Leita í fréttum mbl.is

Tónlistarhúsið ekki tilbúið - GMG

Er það nema von að Paul Vallely, blaðamaður breska blaðsins Independent, spyrji hvort allir ættu að flytja til Íslands.

Við erum hamingjusamasta þjóð á heimsbyggðinni.  Ótrúlega glöð þjóð.

Svo fremi þú sért hvítur, kristinn, blá- eða gráeygður, á réttum aldri og með pedigríið á hreinu, bjóðum við þig velkominn.

Við munum snobba fyrir þér og um leið og þú stígur á grýtta íslenska jörð munum við spyrja hvernig þér líki landið.  Og þú munt ekki svara eins og Ringo sem sagði "give me a break, ég var að lenda", heldur munt þú segja "ég elska þetta land" og henda þér flötum í stórgrýtið og smalla í þér beininn.  Og þá munum við í móttökunefndinni falla á okkar hreinræktuðu hné og þakka þér grátandi.

Paul veltir fyrir sér hvers vegna hamingjuþjóðin hérna úti í ballarhafi er eins lukkuleg og friðsöm og raun ber vitni.  Hm... Þekkja þeir Dómsmálaráðherrann?  Vita þeir um gas-gas-gasmann?

Markaðssetningin á Íslandi er greinilega algjört sökksess.

Paul heldur því fram að velferðarkerfið sé þróað.  Hm.. það passar ekki alveg.  Það eru miklir erfiðleikar á AkranesiWhistling

Paul fabúlerar áfram, getur verið að hvalveiðar geri okkur hamingjusöm?  Ég veit ekki með ykkur en mín hamingja hefur aðallega með skort á alkahóli að gera.

Kannski erum við svona happý af því ég fór í meðferð og nokkrir til viðbótar.  Veit fólk hvurs lags guðs gjöf til mannkyns edrúmennska undirritaðrar er?  Nei, vanþakklæti, vanþakklæti.

Við erum að tala um biggtæm framlag til friðar og spektar í hinum vestræna heimi, gott fólk og allt Vogi að þakka.

Ég hef ákveðið að við munum lenda í 2. sæti á laugardaginn.  Af hverju galdra ég okkur ekki í það 1.?  Jú það er ástæða fyrir því.

Tónlistarhúsið verður ekki tilbúið næsta vorDevil


mbl.is Ættu allir að flytja til Íslands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hér er önnur grein um svipað málefni sem birtist í Guardian á sunnudaginn. Það er greinilega miklu betra að búa á Íslandi en mann grunar. Annars er sjálfsagt með það eins og svo margt annað - fólk metur ekki að verðleikum það sem það hefur og heldur að grasið sé alltaf grænna hinum megin.

Annars er þessi síðasti punktur hjá þér frábær - og einmitt þess vegna má Ísland bara alls ekki vinna þessa "keppni".

Bein lýsing Bergmálstíðinda í kvöld var góð. Ég lét mér hana nægja.

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.5.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Linda litla

Við eigum skilið að lenda í fyrsta sætinu. Af því að íslendingar eru flottastir !! Við erum fallegustu konur í heimi.... það er alveg næg ástæða til þess að leyfa okkur vinna einu sinni.

Linda litla, 22.5.2008 kl. 22:43

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Við bara "reddum" því.....sko klárum tónlistarhúsið á mettíma  annað eins hefur nú gerst í happylandi.

Og í kvöld eru allir svo rosalega happy út af júróvísjón,sko það þarf ekki mikið til að gleðja landann

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.5.2008 kl. 23:08

4 identicon

Stóri salurinn í tónlistarhúsinu mun ekki taka nema 1800 manns. Þú getur alveg útilokað það strax.

Norskur (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 23:40

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ha ha ha ég á eftir að hlæja mig í svefn...Jenný þú ert bara snilldin ein

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 22.5.2008 kl. 23:53

6 Smámynd: Hulla Dan

Mér þykjir óskaplega vænt um eyjuna okkar og alla sem þar búa.
Ég er samt miklu hamingjusamari í Danmörku og upplifi danina sem ég þekki og umgengst sem miklu nægjusamari og hamingjusamari þjóð en íslendinga.
En alla vega... Til hamingju Ísland

Hulla Dan, 23.5.2008 kl. 06:55

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Sammála Hullu ad øllu leyti  

og já,spái Islandi auddad topp 3 á laugardaginn, en akkuru megum vid ekki vinna??? skitt med húsid,bara á laugardagsvøllinn med thad heillin  eda ekki... kvedjur i  daginn thinn Jenní,eigdu góda helgi

María Guðmundsdóttir, 23.5.2008 kl. 07:03

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vissi að seyðurinn þinn og þulurnar mínar bæru árangur.  Nú leggjumst við öll á eitt á laugardaginn, verst það er svo mikið um að vera hjá mér alla helgina en ég skala reyna eins vel og ég get, svona á milli mála og gala eins og ég get til Belgrad.

Annars skil ég ekki hvað ég er að skipta mér af þessu, mér gæti ekki staðið meir á sama um þetta Jurovision swing!  Bara svona rosalega meðvirk þessa dagana.  Heitir það ekki samhyggja uppi á Hamingjulandinu?      Góðan dag Jenný mín

Ía Jóhannsdóttir, 23.5.2008 kl. 07:49

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Líst vel á að þú galdrir okkur í annað sætið, alls ekki það fyrsta! Ráðamenn væru vísir til að fara á eitthvert eyðslutripp til að sanna fyrir heiminum að við séum svo rík þjóð

Huld S. Ringsted, 23.5.2008 kl. 08:19

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko miðað við að mér finnst Júró algjör lágkúra, þá er ekki í lagi hvað ég er intúitt.  En það er gaman að fíflast.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 08:45

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

..og já, ég er göldrótt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 08:45

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mér finnst Júró líka lágkúra -en vil samt alls ekki missa af

Marta B Helgadóttir, 24.5.2008 kl. 13:39

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mara: Nákvæmlega.  Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.5.2008 kl. 13:50

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Djísús, ég meina Marta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.5.2008 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.