Leita í fréttum mbl.is

Dagur án Jolie - plís guð

Þegar maður les blöðin, þá er troðið í andlitið á manni daglega, stundum oft á dag, fréttum af fólki sem hefur unnið það sér til ágætis að geta sungið, dansað eða leikið. 

Stundum líður mér eins og Jolie og Pitt, Britney og Madonna, svo ég taki dæmi, séu fjarskyldir ættingjar mínir, utan að landi, sem stöðugt eru að hringja og halda kontakt, jafnvel þó maður hafi ekki áhuga.

Ekki það að ég eigi ættingja úti á landi sem eru að bögga mig.  En ég held að þetta sé sama tilfinningin.

Jolie og Prad búin að fæða tvíburana.  Þau langar að opna fósturheimili ( það væri sniðugt að bíða með að segja frá því Moggi minn góður, þar til friggings heimilið er staðreynd, hef ekki áhuga að vita um fyrirhugaðar framkvæmdir hjónanna, þó göfugar séu), eignast fullt af fleiri börnum.  Þau eru búin að kaupa eða leigja (fréttum ber ekki saman) hús í Frakklandi.

Og Maddonna fær að ættleiða barnið frá Malaví.  Henni finnst gott að fara í sleik við konur, hún hefur aldrei skipt á bleyju og hún var að kaupa lúxusíbúð, ala Jón Ásgeir á Mannhattan, NY.  Hún ætlaði að skilja við húsband, núna eru þau í stöðugum sleik, þ.e. þegar hún er ekki í sleik við vinkonur sínar.

Og Britney.  Nei, nenni ekki þeirri romsu.

Þið sjáið að ég veit heilan andskotans helling um þetta fólk.  Mætti halda að ég væri vakin og sofin yfir klósettferðum þeirra og öllu hinu einka sem mér kemur ekki við. 

En það er ekki þannig.

Ég er einfaldlega fórnarlamb fréttamats fjölmiðlanna, metnaðarleysi og þeirri barnalegu trú þeirra á að fólk hafi sjúklegan áhuga á þessu fólki, þegar það er ekki í vinnunni.

Kannski hafa þeir rétt fyrir sér.  Kannski er eitthvað að mér.  Bítsmí.

Ég stofna stuðningshóp fyrir þá sem kunna að lesa og eru beittir frægafólksuppúrklíningi, þegar við sárasaklaus opnum blöðin til að lesa.Halo

Hér dúndraði ég mér í vegg.

Úje.


mbl.is Jolie orðin léttari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Dagur án Jennýar Önnu. Þá myndi kvikna í skraufaþurri þjóðinni. Já já.

Bergur Thorberg, 30.5.2008 kl. 19:55

2 identicon

http://www.edrumenn.blogspot.com/

kalli (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 20:44

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

En gaman nú er sjómannadagurinn í tvo daga, hig,hig,

Eva Benjamínsdóttir, 30.5.2008 kl. 21:15

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bergur: Alltaf svo skýr.

Hallgerður: Fer ekki fet.  Er lasin.

Kalli: Ekkert fannst undir þessu netfangi.  En það er í lagi, ég er edrukona.is

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2008 kl. 21:16

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ekki fatta ég af hverju þú ert að lesa svona fréttir. Ég fletti nett yfir allt sem vðkemur sjörnum alheimsins, mér finnst þetta svo innantómt mál.  

Veistu ef ég væri á landinu okkar kæra og fengi svona heimboð frá Hallgerði mundi ég mæta í tailor galla og alles... bara drífa sig.

Ía Jóhannsdóttir, 30.5.2008 kl. 21:33

6 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

hahahahah

Eyrún Gísladóttir, 30.5.2008 kl. 22:01

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég kúkaði í dag, það finnst mér merkilegt

Brjánn Guðjónsson, 30.5.2008 kl. 22:14

8 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Oh, má ég vera með í þessum hóp???? Plííís! Er alveg að urlast yfir svona fréttum, og það á forsíðu mbl.is

Hefði ekki getað orðað þetta betur, enda ertu miklu betri penni en ég! Knús á þig inn í helgina. 

Berglind Nanna Ólínudóttir, 30.5.2008 kl. 22:33

9 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 30.5.2008 kl. 22:44

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað er að ykkur aularnir ykkar?  Ég hef alla mína vitneskju frá fyrirsögnunum.  Haldiði að ég lesi hverja frétt úr í hörgul?  Þið eruð ekki í lagi!

Brjánn: Í guðanna bænum láttu forráðamenn vita ef hægðirnar eru að komast í lag

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2008 kl. 22:58

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.5.2008 kl. 23:09

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallgerður: Ég kem á morðskónum í sumar og arka með þér spotta.  Þá getum við leyst lífsgátuna í leiðinni.  Ója.  En ég fer ekki með þér á einhverjum túttum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2008 kl. 23:11

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aha, þú segir fréttir. Vissi ekki að kunningjakona mín væri orðin léttari. Svona eru föstudagar, eintómar annir og enginn tími til að lesa fréttir. Takk fyrir að segja frá. Hehhehehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.5.2008 kl. 23:55

14 identicon

Dagur án þín myndi gleðja marga. 

Meina kommon Þessi moggablogg eru bara hálvitaskapur og steypa og ídeal afþreying fyrir þreyttar húsmæður til að drepa tímann og þykjast vita eitthvað um málefni liðandi stundar... 

Drasl.... 

Steinar (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 05:20

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steinar: Auli, hvern andskotann ertu að lesa hérna?  Vertu úti og leiktu frummanninn í staðinn fyrir að vera rífa kjaft á annarra manna bloggum.

Gurrí: Segðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.5.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband