Leita í fréttum mbl.is

Höfuð myndu fjúka

button

Ég er ein af þeim sem vill ekki láta koma mér á óvart.  Ég krullast upp, fer í kuðung og fýlu.  Alveg satt.

Margir eiga erfitt með að skilja þetta, konur eru nefnilega sagðar elska það að láta koma sér á óvart, með demöntum, blómum, konfekti og súkkulÖðum.

En ekki hún ég.  Það ver varla hægt að gera mér verri hluti. Með nokkrum undantekningum eins og á síðastliðnum jólum þegar dætur mínar gáfu mér ferð til London.  Ég hafði þjrár vikur að venjast tilhugsuninni.  Hefði ferðalagið átt að fara fram á næstu daga á eftir, hefði ég einfaldlega farið í fár og brjálast.

Hvað varðar eðalmálma og steina, súkkulaði, blóm og konfekt, þá kæri ég mig ekki um svoleiðis.

Ég vil mikið frekar eyða peningum í aðra hluti.  Jájá, ég er ódýr í rekstri nema þegar mér er sleppt lausri í fatabúðum.

Þessu var ég að velta fyrir mér þegar ég las visir.is áðan og sá að einhver náungi hafði beðið kærustunnar með breiðtjaldsauglýsingu í bíó.  Ég hefði aldrei gifst svoleiðis manni.  Þetta er ekki rómantík í mínum huga, svona hegðun kalla ég uppáþrengsli.  Eða þá að maðurinn hafi gert konunni  tilboð sem hún gat ekki alveg vandræðalaust hafnað.

Ég er samt ekkert að gera lítið úr þessu atriði, ég veit að fullt af fólki fílar svona og það er í fínu.  Bara að svona nokkuð verði aldrei gert við mig.  Ég yrði hættuleg umhverfi mínu.  Ég sver það.  Höfuð myndu fjúka.

Annars góð og til hamingju væntanleg brúðhjón.

Já, það er til siðs að óska fólki til hamó.

Later.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég get ekki séð neitt rómantískt við að biðja sér kvonfangs með þessum hætti.  - 

 Mér finnst slík aðferð ekkert hafa með ást á væntanlegri brúði að gera. - Þvert á móti , finnst mér þetta vera athyglissýki á háu stigi, og hámark sjálfshverfunnar..

 Ég er sammála þér, ég yrði ekki sátt við slíka auglýsingamennsku ef ég eða dætur mínar yrðu fyrir slíku bónorði.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.5.2008 kl. 15:50

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég er sammála.  Skil ekki bónorð sem ganga út á það að sýna öðrum hvað maður er ástfangin/nn.  Skil heldur ekki gæsa/steggjaveislur sem ganga út á að gera lítið úr þeim einstaklingi sem er að fara gifta sig í "síðasta sinn".  Mér finnst gjafir og greiðar óþægilegir þó ég sé alltaf að reyna læra að þyggja - það er víst eigingirni að leyfa ekki öðrum líka að gera eitthvað fyrir sig.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 30.5.2008 kl. 16:49

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

LG: Við erum systur í þessu.

Nanna: Já maður verður að læra að þiggja án þess að fara í keng, ég á erfitt með það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2008 kl. 17:03

4 identicon

Sammála - ekki koma mér á óvart - please!!! Ertu steingeit?

Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 17:08

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ása: Þú hittir naglann á höfuðið.  Ég er steingeit.  Hahahaha en þú?

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2008 kl. 17:10

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég myndi verða vandræðaleg niður í tær .... þetta er ekki minn Bolli af te-i !

Sunna Dóra Möller, 30.5.2008 kl. 17:18

7 Smámynd: Signý

Plah!... Bónorð í bíó... þetta er svo smeðjulegt og ódýrt og ófrumlegt og....endalaust hallærislegt og hreint og beint væmið, sem á ekkert skylt við rómantík. Hefði alveg eins getað gert þetta á Mcdonalds eða eitthvað... hvað varð um frumlegheitin!? sji...

Alveg deili ég því með þér einnig að þola ekki óvæntar uppákomur, þær eru alltaf vandræðalegar og pínlegar.

