Leita í fréttum mbl.is

Af átakasvæðinu

Það verður ekki á vígvöllinn logið. Ég sver það, það er ekki búandi hér í Breiðholtinu.  Hverjum dettur eiginlega í hug að byggja upp í sveit?  Ók, átakasvæðið er ekki sveit en þegar Breiðholtið var byggt var það svo sannarlega ekki miðsvæðis.

Og ég endaði hér.  Enginn veit sína æfina.  Sjálfur vestur- og miðbæingurinn þurfti að éta ofan í sig hástemmdar yfirlýsingar um að fara ekki lengra "út úr" bænum en sem næmi Rauðarárstíg, ef hjá því væri komist, fór gott lengra en það, alla leið upp í Seljahverfi og það er allt helvítis Laugaveginum að kenna, vegna næturóeirða fyrir neðan gluggann minn um árabil.

En mér er ekki svo leitt sem ég læt.  Það keyrði enginn bíll á minn húsvegg.  Það ældi enginn á tröppurnar og það reyndi enginn að beita mig ofbeldi í nótt.  Þá vitið þið það.

Vitið þið að Seljahverfið er eitt grænasta svæði borgarinnar?  Hér er sumarið að koma, allt að grænka og fyrir utan eldhúsgluggann minn stendur fallegast tré í heimi og laufgast svo hratt að ég get nærri því sé það gróa.  Nei, ég er ekki á sýru.

En hvað um það, mig langar aftur á heimaslóðir.  Það býr svo lengi að fyrstu gerð.  Ég er með heimþrá í vesturbæinn og miðbæinn.  Frumburður býr í vestur, sú yngsta í miðbæ.

Ég upplifi mig eins og í sveitadvöl.  Eða það held ég, var aldrei send í sveit og ég þakka mínum sæla fyrir það.  Hrædd við kindur og allt.

En ég vildi sum sé tilkynna ykkur að það var ekki keyrt á minn húsvegg hér í Breiðholtinu í nótt.  Einhver annar hlaut það hnoss.

Yfir og út frá átakasvæðinu.


mbl.is Ók á hús í Breiðholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

það er gott að búa í seljahverfi eða var frekar rólegt þegar ég bjó þar fyrir all mörgum árum humm...spurning um að hætta að hlaupa á veggi þetta getur orðið smitandi en hrædd við kindur hafðu ljúfan dag mín kæra

Brynja skordal, 20.5.2008 kl. 09:54

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég bý í sveit og engin angrar mig ekki einu sinni sauðfé á beit.  Jenný ég trúi því ekki að þú sért hrædd við kindur, sauðmeinlausar skeppnurnar! 

Hvernig hefur birdy annars það, þarna fyrir ofan snjólínu, veit þú ert ekki hrædd við hann nema þegar hann sleppur út um rimlana.  

Ía Jóhannsdóttir, 20.5.2008 kl. 10:35

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já því ekki, þá get ég bæði komið til þín og Ingu!

Farðu bara aftur í vesturbæinn það klæðir þig vel - stend með þér!

Edda Agnarsdóttir, 20.5.2008 kl. 11:10

4 Smámynd: Garún

Ég var líka miðbæjarrotta bjó á Njálsgötunni í 10 ár.  Nú er ég flutt uppí sveit.  Hafnir eru sveit

Garún, 20.5.2008 kl. 11:28

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Garún: Já Hafnir eru friggings óbyggðir.  Muhaha

Edda: Ekki vitlaust.  Flutningar eru í nefnd.

Ía: Ég er ekki lengur beinlínis hrædd við kindur, en ég vil helst hafa þær á disk.

Hallgerður: Ekki í bómull, meira svona silki.  Hóhó.

Brynja: Ég er borgarbarn, what can I say?

Búkolla: Ég er KR-ingur, það breytist aldrei.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 11:33

6 Smámynd: Linda litla

Núna verð ég forvitin... hvar í Breiðholti var verið að klessa á hús ? Ég missi alltaf af öllu.....

Linda litla, 20.5.2008 kl. 12:43

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég elska miðbæ Reykjavíkur...allavega svona í minningunni, er alin upp við tjörnina í Rvk en fór svo mörgum árum seinna upp í breiðholt þá var nú ekki gróðrinum fyrir að fara....er ekki viss um að ég myndi vilja búa í miðbænum þessa dagana ..lætin og sóðaskapurinn er yfirgengilegur.

En ertu hrædd við kindur???? ha ha ha  spurning um að fá húsband til þess að bruna  með þig út á land þar sem þú getur klæðst lopapeysu og gönguskóm og fengið náttúruna beint í æð.....ég segi það satt, það er fátt sem toppar það... 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.5.2008 kl. 12:53

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.5.2008 kl. 13:04

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég er ekkert hissa á að þú skulir vera hrædd við kindur þær geta verið ansi skapmiklar, mín fyrsta kind Bauga, stangaði mig í bak og fyrir ef hún komst í tæri við mig.

 Og ég hef séð bæði kindur og hrúta renna sér á börn og ætla að stanga þau. - Svo enginn skal hlægja að því, ef börn og fullorðnir eru hrædd við dýr. -

Man líka eftir mágkonu hans pabba sem var alveg logandi hrædd við litla hundinn minn, sem var eitthvað að reyna að sleikja sig upp við hana. - 

Þá benti pabbi mér á harmleikinn sem lengi logaði á milli okkar Baugu, - svo maður skal aldrei hlægja að hræðslu annarra heldur fræða um leið til bjargar. - Það gerði pabbi minn.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.5.2008 kl. 14:18

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

En ég mundi flytja aftur í miðbæinn ef ég væri þú, hér eru engar kindur, og hér er gott að búa. - Allavega þar sem ég bý. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.5.2008 kl. 14:21

11 Smámynd: Laufey B Waage

Í mið- og vesturbænum (lesist; bestabænum) mínum er ekki bara allt að grænka og laufgast, - það er allt orðið fagurgrænt og laufgað fyrir nokkrum dögum. Og hér skal ég sko vera þangað til ég er orðin allra kellinga elst (svo ég segi það nú einu sinni enn).

Laufey B Waage, 20.5.2008 kl. 15:59

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lilja Guðrún: Takk fyrir þetta.  Ég er þá ekki ein.

Laufey: Ég enda örugglega í vestur- eða miðbæ.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband