Mánudagur, 26. maí 2008
Kaffi- og ristavél við rúmið
Ég var að tala við vinkonu mína áðan. Hún var að kaupa sér nýtt sjónvarp.
Ég spurði hvað væri að flatskjánum sem fyrir var og hún sagði að það væri ekkert sérstakt, en ætlaði að hafa hann í svefnherberginu.
Ég vona að ég verði aldrei svo heillum horfin að hafa sjónvarp til að glápa á úr rúminu. Þá fyndist mér að ég væri kolfallinn í sýndarveruleikann sem þar finnst.
Mynduð þið hafa kaffivélina, ryksuguna og brauðristina við rúmið ykkar? Bara svona ef ske kynni að ykkur langaði að nota viðkomandi tæki? I don´t think so.
Ég vil hafa mitt sjónvarp á einum stað, inni í stofu eða litla herbergi og ég mæti þangað til að horfa á það. Ég vil ekki hafa sjónvarp í eldhúsinu. Það er enginn andskotans flóafriður fyrir áreiti í nútímanum.
En vinkonan spurði mig dálítið pirruð svona, hvenær ég ætlaði eiginlega að fá mér flatskjá.
Ég: Það veit ég ekki, sjónvarpið mitt er fínt.
Hún: Þetta er hundgamalt tæki, þungt og myndgæðin léleg. (Hvernig er það, geta gæði verið vond eða léleg?). Hoppaðu inn í nútímann kona, það á ENGINN túputæki nú orðið.
Síðan hef ég staðið mig að því að horfa ísköldum fyrirlitningaraugum á tækjaskrattann, og mér hefur liðið eins og hálfgerðum lúser.
Ok, í svona fimm mínútur eftir að ég talaði við hana, fannst mér mig vanta flatskjá og það strax í gær.
En vitleysan rann af mér nánast strax og nú horfi á á tækið mitt, sem er bara fínt og hentar okkur vel, með ástaraugum.
Ég vona að það endist jafn lengi og ég.
Úje
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 19:18 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 2986842
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þú mátt ekki segja nokkrum lifandi manni frá þessu en ég á líka túbusjónvarp
Ragnheiður , 26.5.2008 kl. 19:25
hingað kom fólk í heimsókn um daginn sem horfði öfundaraugum á gamla níðþunga túpusjónvarpið okkar og sagði: sjá nú hvað það eru mikið betri myndgæði í þessu en þessum blessuðu flatskjám.
En það breytir ekki því að ég sakna þess að hafa ekki lítið sjónvarp í svefnherberginu. Af fleiri en einni ástæðu. Ég vildi svo gjarnan geta hoppað aðeins um prívat með Ágústu Johnson á bak við luktar dyr og svo getur bara verið óendanlega æðislegt að leggjast upp í rúm og sofna út frá CSI eða einhverju öðru.
Jóna Á. Gísladóttir, 26.5.2008 kl. 19:25
Ég horfi mjög sjaldan á sjónvarp.Sumir eru með flatskjái í hverju herbergi.Nema á wcinu.Þar eru bækur og blöð
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 19:26
Ég á venjulegt sjónvarp
Kolgrima, 26.5.2008 kl. 19:35
Sjónvörp eru eiginlega ófánleg á íslandi þegar mitt gamla dó keypti ég nýtt og það var það síðasta í Byko, Íslendingar þurfa alltaf að vera með allt nýtt, við eigum örugglega met í mörgu eins og flestum gemsum. Það var verið að þrýsta á mig að kaupa gsm handa 7 ára syni mínum, ég þrjóskast við að kaupa ekki.
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 26.5.2008 kl. 19:40
Ég sé ágætlega á mitt sjónvarp og þarf ekki nýtt,ekki fara að kaupa nýtt sjónvarp bara til að þóknast einhverjum,er handviss um að sjónvarpið þitt sé í hörkugóðu lagi.
Magnús Paul Korntop, 26.5.2008 kl. 19:45
Sæl mín ágæta.
Tvö mjög fín túbusjónvörp hér, annað reyndar með mun betri skjá og engin kvartar. SVo er það nú hitt sem fólk pælir ekki alveg í, að til þess að gæði skjásins njóti sín, t.d. ef þeir eru t.d. háskerpu flatskjáir, þarf útsendingin sjálf að vera keyrð í slíkri upplausn.Þetta er smátt og smátt að koma, stafrænan meir og meir að taka völdin, en samt er nú´nokkuð í að allar sjónvarpsútsendingar verði með háskerpugæðum.
Fleira hangir svo á þessari spýtu, en nenni ekki að tíunda það, allt of mikið tækniprjál.
en Jenný min, það sem helst á að vera nálægt mðinu rúmi eða í því er bara kona takk!
Magnús Geir Guðmundsson, 26.5.2008 kl. 19:53
Nei, veistu - ég myndi aldrei hafa einhver heimilistæki inni í svefnherberginu. Þegar maður labbar þangað inn - á að vera sem minnsta áreiti þar svo svefninn megi ljúflega svífa yfir án truflana. Reyndar er kannski best að geyma kerlinguna líka annars staðar en í svefnherberginu - hún hefur svo truflandi áhrif á svefninn, þannig séð - en það er annað sellerí.
Hvert heimilistæki á að eiga sinn stað á hverju heimili - en svefnherbergið á að vera fyrir svefn .. og kannski sitt lítið eitt fleira - en það kemur heimilistækjum ekkert við, eða hvað.... ehh!
Eigðu ljúft kvöld ljúfan kæra og njóttu túpunnar vel og lengi - slíkir gripir fást ekki lengur held ég.
Tiger, 26.5.2008 kl. 19:57
Án 40" flatskjásins míns væri ég ekki þáttakandi í lífinu.
Get a grip kona ag fáðu þér.
Þröstur Unnar, 26.5.2008 kl. 20:07
Vil ekki sjónvarp í svefniherbergið, þar vil ég hafa góða bók/bækur á náttborðinu til að grípa í og jú karlinn til að grípa í stundum líka ... það er víst slæmt feng shui að hafa sjónvarp í svefniherberginu.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.5.2008 kl. 20:37
Bækur og ekkert annað í svefnherberginu. Það er rétt hjá þér, Jenný, gæði geta ekki verið góð eða léleg, bara mikil eða lítil.
Helga Magnúsdóttir, 26.5.2008 kl. 20:56
Ég er kanski eitthvað skrýtin en mér finnst meira vit í því að hafa einmitt kaffivélina og brauðristina við rúmið heldur en sjónvarp, verð þó að viðurkenna þó svo að ég hafi alltaf verið eindregið á móti því að hafa sjónvarp inni í svefnherbergi þá er ég búin að láta planta einu þar inn hjá mér núna, þar sem ég er ekkert alltaf að komast frammúr sökum þess að ég er eins og fjall núna með óléttubumbuna mína, en um leið og hún hverfur fær sjónvarpið að fjúka!!
En ég er líka bara með túbusjónvarp, og það besta við að þurfa ekki flatskjá eða hvað allt þetta fínerí heitir er það að þegar fólk er að fá sér svona fína skjái og eru þá að skipta út "gamla" tækinu sínu (sem er oft alveg flúnkunýtt) þá þarf ég ekki að kaupa mér sjónvarp, sómi mér fínt sem ruslakista fyrir "gamla" dótið sem er komið úr tísku!
Ylfa Lind Gylfadóttir, 26.5.2008 kl. 21:29
Ég er með flatskjá í stofunni,. túbusjónvarp í svefnherberginu og inni hjá fermingarbarninu ! Ég er forfallið vestrænt neyslubarn sem lifi í heimi sýndarveruleika og hollývúdddrauma ! Stundum hugsa ég með skelfingu til þess þegar ég þarf að stíga út úr þessari mynd minni og eiga samskipti við fólk af holdi og blóði ! annars bara góð og horfi á ammirikan ædol endursýnt með texta !