Signý, 30.5.2008 kl. 17:28

8 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Sammála ég myndi bilast ég vil alveg láta koma mér á óvart en að láta biðja mín í bío nei takk hugsa að ég hefði töfrað framm skóflu og grafið mér leið út úr bíóinu.

Eyrún Gísladóttir, 30.5.2008 kl. 18:05

9 Smámynd: Hulla Dan

Humm ég fékk reyndar bónorð á útvarpsstöðinni stjörnunni minnir mig, fyrir voða mörgum árum. Get ekki sagt að mér hafi funndist það voðalega skemmtilegt.
Fengum reyndar út að borða og hringina gefins ehe en NEI takk, ekki aftur.
Já og við skildum... Þetta er ekki sniðugt!

Hulla Dan, 30.5.2008 kl. 18:06

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Haha, djö.. sem þið eruð klikkuð bloggvinir mínir, munur en ég

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2008 kl. 19:53

11 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Jenný mín ég var búin að skrifa fullt, en alveg einsog í gær birtist ekki athugasemdin. Þetta kemur mér leiðinlega á óvart. En núna var ég sniðug og afritaði athugasemdina og sendi hana bara aftur ef ég get. Ekki láta þér bregða samt

Eva Benjamínsdóttir, 30.5.2008 kl. 20:22

12 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Til Jennýar 30. maí 08

Mér finnst einsog brúðguminn sé með athyglissýki. Svona plebbi kemst ekki á rómantíkusarkladdann hjá mér.

Hef samt voðalega gaman af þegar mér er komið á óvart, hvernig sem ég er til höfð, er alltaf jafn hissa að fólk skuli láta sér detta slíkt í hug, ég verð bara þakklát og græt úr gleði.

En játa þó, að pirring hefur gætt t.d. einu sinni var ég negld eldsnemma í rúminu í beinni útsendingu, óskað til hamingju með afmælið og spurð hvernig ég færi að því að líta svona vel út komin á þennan aldur....Ætli það sé ekki upplagið, svaraði ég.- Hvað segirðu, sagði útvarpskonan. Upplagið, sagði ég aftur og bætti við. Ég er að vestan. 

Eva Benjamínsdóttir, 30.5.2008 kl. 20:28

13 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Haha ég er líka steingeit

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 30.5.2008 kl. 20:57

14 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Æji ég yrði nú voðalega fegin því að einhver væri nægilega vitlaus til að biðja mín..... En jahh hann kanski þekkir viðfangsefnið (konuna) og hefur getið sér þess til að hún fílaði þetta?? Hvur veit?

Ylfa Lind Gylfadóttir, 30.5.2008 kl. 22:29

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úbbs þetta er minn elskulegi stjúpsonur, Og hann er rómantískari en Jónas og meiri háttar gaur.  Og hann elskar þessa konu og dýrkar barnið sem þau eiga saman.  Svona bónorð ? á það rétt á sér? Já ef þú hefur réttu konuna, og veist að hún er til í slaginn.  Ég elska þennan gaur og hann hringdi í mig svo stoltur í kvöld, var reyndar búin að reyna að ná sambandi við mig í dag, því mamma er best.  Og ég hló með honum að þessu öllu saman.   Þetta er bara svona sem fólki dettur í hug, og hefur kjark til að framkvæma, og veit í raun og veru að mun slá í gegn.  Arnbjörn Elvar Elíasson elskar þessa konu út af lífinu, það veit ég.  Og Það sem hann vildi gera var að koma henni á óvart, og tjá henni ást sína á þennan hátt. 

Þetta elskurnar mínar er það sem kallast rómantík, sama og að senda sinni elskulegri 50 rósir, eða eitthvað sem stendur út úr, bara til að sýna að hann elski hana.  Svona er þetta bara og ég þekki hann Bjössa minn út og inn.  Og hann er aldeilis frábær

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.5.2008 kl. 01:55

16 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Já Ásthildur, það þurfa sko ekkert allir að vilja það sama.  Fyrir fjölda kvenna er þetta ofurrómantískt.  Ég skil það ekki en ég skil heldur ekki stór brúðkaup  Mér finnst hræðileg tilhugsun að vera í hvítum áberandi kjól og allir að horfa á mig.  Næstum eins og martröð fyrir mig sko

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 31.5.2008 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.