Leita í fréttum mbl.is

Ekki útlendingahatur - listrænn gjörningur

Nú er komin skýring á skiltunum sem ég bloggaði um í pistlinum hér fyrir neðan.  Þetta er listrænn gjörningur, hluti af sýningu sem heitir Ferðalag.

Ég sé ekki list í þessum gjörningi.  Kannski af því þetta kemur á tíma þar sem Akranesmálið er í umræðunni og fólk að æsa sig í báðar áttir.  Í raun myndi ég segja að þjóðfélagið logi vegna þessa máls.

Ég tala amk. varla við manneskju sem ekki minnist á Akranesgjörninginn.  Bara að hann væri listrænn sá gjörningur og á morgun myndi Magnús Þór segja "djók", þetta var hluti af stærra verki sem ég er með í smíðum.

En ég geri mér ekki von um það.

Þessu er hér með komið á framfæri.

Ójá.

Ég skil samt að þetta kallar á umræðu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mynd af kynfærum konu á líka að vera list.Ég er ekki fyrir svona list og þykir þetta mjög ó-listugt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 14:42

2 Smámynd: halkatla

ég er algjörlega á móti gjörningalist (hún pirrar mig svo að það er ekki eðlilegt), þetta er enn einn naglinn í líkistu hennar hvað mig varðar

mér finnst líka koma útá eitt hvort það eru listamenn eða rasistar sem setja upp svona veggspjöld, það breytir í raun engu! 

halkatla, 19.5.2008 kl. 14:46

3 identicon

Ég sá ekki í gegnum þetta fyrst en nú þegar skýringin er komin sé ég alveg listina í þessu. Eitt af hlutverkum listamanna er að fjalla um umdeild samtímamál og setja þau í ögrandi samhengi. Og hvað sem fólki kann að finnast um þetta verk vakti það sannarlega umtal!

Hildur (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 14:58

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Spurningin er hvort tilgangurinn helgi meðalið.  Þetta er svona alveg á mörkunum finnst mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 15:31

5 Smámynd: Le Betiz

Vertu nú ekki með þessa neikvæðni. Þú dæmir verkið án þess að hafa litið það augum. Maður þarf að "vera á staðnum". Svipað og þegar Gústi bróðir átti strætógjörninginn í fimmunni í síðustu viku. Svakalegt.

Le Betiz, 19.5.2008 kl. 15:43

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég er að reyna að líta þetta jákvæðum augum og get með góðum vilja flokkað Magnús Þór undir gjörningamann en listrænn er hann ekki.

Steingerður Steinarsdóttir, 19.5.2008 kl. 16:10

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég tek aftur þetta með að þetta sé ekki flottur gjörningur.  Ég þurfti að hugsa mig aðeins um, er svo óbalanseruð vegna Akranesmálsins.  En auðvitað er listin frábær miðill og getur vakið umræðu og á að gera það.

Steingerður: Góð.

Le Betiz: Fimmunni í Gautaborg?

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 16:15

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jenný þú ert listrænn gjörningur.

Takk innilega fyrir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.5.2008 kl. 16:34

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Fjöldin allur af heimspekingum og lærðu fólki hefur sett fram kenningar um list..þeir spyrja líka spurninga eins og, á list að vera falleg til að geta flokkast sem list...er þá allt sem er fallegt list( fallegt fólk, fallegur skápur, fallegt land) eða er það bara list sem líkir eftir raunveruleikanum??? Er þá listin ekki bara orðin tæknileg færni?? Listin er svo miklu meira en það...hún þarf ekki að vera falleg til að skilgreinast sem list. Margar bækur sem innihalda átakanlega og stuðandi sögu/frásögn flokkast undir bókmennta verk. Fyrir mér er list sá hlutur eða gjörningur sem hreyfir við fólki, fær mann til að hugsa  hlutina frá öðrum vinkli...svo er enn aftur hægt að skilgreina listina sem góða eða slæma, alveg eins og bókmenntaverk.

Það vantar kennslu í myndlæsi á Íslandi..listkennsla er fáránlega lítil í skólum, ég veit að hún er mun meiri á hinum norðurlöndunum, og listkennsla er mjög mikilvæg vegna margra hluta. Ég skrifaði t.d. blogg um það í vetur þegar ég var í Finnland, að  heilbrigðisráðherra Finna sagði þá hafa tekið peninga úr heilbrigðisgeiranum og sett í listkennslu í skólum og í listageirann...hjá því fólki sem á einhvern hátt tengdist listum varð 70% minni þörf á læknisþjónustu...það sama skilst mér að hafi verið gert í Svíþjóð...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.5.2008 kl. 17:01

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það er auðvitað laukrétt Jenný, að ekki síst þegar listaverk á að "stuða" eða snerta djúpt, þá helgar tilgangurinn oftar en ekki meðalið.Annars veit ég ekkert um þetta skiltamál.

En ég er því alveg ósammála að kynfæri, bæði kvenna og karla, geti ekki verið færð listrænt út á mynd til dæmis, það oft verið gert.

Nafni minn Þór er nei ekki mjög listrænn og helst til of æstur þegar hann flytur sitt mál!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.5.2008 kl. 17:30

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóhanna: Takk!

Hrafnhildur: Takk fyrir frábært innlegg.

Magnús Geir: Sammála bæði 1. og 2. málsgrein.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 17:37

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér bara leiðast allir þeir gjörningar sem ég hef séð, en dæmi nú ekki alla eftir því.  Kannski kemur þetta með aldrinum hjá mér.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 18:02

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Akranessgjörningurinn er eitt það ömurlegasta sem ég hef orðið vitni að.

Helga Magnúsdóttir, 19.5.2008 kl. 19:59

14 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Mér leiðast líka gjörningar en ég hef aldrei lagt neitt á mig til að reyna að skilj þá þannig að það er svo sem ekkert að marka. Þetta er kannski svona eins og að það er ekki auðvelt að meta Wagner ef maður hefur aldrei hlustað á klassíska tónlist.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 19.5.2008 kl. 20:01

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er ein af þeim sem finnast gjörningar mjög skemmtilegt listform.  What can I say?

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband