Leita í fréttum mbl.is

Tuðrur og glerull

Ég ætla að blogga um fótbolta.  Landsbankadeildina. Það er dálítið mikið úr karakter þegar moi á í hlut.  En einu sinni verður allt fyrst.

En róleg gott fólk, ég skrifa ekki um tuðruna sem mennirnir sparka á undan sér um allan völl, ekki frekar en ég skrifa um glerull sem einangrun í sænskum sumarhúsum. 

En það er þessi karlamórall, svona "ég gef þér á kjaftinn helvítið þitt" sem oft ríkir í karlaíþróttum, sem er sem er mér ofarlega í huga, eftir að hafa séð Guðjón Þórðarson rífa kjaft eftir leikinn við Keflavík, sem ÍA tapaði. 

Það var ekki mikið af hinum sanna íþróttaanda í þeim orðum.

Ég hélt að íþróttir og íþróttahreyfingin ætti að ganga á undan með góðu fordæmi og vera æskunni hvatning til þátttöku í íþróttum og fyrirmynd um góða hegðun.

Ef brotið var á einhverjum fer það ekki sína réttu boðleið?  Þarf maðurinn að bresta í reiðilestur í fréttatíma sjónvarps?

Mér leiðist þessi karlaheimur.  Þar er talað í stríðsfrösum, þar er æsingur og reiði, engar málamiðlanir.

Ef ég á að vera hreinskilin þá finnst mér þetta ekki mjög sjarmerandi hegðun og mig langar ekkert til að láta hana myndbirtast í þeim börnum sem tilheyra mér.

Mér finnst lágmarks krafa að þjálfarar t.d. í fótbolta, sýni af sér almennilega siði.  Líka þó fjúki í þá.

Annars góð.

Later.

 


mbl.is Ummæli Guðjóns til umfjöllunar hjá aganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þessu er ég sammála !! Hann getur ekkert sífellt verið með svona yfirlýsingar og fólk segir bara ; Iss þetta er bara Guðjón!

Mér er hinsvegar til efs að hann nái einhverntímann að læra að haga sér fyrst hann er ekki kominn lengra en þetta nú þegar

Ragnheiður , 27.5.2008 kl. 00:20

2 Smámynd: M

Held hann skilji eftir sviðna jörð hvert sem hann fer.

Eigandi 8 ára son í boltanum, þá er ég sammála þér að margt ljótt fer fram í þessari íþrótt sem er ekki til fyrirmyndar.

M, 27.5.2008 kl. 00:25

3 identicon

Ég get því miður ekki verið sammála því að þetta sé allt bull og vitleysa sem maðurinn sagði, Ég hló first þegar ég sá þetta í fréttunum. Síðan var ég að horfa á leik Grindavíkur og Breiðabliks, Þá fannst mér dómgæslan frekar slök, Þar fannst mér dómarinn vera algjörlega úti að aka.. Eitt skiptið var einn leikmaður grindavíkur rifin niður og þá var dæmt hendi, Og það var aldrei hendi þarna.!, Síðan í annað skiptið t.d. þá var leikmaður breiðabliks sem hljóp á leikmann grindavíkur og þá var dæmt aukaspyrna breiðablik í hag.. Sumt finnst mér vera mjög rétt hjá Guðjóni og ég skil svosem alveg að hann sé reiður yfir þessu. Allavega þetta sýndi sig virkilega í leik Grindavíkur og Breiðabliks. Þá hætti ég að hlæja og hugsaði með mér hvort helvítis maðurinn hafi bara haft rétt fyrir sér :)

Bjarni K (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 00:29

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bjarni: Ég get ekki lagt mat á hvort hann hafi rétt fyrir sér, mér finnst bara að hann ætti að koma því á framfæri af meiri stillingu.

Ragga og M: Meiri bægslagangurinn í manninum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.5.2008 kl. 00:52

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

"Þú ert sjálfur Guðjón bak við tjöldin", söng Hörður Torfa, og það fór hrollur um mann, enginn maður vildi fá Guðjóns stimpil á sig. - Hver er sjálfur Guðjón, nema Guðjón? -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.5.2008 kl. 00:53

6 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Svona ,svona stelpur mínar. Ein ástsælasti leikur landsins er samkoma sem nefnist saumaklúbbur, ekki hleypa neinum 8 ára krakka þangað inn hafið hann frekar fyrir framan fótbolta.

Knattspyrna er karlaíþrótt, konur geta vissulega leikið þennan leik og gert það vel eins og mörg nýleg dæmi sína, en ef þær myndu sína smá hroka, aðeins ýta á barminn á hvor annari þegar þær rífast um boltann og svona já smá..................myndi aðsókn stóraukast, við myndum fylla helvítis völlinn.

það er alveg í lagi að hafa smá dramatík í þessu, gerir þetta allt skemmtilegra.  

Vitiði af hverju það fer jafn hljótt um það þegar stelpuboltinn byrjar og þegar hann endar? Einmitt það gerist aldrei neitt.

Væri ekki skemmtilegra ef maður gæti séð í hægri endursýningu þegar Sigga fór í leikbann fyrir að rífa í brjós....... Ok, ég skal hætta.

S. Lúther Gestsson, 27.5.2008 kl. 01:54

7 Smámynd: Linda litla

kvitterýkvitt.

Linda litla, 27.5.2008 kl. 02:48

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sammála þér núna heillin góð, það er alveg hægt að segja meiningu sína á sæmilega kurteisan hátt, en láta samt innihaldið komast til skila

Jónína Dúadóttir, 27.5.2008 kl. 07:10

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þessu er ég svo sannarlega sammála. Mér finnst ekkert íþróttamannslegt við svona framkomu, alveg sama hvort hann hefur rétt fyrir sér eða ekki.

Huld S. Ringsted, 27.5.2008 kl. 07:34

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

En - málið er stelpur mínar, að það er hlustað á menn þegar þeir nota stór orð og bresta í reiðilestur! Það ER hlustað og jafnvel eru hlutirnir lagaðir hafi þeir verið í ólagi.

Hins vegar skeður aldrei neitt þegar konur tala sín á milli í hringjum, nota falleg orð og eru kúltíveraðar. Ekkert!!

Sorrý - svona er þetta bara! 

Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2008 kl. 08:35

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn: Er þá ekki kominn tími á að breyta þessu viðhorfi.  T.d. þessari "karlmennsku"dýrkun.  Mér finnst akkúrat ekkert karlmannlegt við frekjuhunda sem æpa stöðugt og bölva stórt.

Lúther.  Skamm.  Ég kaupi engan ís ef þú gerir grín að konum addna.

LG: Góð.  Guðjón ER Guðjón bak við tjöldin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.5.2008 kl. 08:49

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei Jenný! Því það er hún sem kemur hlutum á hreyfingu! Mjúka aðferðin skilar engu!

Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986841

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband