Föstudagur, 23. maí 2008
Óregluskáld á skítadreifurum?
Ég rambaði inn á visi.is áðan, þar sem ég sit og bíð eftir að maturinn verði klár hjá mér, því ég er svo dugleg húsmóðir, vakin og sofin yfir pottunum.
Og mig rak í rogastans. Ég las ritdeiluna á milli Sverris Stormskers og Stefáns Hilmarssonar.
Og fyrst hugsaði ég: Þeir láta eins og krakkar. Ég leiðrétti þá hugsun mína snarlega, svona láta börn aldrei. Þau berast ekki á banaspjótum og reyta æruna hvort af öðru.
Húsband sem þekkir tónlistarbransann upp á gott og vont, benti mér á að Sverrir hafi byrjað leikinn.
Það er rétt.
Stefán svarar og er heitt í hamsi og Sverrir brjálast endanlega og nú ganga blóðgusurnar aftan úr honum.
Ég þekki ekki Sverri Stormsker, né Stefán Hilmarsson, en ég hefði kosið að Stefán hefði ekki látið hafa sig út í að svara Skerinu. Og að taka meinta óreglu Sverris inn í myndina og skvetta henni á netið er leim. Ekki að Sverrir borgi ekki fyrir sig með sömu ásökun til baka beint í andlit Stefáns.
Hvað er ég að röfla. Lesið þetta nútíma einvígi upp á líf og dauða.
P.s. Ef konur hegðuðu sér svona þá efast ég ekki um að kvenkynsnafnorð yfir hund og kött væru notuð til að lýsa þeim.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég gafst upp á Sverrir 2 Svo segist Stefán ekki ætla að svara Sverri aftur, sjáum til. En afhverju þarf þessi sandkassaleikur að vera fyrir framan alþjóð ? Og svo les maður
M, 23.5.2008 kl. 17:20
Já M, en maður á eimitt að lesa og læra. Þetta er s.k. fyrirbyggjandi vinna upp á framtíðina, um hvernig á ekki að haga sér
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 17:23
Ég verð að segja það að ég gjörsamlega elska að lesa það sem Stormskerinn skrifar... Hvernig hann kemst að orði og hvað hann er skemmtilega háðskur (þó að á þessum síðustu og verstu tímum fer það að verða bannað líka). Algjör snillingur...
þetta var skemmtileg lesning...Ég held að verstu mistök manns séu að reyna að fara í eitthvað orðastríð við Sverri Stormsker, hugsa að hann vinni í yfirgnæfandi tilvika...
Signý, 23.5.2008 kl. 17:39
Ja hérna hér.
Góð lexía, þetta kalla ég að hægja sér út um æðri endann, eitthvað sem menn gera ( eða eiga að gera) í einrúmi í þar tilgerð apparöt.
Allavega kveðja á þig Jenný, held að ég verði að snúrublogga á mánudaginn, ef ég dett ekki í það áður og ef ég lifi eins og gamla fólkið segir, á möguleika á því að verða 9 ára edru þá. OMG
Einar Örn Einarsson, 23.5.2008 kl. 17:40
Ætli skemmtilegi frasinn "konur eru konum verstar" hefði verið notaður ef konur ættu í hlut.
Ása (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 17:45
Sverrir er svo miklu svalari en Stebbi
DoctorE (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 17:46
Æ þurfa menn að vera að þessu skítkasti opinberlega! Sá sem kastar skít númer tvö er engu betri en sá sem kastaði fyrst, ég held að þessir menn ættu að reyna að þroskast aðeins
En vonandi smakkaðist maturinn, sem eldaðist meðan að þú last þessa skítadreifingu, vel
Huld S. Ringsted, 23.5.2008 kl. 18:00
Hehe skemmtilega skrifað.
Ég kannast aðeins við Sverri og ég segi bara að enginn er verri þó hann þekki Sverri ..
Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 18:12
Já, þessi ritdeila er ótrúlega barnaleg en ég verð þó að segja eins og sumir hér að ofan: Sverrir er náttúrulega snillingur. Ég hlustaði heilmikið á hann hér fyrr á árum og maðurinn er snilldarskáld. Og Stefán er það ekki. Eins er Sverrir augljóslega miklu betri penni og Signý hefur rétt fyrir sér, menn ættu að hafa vit á því að fara ekki í ritdeilu við Sverrir - þeir hljóta að tapa.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.5.2008 kl. 18:16
Í mínum huga hefur þetta voðalega lítið með sandkassaleik tveggja tónlistarmanna að gera, mikla frekar ástand Sverris Stormskers. Á þeim forsendum hefði Stefán líklega átt að láta það vera að reyna að svara fyrir sig. EN - kannski er já-kórinn hans Sverris, t.d. sá sem kommentar á bloggsíðuna hans bara alls ekki að gera honum greiða með því að hallelúja í hvert einasta skipti sem pistlarnir um "fíflin" í kringum hann birtast. Kannski þarf Sverrir frekar á því að halda að einhver ráðleggi honum að drífa sig á Vog áður en fíflunum í lífi hans fjölgar mikið meira.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 18:23
Mér finnst það nú ekki koma málinu við á nokkurnhátt hvað Sverrir drekki mikið eða lítið. Það er frekar að fólk segi bara rétt frá hlutunum, og ég held að Sverrir sé að segja hlutina nákvæmlega eins og þeir eru, eða voru öllu heldur, og þykir mér það skítt að menn eins og Stefán Hilmarsson skuli leggjast á það plan að draga það inn í umræðuna hvort eða hvað Sverrir sé veikur fyrir áfengi, kemur málinu bara akkúrat ekkert við.
Signý, 23.5.2008 kl. 18:34
Já, ég hef miklar mætur á báðum á sinn hátt. En þetta er alveg með ólíkindum. Er kannski svona mikil heift í tónlistarbransanum og stutt í heiftina? Alveg merkilegt...
Eiríkur Sturla Ólafsson (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 18:36
Ég er sammála Signý hérna, það skiptir bara engu máli.
Eiginlega frekar ósmekklegt komment frá Önnu.
Ég hef gleypt í mig hvert orð og þó það væri ekki nema bara fyrir það hvað Sverrir kemur skemmtilega fyrir sig orði væri lesturinn fínn.
En svo finnst mér Sverrir bara hafa réttara fyrir sér en þessir sem eru að rembast við að svara fyrir sig
Andrea, 23.5.2008 kl. 19:09
Nú verð ég að játa á mig glæp. Mér finnst Sverrir ekkert sérstaklega mikill orðsnilldarmaður. Mér finnst hann nú eiginlega hafa hátt og það mikið.
En mér finnst þetta afskaplega barnalegt að láta svona ef tillit er tekið til þess að þetta eru fullorðnir menn að rífa hvorn annan á hol.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 19:25
Líklega er það undir öllum kringumstæðum betra að sleppa því að setja á netið eitthvað sem einhverjir aðdáendur Sverris telja að halli á hann. Ég hef látið það vera hingað til nema hvað ég lét þetta fjúka af því að mér hafa fundist viðbrögðin við þessu yfirhrauni hans á fjölmarga tónlistarmenn á landinu frekar einsleit. En Jenný mín. Taktu bara þetta "ósmekklega" komment mitt út og síðan þetta komment líka. Ég vil endilega leyfa fólki bara að dást að honum í friði fyrir mér. Það er best að ég geri það sem fjölmargir sem ég þekki hafa núþegar ákveðið að gera , þ.e. að eyða ekki orku í umfjöllun um þennan mann.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 19:30
Ég tek ekkert út og hér ríkir málfrelsi. Ég veit alveg hvernig Sverrir talar um kollega sína. Hann gerir það gjarnan opinberlega.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 19:36
Já mér hefði fundist Stefán meiri maður að svara þessu ekki í fyrsta lagi,í öðru lagi hefði hann mátt sleppa því að leggjast á sama dreifarann og Sverrir og blammera með persónulega hluti.
Ég vona að Stefán standi við orðin og svari ekki í annað sinn,þetta er komið gott.
Líney, 23.5.2008 kl. 19:51
GMG voru þeir ekki Júróvisjón-BFF? What gives?
Fyndið að sjá þjóðþekkta fullorðna menn kasta skít í hvorn annan eins og apar í dýragarði. Hver lætur svosem soga sig út í samskipti við Stormskerið!? Myndi ekki þora þessu.
(BFF = Best Friends Forever)
kiza, 23.5.2008 kl. 19:57
Vesen, vissi ekki að þetta væri aðdáendakeppni. Ég er nú bara að tala um þetta tiltekna mál sem er til umræðu hérna. Og ég get ekki með nokkru móti séð hvort Önnu finnst að Sverrir ætti að drífa sig í meðferð eða ekki
exskjús mí
Andrea, 23.5.2008 kl. 20:02
Kiza: Jú Stefán söng lag Sverris í Eurovision hérna um árið.
Linka: Ég vona líka að þetta endi með Sverri.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 20:08
vantaði náttúrulega skiptir máli þarna hjá mér
Ætlaði ekki að móðga konuna en gerði það greinilega samt.
Andrea, 23.5.2008 kl. 20:33
Ef þú átt við mig Andrea þá er svo langt frá því að ég hafi móðgast, ég var bara einfaldlega að kúpla mig út úr umræðu sem ég hefði betur sleppt að taka þátt í og hef nú sagt mitt síðasta orð í - vildi bara láta þig vita að þú móðgaðir mig ekki.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 20:43
Gott, enda ekki meiningin
Andrea, 23.5.2008 kl. 20:54
"ÞÖGN ER SAMA OG SAMÞYKKI", er alltaf viðkvæðið hjá Stormbeljendum landsins, - ef heiðarlegir listamenn, seinþreyttir til vandræða ákveða að svara ekki síendurteknum stormárásum á þá, frá tónlistarmanninum Stormskeri. -
Heiður og ferill þessara listamanna er dreginn ofan í svaðið, og aurslettum skvett út og suður. -
Í nafni húmors og skondins orðaforða, öðrum Stormskerjum landsins til skemmtunar. - Sem ærast af sjálfsánægju Stormskersins þeirra. -
Svo þegar listamenn svara loks, varfærnislega og ofur kurteislega, - og taka fram að um fleiri bréfaskipti verði ekki að ræða. -
Þá fá þessir listamenn á sig svellkaldan stormbeljanda frá sjálfu Stormskerinu. - Og að auki viðvörun, frá vinum hans dofrunum, um, að reyna ekki að svara, - því Stormurinn sé strandaður á skerinu, og hringsnýst þar í kringum rokrassgatið á sjálfum sér í eigin darraðardansi, og mun engum hlífa sem reynir að sljákka í honum. -
Svo ekki ætla ég að hafa aðra skoðun en þá sem Anna nefnir hér fyrir ofan. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.5.2008 kl. 21:32
Jamm, karlar eru greinilega körlum verstir, eins og ég hef alltaf sagt. Já, og köld eru karlaráð.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.5.2008 kl. 22:01
Mér fannst þessi lesning hjá þeim Bakkabræðrum lúmskt skemmtileg en finnst jafnframt þetta skítkast tæpast til eftirbreytni hjá fullorðnum karlmönnum. En það sem fer allra mest fyrir brjóstið á mér er að núna er ég úrkula vonar um að "Sókrates" verði nokkurn tímann tekinn live af þeim saman.
Emelía (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 22:15
Ég byrjaði að lesa eitthvað eftir Sverri á visir.is í dag en hætti fljótlega þegar ég sá hvers konar skrif þetta voru.
Ef fólk þarf að kasta skít á það að gera það heima hjá sér en ekki yfir alla þjóðina opinberlega, sama hve orðhagir þeir eru.
Skítkast er einkamál, rétt eins og trúmál og fleira sem aldrei á að troða með offorsi upp á annað fólk.
Lára Hanna Einarsdóttir, 23.5.2008 kl. 22:24
Sorglegt! Það er eina orðið sem mér dettur í hug þegar fólk virðist bera svona mikla heift og beiskju til hvors annars innra með sér. Og fá svo opinbera útrás með orðavaðli og ruddaskap. Mikil óhamingja þarna á ferðinni og sannarlega engin ástæða til að dást að því. Bara sorglegt!
Inga Dagný Eydal, 23.5.2008 kl. 22:28
Hefði ég verið í stöðu Hilmars ja þá hefði ég líka svarað fyrir mig...mér finnst hann reyndar gera það vel...
rökfærslur er ekki það sama og að vera grófur og móðgandi eins og margir virðast halda, í það minnsta virðist Sverrir eiga marga aðdáendur þess vegna
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.5.2008 kl. 22:33
Já ég skil ekki þessa aðdáun á sorakjaftinum á Sverri Stormsker.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 22:39
Í minni sveit þykir það ekki endilega greindarmerki að geta rutt út úr sér skít á tíma - stuðluðum eður ei. Sérgáfur geta stundum verið fylgikvillar hinna ýmsu heilkenna. Svo er umdeilanlegt hvort ábreiðutónlist hafi annan tilgang en að ylja þeim sem skríður undir hjá þeim frægari.
Ekki ætla ég að fara út í samanburð á bréfriturum en það væri gott ef kunnugir sem bera hag þeirra fyrir brjósti, og þeir treysta, gætu stillt til friðar. Nú þekki ég ekki til barnafjölda hvors um sig en þessi skrif eru gjafaeldsneyti fyrir hrekkjusvín og viðbúið að einhverjir líði fyrir það.
Linda María (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 07:08
Ég er aldrei hrifinn af svona skítkasti eins og þeir standa núna í og skil ekki þörfina á slíku yfir höfuð. Vonandi ná þeir að leysa málin sín á milli.
Tiger, 24.5.2008 kl. 14:57
Það er alltaf gaman að fjörmikilli umræðu. Stefán hætti sér út á hálan ís með því að kalla Sverri bögusmið og nokkrum óvarlegum kenningum. Reyndar er baga ekki hnjóðsyrði út af fyrir sig en er þó frekar notað í neikvæðri merkingu, samanber bögubósi og ambögur.
Eftir Stefán liggja margar frægar málvillur í textum. Þar ber hæst Haltu ekki að þér hönd og dæmið sem Sverrir nefnir, Hvar eru gleði þín og sorg?. Fyrir utan ranga stuðlasetningu.
Sverrir er bráðfyndinn þegar hann er í þeim gírnum, rökfastur og, já, bara skemmtilegur penni. Menn eins og Stefán lenda í grjótmulningsvél þegar þeir hætta sér í ritdeilu við Sverri. Hann lætur engan eiga neitt inni hjá sér.
Jens Guð, 24.5.2008 kl. 23:48
Já, er það ekki merkilegt að ef konum lendir saman er strax farið að tala um stelpuslag, tíkar... eða kattar...
Góður punktur hjá höf. um plagsið sem hefur pirrað mig lengi.
Þarna eru hins vegar bara prúðir herramenn að skiptast á skoðunum með málefnalegum hætti.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 25.5.2008 kl. 14:41
Mikið um hræsni hér.
Ég get ekki betur séð en að þeir sömu hérna inni sem tala um að það sé barnalegt, þeir séu í sandkassaleik og fleira , gera það nákvæmlega sama. Það er að svara fyrir sig þegar að þeim er vegið.
Mér finnst ekkert að því hjá Stefáni að svara fyrir sig , það er vegið harðlega að honum.
nonni (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 16:57
Kannski er þetta bara svona publicity-stunt hjá þeim til að vekja meiri athygli á nýjum plötum/tónleikum/dvd-um/whatever... A.m.k. nógu andskoti mikið minnst á þá báða (og Eyfa, í Fréttablaðinu um daginn) og þeirra lög sem og hvers kyns verk í pistlunum.
Gæti verið að ellismellirnir séu bara hræddir við nýju og fersku dægurlagaböndin sem hafa verið að ryðja sér rúms í íslensku tónlistarlífi...? ja lengi má spá.....
kiza, 25.5.2008 kl. 18:32
Sverris bréf 2 er ótrúlega skemmtilegt þegar maður venst svívirðingunum. Níðið er lifnað á ný!
halkatla, 26.5.2008 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.