Góða nótt og svít dríms !
Sunna Dóra Möller, 26.5.2008 kl. 21:29
Ég er með flatskjá í stofunni sem ég horfi sjaldan á, setti svo túpusjónvarp og Dvd spilara sem ég átti í svefnherbergið, ég sofna aldrei eins fljótt og vel eins og yfir mynd, nenni ekki að lesa í rúminu lengur...................það er nefnilega svo leiðinlegt að sofa með lesgleraugu á nefinu
Huld S. Ringsted, 26.5.2008 kl. 22:16
Ég er steinaldarkjélling, mitt sjónvarp er í stofunni og það er 12 ára gamalt túbusjónvarp. Það er fínt að sofa yfir því= ég sátt.
Linda litla, 26.5.2008 kl. 22:35
Flatskjár í stofu, túpa í svefnherbergi OG eldhúsi. Missi ekki af neinu.
Hva ! Gerið þið bara do do í svefnherberginu ? ;-)
M, 26.5.2008 kl. 22:51
Ég er búin að eiga flatskjá í viku! En mér finnst sjónvarp vera besta svefnmeðal sem ég hef prófað!
Edda Agnarsdóttir, 26.5.2008 kl. 22:59
jú jú hér á bæ eru túbu sjónvörp sem virka fínt...er með eitt í svefnherberginu sem ég kveiki á annað slagið...finnst það fínt sérstaklega þegar unga fólkið vill horfa á eitthvað annað en ríkissjónvarpið..þá leggst ég inn í rúm og horfi í makindum...annars hef ég yfirleitt það mikið að gera að ég horfi ekki oft á sjónvarp..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.5.2008 kl. 23:56
Ég er ekki með sjónvarp inn í svefnherbergi en er með flatskjá inn í stofu enda er það nóg.
Knús inn í nóttina
Kristín Katla Árnadóttir, 27.5.2008 kl. 00:06
Látum túpuna duga Jenný mín Geir sagði "spara" og við hlýðum.
Sigrún Jónsdóttir, 27.5.2008 kl. 00:19
Hmmm, hér á bæ eru tvö sjónvörp, bæði eldgömul túputæki sem virka bara fínt sko! Annað í stofunni og hitt í barnaherberginu, sem þýðir að ég get haft stofuna útaf fyrir mig og mína gesti ef þannig ber undir! Hvað varðar kaffikönnuna í svefnherberginu, þá þarf ég ekkert að hafa hana þar, börnin mín eru svo vel upp alin að þau færa mömmu sinni kaffið í rúmið á morgnana um leið og þau vekja hana! Þannig að kaffihúsið er bara í eldhúsinu, rétt eins og brauðristin (sem æði margir eru reyndar farnir að kalla ristavél- hrollur!) enda þoli ég ekki brauðmylsnu í svefnherberginu!!!
Knús á þig inn í daginn!
Berglind Nanna Ólínudóttir, 27.5.2008 kl. 07:59
Það er sko ekkert að því að nota gömlu túbusjónvörpin. Ég á eitt slíkt og líkar það vel. Ég vil heldur ekki sjá það að vera með sjónvarp inni í svefnherberginu. Það á ekki að gerast. Það truflar og sjónvarpsáhorf á bara að fara fram í stofunni eða í einhverju öðru herbergi. Láttu ekki svekkja þig með þessu. Við skiptum ekkert fyrr en hitt gefur sig og þannig viljum hjónin við hafa það. Don´t worry be happy! Knús og kveðjur.
Sigurlaug B. Gröndal, 27.5.2008 kl. 11:31
Ekkert sjónvarp í mitt svefnhergi takk, og já ég á túbusjónvarp,vil bara hafa eitt sjónvarp,reyndar eiga drengirnir mínir sjónvörp en þau eru bara notuð fyrir PS tölvurnar.
Líney, 27.5.2008 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.