Leita í fréttum mbl.is

Siglandi samlokur

 camping

Á hverju ári, um þetta leyti, er ég lostin sömu lönguninni.  Mig dreymir um tjaldferðir. 

Já, ég veit, köngulóafóbíska ég nýt þess að sofa í tjaldi.  Eða gerði síðast þegar ég lagðist í útilegu, en þar var 1992.

Þessi ástríða mín er gjörsamlega úr karakter, en hvað get ég sagt?

Eins og ég hef oftlega nefnt þá hef ég átt MARGA eiginmenn.  Sá næstsíðasti var ferðavænn og tjaldglaður.  Svona wash and wear týpa.  Við fórum um fjöll og firnindi með dæturnar.

Þessi núverandi vinnur hins vegar, leynt og ljóst gegn ferðalögum þar sem gist er í lökum, eins og hann orðar það.  Honum verður ekki haggað. 

Kannski er ég einfaldlega of gömul fyrir tjaldferðalög, jeræt.  Aldrei liðið betur.

Húsbandið hefur ekki sterka röksemdafærslu fyrir andúð sína á tjöldum.

Hann gisti í tjaldi 196tíuogeitthvað þegar hann var að spila í Húsafelli um verslunarmannahelgi.  Kommon, lífið hefur þróast síðan þá og viðleguútbúnaður líka.

Hann heldur því fram að eftir rigningarnótt hafi hann vaknað við að samlokur með skinku og osti hafi synt fram hjá sér í tjaldinu, á leiðinni eitthvað.  Það gerði útslagið.

Só?

Hann neitar sem sagt að hoppa inn í nútímann í tjaldheimum.  Við stefnum á Hótel Freysnes í Skaftafelli síðsumars, til frábærustu hótelstjórnenda á landinu.

Þangað til eru það svalirnar, Elliðárdalurinn og Heiðmörkin.

Á ég bágt??? Nei ég á andskotann ekkert bágt.

Újeeeee


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég verð að viðurkenna að ég er sömu skoðunar og húsbandið. Kann ekki við mig undir laki með lítið sem ekkert milli mín og fósturjarðarinnar.

Steingerður Steinarsdóttir, 27.5.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Úff ég er svo hrædd við köngulærnar. En annars frábær skemmtun að lesa.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.5.2008 kl. 15:18

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessuð vertu, ekkert að þér og fjarri lagi neitt gömul!

En þið gætuð kannski farið millivegin, mæst og sæst í TJALDVAGNI!?

Magnús Geir Guðmundsson, 27.5.2008 kl. 15:37

4 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Er sko ekki hrifinn að tjalda vil sofa í þægilegu rúmmi tak.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 27.5.2008 kl. 15:57

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég ELSKA tjaldútilegur....húsband er þó róttækari en ég þegar við leggjumst í flakk, vill helst bara lifa á landinu...en ég þarf meira en hundasúrur í öll mál.. það er greinilegt að þinns veit ekki að það eru framleiddar þessar líka frábæru tjalddýnur sem standast samanburð við bestu rúm...nú og svo eru til prímusar og sollis....ja sennilega búið að finna það upp þegar hann fór síðast...en í það minnsta þá halda tjöld betur vatni en þau gerðu.....Jenný mín ég skal bara tjalda með þér fyrst að húsband fæst ekki til þess...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.5.2008 kl. 16:59

6 Smámynd: M

Tjaldvagnar og fellihýsi fyrir botninn á mér, hata tjaldlegu.

M, 27.5.2008 kl. 17:18

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Tjald........! Hótel og herbergisþjónusta......!

Sunna Dóra Möller, 27.5.2008 kl. 17:27

8 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Veistu það er akkurat öfugt hjá mér það tók kallinn svolítin tíma að smita mig af þessu útilegudæmi en nú er ég sýkt hann er eins og spítí gonsales á sumrin og mér finnst æði að tengja fellihýsið í bílinn og keira einhvað út í nátturuna svo ég skil þig vel en  á haustin þá er ég alveg búin að fá nóg.

Eyrún Gísladóttir, 27.5.2008 kl. 17:32

9 Smámynd: Tiger

Ég er ekki neitt fyrir tjaldferðalög. Síðast þegar ég svaf í tjaldi er þegar hestamannamótið var haldið á Hellu, nokkur ár aftur á bak. Svaf þá í 10 daga í tjaldi og það var rennblautt mest allan tímann - fúlt og skítugt, ömurlegt bara ... hahaha!

Nei, ég vil almennilegt hótel með öllum þægindum sem og hlýtt og þurrt rúm. Ég elska að ferðast og flakka - en er alls enginn tjaldbúi samt.

Eigðu ljúfan dag mín kæra!

Tiger, 27.5.2008 kl. 17:38

10 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Get vel lifað án tjaldferðalaga, takk! Kalt og hart - reyndar sváfum við bóndinn í tjaldi eina nótt í hitabylgjunni 2004, þá var of heitt... :þ

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.5.2008 kl. 19:17

11 identicon

Við deilum sömu skoðun á tjaldbúskap ég og húsbandið þitt. Ég kláraði þennan skammt á hátíðinni í Saltvík 19sextíu- eða sjötíu og eitthvað. Þá þurfti ég nánast að synda út úr tjaldinu enda gátu engin tjöld haldið því magni af vatni sem himnarnir böðuðu okkur hátíðagestina í. En hátíðin sjálf var náttúrulega eitthvað sem ég hefði ekki viljað missa af fyrir nokkra muni. Húsbandið mitt hefur oft gist að freysnesi og hefur sömu sögu að segja. Það er einhver galdur í gangi þar og hann er frekar góður.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 19:49

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Var mikið fyrir tjaldferðir sem krakki en er algjörlega og fullkomlega vaxin upp úr þeim. Færi ekki þótt mér væri borgað fyrir það. Þar koma kóngulær sterkt inn sem aðalástæða.

Helga Magnúsdóttir, 27.5.2008 kl. 20:27

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallgerður: Það er vont að vakna upp í brakandi sól, því þá er maður bullsveittur Hallgerður mín, en í rigningu og roki er það dásamlegt.

Helga: Köngulærnar koma nefnilega sterkar inn í þessa mynd.

Anna: Saltvík, omg, ég fór ekki þangað en systur mínar gerðu það.  Freysnesið er dásamlegur staður hjá yndislegu fólki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.5.2008 kl. 21:03

14 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Að vera eins og api hangandi á hækjum sér er ekki mín deild.

Tjaldútilega var skemmtileg, Húsafell, Þórsmörk, svo fórum við með krakkana í þessa hefðbundnu ferðir þangað til ég fékk nóg af rigningu, roki og prímusveseni og síðasta útilegan endaði á hóteli og síðan............bara hótel..

Ía Jóhannsdóttir, 27.5.2008 kl. 21:08

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er sem betur fer búin með tjaldkvótann, hann var yndi á meðan hann entist!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.5.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2987151

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.