Leita í fréttum mbl.is

Með hvali á heilanum

Skelfing eru þessar eilífu hvalveiðar orðnar þreytandi.  Lítill markaður er fyrir kjötið og allt verður vitlaust úti í heimi.

Höldum við að það sé hægt að ganga fram hjá viðhorfum sem eru við líði víða um heim?

Stundum erum við eins og unglingar á mótþróaskeiði.  Við ætlum samt hvað sem hver segir.

Ég hef persónulega enga sérstaka verndartilfinningu gagnvart hvölum, mín vegna má fólk úða þessu í sig bara að það sé ekki að gera það fyrir framan mig.  Skepna sem lyktar eins og rotnandi hræ þegar búið er að veiða hana er ekki matur í mínum huga.  Afsakið ég er að æla.  En endilega snæðið kvikindið ásamt skötu, signum fiski og annarri ýldu.  Svo íslenskt eitthvað.

Málið er að það er sterk andúð víðast hvar gagnvart hvalveiðum. 

Við þurfum ekki endilega að beygja okkur fyrir allri vitleysu úti í heimi, en þegar fyrirsjáanlegar eru miklar líkur á tekjumissi og skemmd á ímynd okkar þá höfum við hreinlega ekki efni á þessum veiðum.

Er ekki hægt að hætta þessari þrjósku?

Jösses, hvað þetta er orðið þreytandi.


mbl.is Gagnrýna væntanlegar hrefnuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Hallgerður, þeir eru látnir bíða eftir að hægt sé að hefja hvalveiðar á fullu.  Ég held því fram að það sé ekki gerlegt, við rústum ímynd landsins ef af verður.  Afhverju í ósköpunum er ekki hægt að gefast upp?

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 20:07

2 identicon

Gefast upp hvað,það er greinilegt að það er búið að ríxa þér í rassinn,við látum ekki undan svona vonlausum þrýstihópum sem hafa ekkert betra að færa,fara frekar þar sem þörf er og láta heyra í sér þar enn ekki hér,við erum fiskiþjóð þannig er það,efast um að þú og þínir líkar væru á lífi ef það hefði ekki verið fyrir veiðar...vinnan!!

Jón Pálsson (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 20:11

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

æ þetta er þreytt mál. hvalveiðimenn veiða vegna þrjóskunnar að láta ekki segja sér fyrir verkum og hvaðfriðunarsinnar telja hvali í guðatölu því þeir geti talað saman. það geta rottur líka.

frekar þreytt.

Brjánn Guðjónsson, 19.5.2008 kl. 20:30

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt, er svipuðum nótum og þú í þessu. Love You A Ton 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 20:50

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Einu sinni fannst mér hrefnukjöt gott en það var líka fyrir laaaaaanga löngu! hef ekki borðað svoleiðis síðan og ætla mér það ekki. Ég er nú samt fylgjandi þessum veiðum svo og hvalveiðum.

Huld S. Ringsted, 19.5.2008 kl. 21:06

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég er líka á móti hvalveiðum núna, en eingöngu vegna þess að mér finnst algjör óþarfi að vera að skapa okkur óvild,  vegna afurðar, sem ógjörningur er að losna við vegna mengunar, s.s. kvikasilfurs og annarra eiturefna, sem þessi blessuð dýr eru uppfull af.  -  

Hver haldið þið að ástæðan sé fyrir því, að ekki hafi tekist að selja kjötið af þeim hrefnum, sem veiddar voru í síðasta "rannsóknarleiðangri" ? 

- Haldið þið kannski að það sé vegna þess að við tímum ekki að selja kjötið, afþví að við erum að safna í stafla. 

 Hver skildi orsökin þá vera? -

- MENGAÐ HRÁEFNI. -  Stórvarasamt verðandi mæðrum, veldur fósturskaða.  En þetta vitið þið nú alveg jafn vel og ég.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.5.2008 kl. 21:28

7 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´

Jenný Anna.  Þú skrifar, en ég bæti inní og (hef í sviga það sem mér finnst passa við þig).  Hvernig þú skrifar um matinn sem mér og börnunum mínum finnst mér góður, finnst mér að ég þurfi að gubba þegar ég sé nafn þitt og ljósmynd af þér á prenti.  (Fyrifgefðu meðan ég æli);

Ég hef persónulega enga sérstaka verndartilfinningu gagnvart hvölum (Jenný Önnu), mín vegna má fólk úða þessu í sig (þefa af henni) bara að það sé ekki að gera það fyrir framan mig.  Skepna sem lyktar eins og rotnandi hræ þegar búið er að veiða (húkka) hana er ekki matur (one night stand) í mínum huga.  Afsakið ég er að æla.  En endilega snæðið (njótið samvista við) kvikindið ásamt skötu, signum fiski og annarri ýldu.

Kveðja,  Björn bóndi.

P.S., Svona er nú blessað málfrelsið, prentfrelsið og tjáningarfelsið sem þið Femínistarnir njótið að misnota sí og æ.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 19.5.2008 kl. 21:28

8 Smámynd: Magnús Jónsson

Jenný: væri ekki léttara fyrir þig að hafa bara Gullfisk á heilanum í staðin fyrir þennan Hval????, en án gríns þá er andstaða við hvalveiðar merki um árangur af áróðri, án raunverulegra raka, með áróðri er spilað á tilfinningar trúgjarns fólks sem trúir því í alvöru að ekki þurfi að drepa dýr til að geta borðað þau.

Magnús Jónsson, 19.5.2008 kl. 22:12

9 Smámynd: Brynja skordal

Súr hvalur nammi namm

Brynja skordal, 19.5.2008 kl. 22:25

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Súr bóndi ,,,oj

Þröstur Unnar, 19.5.2008 kl. 22:35

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er orðin ansi sjóuð í óþverrum eftir að ég fór að blogga.

Þegar ég byrjaði hins vegar, hefði svona vibbi eins og ég fæ reglulega í andlitið hér inni á síðunni minni sennilega orðið til þess að ég hefði hætt að blogga.

Þannig að þið heiðruðu herrar eruð of seinir á ferðinni með grútskítugan munninn á ykkur.

Ég er sammála þér Lilja Guðrún frá a-ö.

Og þið sem kunnið ykkur ekki, haldið ykkur fjandanum fjarri.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 22:36

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já súr hvalur nammi namm - ég fékk súran hval á síðasta þorrablóti eða var það á þar síðasta, ég hlakkaði ekkert smá til að smakka eftir margra ára fjarvistir við hann - en nei þetta var ekki sama bragðið og í den, eða hvað? Hafði ég breyst eða kunnu þeir ekki lengur að verka súrhval? Það var nánast ekkert varið í hann miðað við í gamla daga!

Hallgerður þú drepur mig - það er svo gott að elska!  En hvar við værum? Aha eru það ekki gömlu góðu verbúðirnar eða torfbæirnir?

Edda Agnarsdóttir, 19.5.2008 kl. 22:41

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Mér er misboðið - út með Björn bóndadurg!

Edda Agnarsdóttir, 19.5.2008 kl. 22:43

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er búið að setja múl á bóndann, hann setur ekki inn fleiri subbuathugasemdir hér.

En maðurinn á bágt, ég móðgaði uppáhalds matinn hans OG barnanna hans.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 23:27

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hrefnukjöt er betra en nautakjötið sem við fáum hér heima.  Það er hægt að steikja hana eða grilla, og það er alveg frábært,  súr hvalur er líka lostæti, þeir hafa engu gleymt sem verkuðu hvalinn sem ég fékk í vetur.

Þessi mótmæli sem verið er að tala um er meira stormur í vatnsglasi, æsingur í fólki sem heldur að kjöt komi innpakkað í neytendaumbúðir í verslanir.  Við eigum rétt á að nýta þann sjávarafla sem er í kring um landið, og það er vitað að Hrefnustofninn er í þeirri stærð að þola vel veiðar. 

Hrefnan étur líka fiskinn á við fleiri togara.  Svo það er réttlætanlegt að halda henni í skefjum.  Ég er sammála því að það getur farið saman veiðar og skoðun.  Bara með skipulagningu, svæði til að skoða og svæði til að skjóta.

Ég vil ekki láta kúga okkur á þennan hátt við erum frjáls þjóð, sem á rétt á að nýta þær auðlindir sem eru á og við landið okkar, okkur til framdráttar.  En það er mín meining. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2008 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband