Leita í fréttum mbl.is

May the best man win

Ég vill ekki vera þjóðernissinnuð nema upp að vissu marki.  Auðvitað þykir mér vænt um landið mitt og þá sem þar búa, svona flesta amk. 

Ég hef átt þá barnalegu draumsýn að einhvern tímann verði heimurinn landamæralaus og við séum ekki að girða okkur inni, berjast og misskipta gæðum hnattarins.  Það liggur við að ég roðni þegar ég viðurkenni það að hugsa svona.  En einhver verður að gera það og líkurnar á að þetta gerist næstu þúsund árin eða svo eru minni en engar.  En mig dreymir um þetta samt.

Þess vegna á ég tiltölulega auðvelt með að heyra þjóðsönginn rappaðan eða stappaðan, hvíslaðan og gargaðan.  Það hreyfir ekki við mér nema ég hef lúmskt gaman að svoleiðis músíktilraunum.

Þess vegna fæ ég aldrei kikk yfir þjóðfánum, hvorki annarra landa né hinum íslenska, nema hvað mér finnst hann flottur á litinn.  Mun flottari en sænski fáninn t.d. sem er alveg þræl fölur á að líta.

Af sömu orsökum hef ég yfirleitt ekki misst mig í Júróvisjónæði þó Ísland sé með í pakkanum.

Ég hef ekki fengið kölduflog út af landsleikjum í hinum ýmsu íþróttaleikjum eða öðrum keppnum þjóða á milli.  Ónei.

Mér hefur fundist og finnst reyndar enn, lítið um fína drætti í þessari Evrósöngkeppni.

Og þetta byrjaði allt ósköp sakleysislega að þessu sinni.  Ég var að fíflast með keppnina til að geta bloggað bjánafærslur um hana.  Haldiði ekki að ég hafi farið á taugum og orðið stressuð og tryllt þegar Ísland fór áfram.  Nærri því klæddi mig í næsta fána sem á leið minni varð, svei mér þá.

Og þá fór ég að hugsa.

Ég vil ekki hanga eins og fjallkonan á diazepam fyrir framan sjónvarpið í heitri bæn um að Ísland muni vinna, mér er nefnilega slétt sama eða verður slétt sama um leið og ég kem til sjálfrar mín.

Nú ætla ég að nota morgundaginn í að lesa skemmtilega bók, síðan ætla ég að gera eitthvað allt annað en að horfa á keppnina. 

Ok, ég fylgist með en ég held með engum.

Lengra teygi ég mig ekki í þágu lands og þjóðar.

May the best man win.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góð, best að ég geri það líka.  Þá getum við slakað á.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 23:27

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Glætan að ég trúi þér!

Edda Agnarsdóttir, 23.5.2008 kl. 23:28

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég held með þeim sem vinnur

Huld S. Ringsted, 23.5.2008 kl. 23:30

4 Smámynd: Brynja skordal

Ég held bara með íslandi

Brynja skordal, 23.5.2008 kl. 23:39

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég veit ekkert í minn haus enda bara heyrt fáein lög sem ég gleymdi svo jafn harðan og ég heyrði þau...ætla samt að reyna horfa annað kvöld..hef ekki fylgst með síðustu ár...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.5.2008 kl. 23:53

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Föðurlandssvik.

Þröstur Unnar, 23.5.2008 kl. 23:55

7 identicon

Iss þú lýgur þessu eins og þú ert löng til, þú horfir með ákefð og klæðir þig í svart og bleikt til að passa inn í atriðið með okkar fólki, raddar með, tekur sporin og alles, sé þessa mynd mjög skýrt fyrir mér 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 23:56

8 Smámynd: Hulla Dan

Simoninn minn hlýtur að vinna þetta, enda flottastur þó hann sé í fötum 
Nú ef ekki þá held ég með Gínu og Frikka. Þau er allavega í flottustu skónum.

Hulla Dan, 24.5.2008 kl. 00:13

9 Smámynd: Jens Guð

  Ég kvitta undir hvert orð - nema þetta með að hafa farið á taugum yfir íslenska laginu.  Mér þykir það leiðinlegt eins og flest sem snýr að Júróvisjón.  Og er alveg sama um gang þess. 

Jens Guð, 24.5.2008 kl. 00:21

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

áttu bleika skó??

Hólmdís Hjartardóttir, 24.5.2008 kl. 00:52

11 Smámynd: Signý

ÖSS! þessu trúir enginn Jenný!... þú átt eftir að sitja manna stressuðust við kassann annaðkvöld og naga á þér neglurnar þegar stigagjöfin byrjar... og öskra manna/kvenna hæðst þegar og ef svo ólíklega vildi til að Ísland gæti mögulega verið nálægt því að vinna...  

Signý, 24.5.2008 kl. 01:16

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég gruna Signýju um sannsögli... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.5.2008 kl. 01:40

13 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Atkvæðagreiðslan er alltaf mest spennandi. Og varðandi þjóðernið, það er bara að halda mest með Finnum, næstmest með okkur og svo koll af kolli, þá er maður ekki þjóðremba, er það? Annars er ég alltaf jafn stolt af þjóðinni, einkum þegar hún eykur fjölbreytni sína, til dæmis með því að fá fleiri þjóðerni inn í samfélagið ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.5.2008 kl. 01:50

14 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Landamæralaus heimur er martröð og hrein heimska

Alexander Kristófer Gústafsson, 24.5.2008 kl. 02:31

15 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Mér finnst þetta hljóma eins og þú hatar Ísland

Alexander Kristófer Gústafsson, 24.5.2008 kl. 02:32

16 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Júró bliknar nú bara í samanburði við þetta

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.5.2008 kl. 02:36

17 Smámynd: halkatla

þú þekkir eurovision ekki mjög vel, sá besti vinnur næstum aldrei! en það kom stundum fyrir einu sinni. Ég held að íslendingum sé alveg sama hvar þetta lendir á morgun því við komumst uppúr undankeppninni. Það var svo hrikalegt stórmál. Góða skemmtun á morgun sama hvað þú endar með að gera

halkatla, 24.5.2008 kl. 03:10

18 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ætla ekki einu sinni að hugsa um þessa keppni miklu skemmtilegara í bígerð hér í sveitinni í kvöld en að glápa á TV

Ía Jóhannsdóttir, 24.5.2008 kl. 07:49

19 Smámynd: Garún

Þetta var geðveikt fyndin færsla......sé þig í anda í panic rífa niður einhvern fána og heftann á ennið á þér....svaka glöð alveg...

Garún, 24.5.2008 kl. 09:58

20 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Já,já,já Jenný mín þú ert náttúrulega löngu vaxin uppúr svona keppnum, hefur bara ekki nokkurn áhuga á þessu.

Ég held nú samt að þú verðir upp í sófa búina að breiða úr þér ofan á kallinn sem verður að hækka í tækinu fyrir skrjáfinu í snakkpokanum og sötrinu í þér.

Eingöngu spurning hvort þú ætlir að drekka Diet coke eða venjulegt, ég verð með venjulegt.

Svo getið þið skötuhjúin alltaf komið og fengið ykkur 7 lítra af ís með 4 lítrum af sósu, veist hvar þú færð það.

Passiði bara upp á að láta ekki plata ykkur svo þið verðið ekki allt í einu ein með fullann sófa af barnabörnum.

Góða helgi Jenný mín.

S. Lúther Gestsson, 24.5.2008 kl. 10:33

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lúther: Tek þig á orðinu með ísinn.  Það verður barnabarn í sófanum í kvöld. 

Garún: Þú ert sum sé á lífi.  Gott, var farin að hafa áhyggjur.

Alexander: Merkilegt að þú skulir lesa mögulegt hatur á Íslandi út úr færslunni.  Lastu ekki fyrstu málsgreinina?  En mér hefði komið á óvart ef þú hefðir skilið koseptið heimsborgari.

Takk öll fyrir frábær innlegg.  Ég er ekk að ljúga þó ég ýki smá.  Hef unnið að því hörðum höndum í gegnum árin að vera ekki mjög þjóðernislega sinnuð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.5.2008 kl. 10:46

22 Smámynd: Tiger

Fyrir utan Júróbandið - þá er það Bretland finnst mér. En, ekki spurning - við tökum þetta með stæl - eins og alltaf náttla!

Tiger, 24.5.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband