - 

Barnsfaðir minn sem lengi hafði búið í Köben, vildi endilega kynna mig fyrir veröldinni í Istegade, til að sýna mér og sanna að þarna væri alltí lagi að gista. - Hann sveif á eina stúlkuna og fór að spurja um bissnesinn og hvernig gengi, hún svaraði honum af hreinskilni og ég var alveg undrandi á kurteisi hennar osfrv. nema hann heyrir að hún talar dönskuna með hreim og spyr hana hvaðan hún sé. - Hún segist vera Íslensk. - Ha ! Ertu Íslensk æpir Minn upp á Íslensku og við sjáum bara blátt strik í rassgatið á veslings stúlkunni, þar sem hún hvarf fyrir næsta horn. - Seinna um kvöldið þegar við vorum komin upp á hótel sé ég út um gluggann að stúlkan er komin aftur til starfa, og er þarna að ræða við kúnna sem stóð þarna ásamt þrem öðrum mönnum og starði upp gluggana á húsinu á móti. - Ég gleymi mér alveg við að fylgjast með framvindunni, hjá stúlkunni, þá allt í einu þrífur Minn í mig, öskuillur hvað ég sé að hugsa.-   Ég lít niður,  þá voru allir kallarnir búnir að snúa sér við og góndu upp í gluggann til mín. -  Minn var ekki ánægður, fannst ég týpískur Íslendingur. -  en seinna hló hann mikið að þessu og stríddi mér mikið, á sakleysi mínu. -  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.5.2008 kl. 23:15

6 identicon

Mig minnir að ég hafi verið á hóteli þarna í den sem hét Cosmopol eða Cosmopolitan eða eitthvað í þá áttina; æ ég man það ekki. Þá var allt með kyrrum kjörum þarna - a.m.k. ekki manndrápstilraunir svo maður yrði var við.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.