Leita í fréttum mbl.is

Nóg komið

Ég hef alltaf haft opið fyrir óskráða bloggara hér í athugasemdakerfinu.  Einfaldlega vegna þess að umræðan verður oft fjölbreyttari og skemmtilegri eftir því sem fleiri taka þátt.

En nú gefst ég upp.

Undanfarna daga hef ég fengið  hverja subbuathugasemdina á fætur annarri í kommentakerfið mitt, og flestir nafnlausir einstaklingar út í bæ.  Ég hef lokað á hverja ip-töluna á fætur annarri en ekki lokað fyrir athugasemdir.

Nú hef ég opið fyrir Moggabloggara og búið mál.  Þó þeir séu nú ekki allir til að hrópa húrra fyrir heldur.

Og svo að máli dagsins/vikunnar/mánaðarins/ársins.

Mér er hálf óglatt yfir umræðunni um komu palestínsku kvennanna og barnanna hingað til lands.

Ég fer hjá mér vegna umræðunnar um að fyrst þurfi að hugsa um Íslendinga áður en hægt að er að veita landlausu og hrjáðu fólki athvarf hérna í 5. ríkasta landi heims.

Hvað er í gangi á þessu landi?  Er það ímyndun í mér að flestir sem taka til máls í þessa veru tengist Frjálslynda flokknum?  Þið fyrirgefið en ég sé ekki betur.  Er búin að lesa pistla og athugasemdir út um allt í bloggheimum og mér sýnist að Frjálslyndir séu undantekningarlaust sammála Magnúsi Þór.

Ég vona svo innilega að einhvað annað bæjarfélag taki að sér að bjóða konurnar og börnin velkomin.  Ég vil ekki sjá að þau mæti andúð og skilningsleysi "allra" Skagamannanna sem eru á móti komu þeirra.

Nánar um málið sjá hér.

Þetta er okkur til minnkunar gott fólk.

Hvernig getur allt orðið vitlaust vegna konu 60 manns á tveimur árum?  Það er ekki eins og við höfum verið að standa okkur í að taka á móti flóttamönnum á liðnum árum við Íslendingar.  Þó að móttaka þeirra sem hingað hafi komið hafi gengið vel fyrir sig og að henni hafi verið staðið með mikilli prýði.

Svei mér þá, ég held að það ætti að senda þetta lið sem lætur svona í námsferð og til enduruppeldis í flóttamannabúðirnar þarna niðurfrá.  Bara til að fá ástandið í æð.

P.s. Og þið kæra fólk sem hafið glatt mig með líflegum innleggjum í umræðuna og eruð ekki Moggabloggarar þá er gestabókin opin og netfangið mitt uppi í höfundarboxinu.

Og fyrir nóttina góð gæsahúð inn í draumaheiminn

Sweet dreams.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea

Litlir krúnurakaðir kallar í hjarta sínu - og kellíngar

Andrea, 19.5.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: halkatla

sammála þér um minnkunina og gagnrýni þessa ákvörðun þína með kommentin ekkert... góða nótt

halkatla, 19.5.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég kommentaði áðan og það hefur ekki komið, er að gera prufu 2

Ásdís Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 23:30

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jess, æm in.  Þá vitum við það.  Hafðu það gott snúllan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 23:30

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Andrea: Rétt.

Anna Karen: Enda ekkert að gagnrýna.  Það er ekki endalaust hægt að láta hella yfir sig úr ógeðslegum hlandkoppum fólk út í bæ.  Héðan í frá loka ég á alla sem halda sér ekki innan almennra kurteisismarka.  Ég er búin að meðtaka allan þann skít sem ég vil taka.

Ásdís: Auðvitað ertu inn.  Þó það nú væri dúllan mín,.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 23:34

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æ þetta er allt saman leiðinleg umræða, finn til með aumingja fólkinu að koma í þetta andrúmsloft, kannski réttast eins og þú segir að eitthvert annað sveitarfélag taki við fólkinu. En fyndnast við þennan pistil hjá Agli er að hann linkar á færslu hjá manninum mínum og titlar hann stuðningsmann Magnúsar?? hann veit eitthvað meira en ég

En gott hjá þér að loka á "ekkibloggara" það er langt síðan ég gerði það hjá mér og svei mér þá ef ég sef ekki bara betur!

Góða nótt Jenný

Huld S. Ringsted, 19.5.2008 kl. 23:38

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ha? Huld, hvernig stendur á því.  Þarf að kíkja á þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 23:42

8 Smámynd: Linda litla

Ég myndi a.m.k. ekki vilja fara í bæ þar sem ég væri ekki velkomin. Það er nokkuð ljóst.

Geggjað lag, Aerosmith..... = það eru snillingar, þú ert með góðan tónlistarsmekk. Synd að hátalarnir í tölvunni virka ekki, en ég kann lagið svo ég söng bara með myndbandinu, var ekkert síðri en Steven Tyler.

Hafðu það gott snúlla.

Linda litla, 20.5.2008 kl. 00:10

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég er svo innilega sammála þér....mér blöskrar neikvæðu umræðurnar um flóttafólkið...ég satt best að segja hélt að Íslendingar væru lengra komnir en þetta.....ég skil heldur ekki hvað fólk hefur á móti komu þeirra, það er nú þegar búið eftir því sem mér skilst, þegar búið að eyrnamerkja þessa peninga í hjálparstarf, þó hætt yrði við færum þeir peningar ekki til hjálpar í félagslega geirann á Akranesi. Magnús talaði um að það vantaði félagslegar íbúðir en ég veit ekki betur en að þetta fólk fari á almennan leigumarkað og að ríki borgi þá leigu fram að því að fólk geti farið að sjá fyrir sér sjálft. Hvað er það sem fólk óttast svona????

Ég velti því fyrir mér hvort annað væri upp á teningnum ef þetta væri hópur t.d. frá Danmörku?? 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.5.2008 kl. 00:29

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég held þetta sé allt saman einn allsherjar misskilningur og/eða múgsefjun. Ég segi alla vega fyrir mitt leyti, takk fyrir linkinn. Opnaði mín augu heilmikið. Þetta mál þarf ég að ræða við þig yfir kaffibolla mín kæra

Jóna Á. Gísladóttir, 20.5.2008 kl. 00:59

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigurður Helgi Magússon F lista maður hefur gagnrýnt þennan málflutning..

ing

Hólmdís Hjartardóttir, 20.5.2008 kl. 02:39

12 identicon

Á ég að trúa því að það gangi undirskriftarlistar gegn komu flóttafólks á Skagann? Getur þetta verið? Hver gerir slíkt?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 08:33

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gísli: Það segir Magnús Þór, því miður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 08:45

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er ekki bara málið Jenný mín að þú og fleiri samsamið Frjálslyndaflokkinn og rasistana, vegna umræðunnar sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu og endalausum árásum og rógi um frálslynda flokkinn.  Ég hef ekki orðið vör við að mínu fólki sé verr við útlendinga en öðru fólki.  Sit ég þó í miðstjórn flokksins.

Málið er að Magnús Þór vildi meiri umfjöllunum um málið, án þess að ég ætli að fara að ræða það hér. 

Mér hrís hugur við hatursfullum athugasemdum, á báða bóga, því það má ekki á milli sjá hverjir geta verið ógeðslegri og andstyggilegri þeir sem heimta "hreina þjóð" eða hvað sem þeir kalla þetta, eða hinir sem djöflast út í fólk sem vill ræða málin, þeir eru umsvifalaust samsamaðir þessu fólki, og ekkert hlustað eða gefinn griður.

Það er þrennt sem ekki má ræða án þess að umræðan fari öll á hvolf, það er innflytjendamál, vændi og klám, og virkunarmál, þarna má líka bæta við hvalveiðimálum.

Það er eins og fólk gjörsamlega missi sig í umræðum um þessi mál og engin skynsemi kemst að.

Ég veit satt að segja ekki af hverju við erum svona, ég held að þetta sé einsdæmi, meðal þjóða, allavega þeirra fjölmennari.  Það getur verið af því að við erum svo fá og smá, að nálgunin er of mikil einhvernveginn.  Fólk tekur þetta jafnvel persónulega, þó verið sé að ræða málin á almennum basis.  Við erum einhvernveginn alveg rosalegir smáborgarar, þó við þykjumst vera svo klár og smart.  Þá erum við ennþá með annan fótinn í moldarkofanum, og sjáum ekki út fyrir heimreiðina.  Þannig finnst mér þetta vera allavega.

En ég vona svo sannarlega og veit að akurnesingar taka vel á móti þessu blessaða fólki, þegar út í alvöruna er komið.  Síst eiga þau skilið að lenda í samfélagi enn þá einu sinni, þar sem þau eru ekki velkomin.  En það er eins með það og allt annað, sendiboðin skotinn.  Magnús Þór gerður að vonda karlinum, af því að hann leggur fram velígrundaða skýrslu og vill fá svör. 

Ég fyrir mitt leyti býð þetta blessaða fólk velkomið og óska því alls góðs í nýju landi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2008 kl. 09:21

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Linda litla: Er í kasti.

Ásthildur: Ég held því alls ekki fram að allir í Frjálslynda flokknum séu haldnir kynþáttaóvild, alls ekki.  En þú veist eins vel og ég að málflutningurinn í fyrra var ekki flokknum til sóma.

Magnús Þór er ekki að hamast þetta út af lélegu skipulagi, amk. ekki eingöngu, það er ég alveg með á hreinu.  Nú er það orðið heljarinnar mál hver uppruni fólksins frá Palestínu er.  Hvaða máli skiptir það?

Takk öll fyrir innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 09:49

16 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Heyr Ester, Heyr Ásthildur. Og Jenny, að vera að blogga er að vera opinber einstaklingur. Að vera opinber einstaklingur er ekki í takt við að vera í feluleik. Það skýtur skökku við að vilja tjá sig um allt og alla....en ekki hlusta. Það er með ólíkindum að ritskoðun af þessu tagi sé líðin á blogginu, en njóttu vel og sértu vel að því komin að safna einungis í kringum þig jáistum. FRIÐUR (án takmarkana).

Haraldur Davíðsson, 20.5.2008 kl. 10:23

17 Smámynd: Haraldur Davíðsson

P.S. Það er til málsháttur sem hljóðar einhvernveginn svona: Ef þú þolir ekki hitann, farðu þá úr eldhúsinu.

Haraldur Davíðsson, 20.5.2008 kl. 10:25

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Haraldur: Láttu ekki eins og banani.  Heldur þú virkilega að Moggabloggarar séu einhver jákór?  Hvurs lags fíflagangur er í þér maður.  Það eru mörk og þegar viðbjóðurinn er orðinn slíkur að manni verður óglatt af að lesa, þá er bara að fara í stjórnborð og nota fídusana.

Ég þoli hitan ágætlega karlinn minn, til marks um það þá er ég að svara þér dúllurass.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 11:55

19 Smámynd: Þröstur Unnar

Vó, ég er Skagamaður og not banned.

Þröstur Unnar, 20.5.2008 kl. 15:02

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú þarft að ávinna þér ákveðin réttindi Þrölli minn til að fá það konunglega tríment að vera skráður bloggari en samt banned.  You sí?

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 2987161

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband