Leita í fréttum mbl.is

Íslenskir kynþáttahatarar í skjóli nætur

 bilde

Stundum verður maður bara að segja eins og er.  Mér hefur fundist lengi að töluvert margir  Íslendingar séu með kynþáttafordóma.  Að þeir kæri sig ekki um alþjóðasamfélag og staðreyndirnar tala líka sínu máli.  Í hvert skipti sem einhver kynþátta-andúðar-bloggari skrifar um málefnið þá vantar ekki jákórin í athugasemdakerfum viðkomandi.

Og svo er það Akranes.  Silfrið í gær segir sína sögu.  Ætla ekki að fara nánar út í það.

Auðvitað eru við ekki öll haldin kynþáttaandúð.  En ég hallast að hluti  þjóðarsálarinnar sé það.

Mér finnst það sorglegt.

Og nú eru rasistarnir á Íslandi, sem ég veit ekki hverjir eru, farnir að láta verkin tala.

Þeir hafa tileinkað sér ósóman frá Sviss og skarta auglýsingaspjöldum frá SVP, Svissneska þjóðarflokknum, sem hann notaði í kosningabaráttunni í fyrra.

Það er hægt að hlaupa uppi hangikjötsþjófa, grípa rúllupylsustelandi vesalinga og upplýsa flest mál bæði stór og smá sem koma upp hér.

Þarna er vinna lögð í að koma skiltunum fyrir.  Þau standa við þjóðveg, sér enginn neitt?  Eru engin vitni.

Það ætti að setja allt á fullt til að ná þessum útlendingahöturum og það væri flott að hafa þá til sýnis niðri á Austurvelli.  Öðrum til varnaðar.  Amk. hlýtur maður að gera þá kröfu að þessi viðbjóður verði stöðvaður og það strax.

Andskotinn hvað ég er hrædd við þennan ófögnuð sem rasismi er.  Ætlar sagan aldrei að kenna fólki??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Ótrúlegt að þroskaðir einstaklingar skuli gerast uppvísir að slíkum heimskupörum sem rasistaháttur sannarlega er. Fávísi og hræðsla stuðlar að rasistma og slíkt er aldrei til lukku að mínu mati. Sammála því að það ætti að leggja mun meira í að ná í skottið á svona lýð og hreinlega bara setja hann á skólabekk til að fræða hann betur. Ömurlegt að hugsa til þess að það eru til hellingur af skelfilegu rasistaöfgafullu fólki sem svo elur upp börn sín inn í slíkan hugsunargang ..

Tiger, 19.5.2008 kl. 13:02

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Tiger, en enn hafa þeir ekki orðið uppvísir.  Þeir eru í felum þessar bölvaðar gungur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 13:05

3 identicon

Þú verður aðeins að líta á sjálfan þig þegar þú ferð að tala um rasisma. Það er margt point sem þú ert að segja í greininni þinni en þú setur það frekar lélega og kjánalega upp.  Rasismi er það sama og kynþáttarhatari. Útlendingarhatari er ekki það sama og rasismi(kynþáttarhatari). Að vera á móti alþjóðasamfélag er ekki það sama og vera með kynþáttarfordómar og útlendingarhatur. Þú ættir að velja ákveðin orð í staðinn fyrir að troða þeim öllum saman ef þú vilt að fólk taki þig aðeins alvarlegri.

Í mínu áliti tel ég þá að öll þessi andúð ætti reyndar frekar vera beitt á ríkistjórnina, og það var gert í ákveðin tíma, en ríkistjórnin hefur ákveðið að grafa hausinn ofan sand og því er almenningurinn auðveldari fórnalamb.

E.S. Það er ekki bannað (og á ekki að vera bannað) að hafa sína eigin skoðanir þegar kemur að ákveðnum málum. 

Kolbrún (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 13:20

4 Smámynd: Ragnheiður

Ég er nú svo græn að ég skil ekki þetta skilti né hvað það fjallar um. Ég prófaði að smella á myndina til að reyna að sjá en það gekk ekki heldur hjá mér.

Ég býð bara góðan daginn í staðinn

Ragnheiður , 19.5.2008 kl. 13:30

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það má vera að ég seti þetta kjánalega upp.

Kynþáttaótti, rasismi, útlendingaótti og hatur.  Allt sama tóbakið.  Ofsaleg skilgreiningarárátta er þetta Kolbrún.

Ragga: Það er verið að sparka svarta sauðnum út.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 13:36

6 identicon

Nú þarf að spyrna við fótum! Mér segir stílisti að þetta sé ekki undir einni miljón í kostnaði. Það eru ekki margir asnar með slíka peninga í rassvasanum. IP-Kolbrún er einmitt grasfóður slíkra afla.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 13:46

7 identicon

Jenný, Kynþáttaótti og Útlendingaótti er ekki það sama og rasismi(kynþáttarhatur). Ef kona er til dæmis nauðguð af erlendum svertingja og í kjölfari þróast ákveðinn ótti hjá henni við útlendinga og svertingja... - Varla myndir þú þá kalla hana kynþáttarhatara? 

- Að nota rétt orðin skiptir máli.

Kolbrún (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 13:49

8 Smámynd: Tiger

Kolbrún, voða orðaleikur er þetta í þér. Meining pistlahöfundar skilst fullkomlega og  þó að megi leika sér með einhver ákveðin orð skipta þau minnstu máli í raun á meðan meiningin skilar sér fullkomlega. Heljar stutt er á milli "ótta/haturs og rasistma" - og má vel flokka hvort fyrir sig sem rasistma. Það að "óttast" heilan kynþátt vegna hegðunar eins aðila úr kynþættinum - er rasistmi gegn kynþættinum. Að óttast útlendinga vegna hegðunar/gjörða eins útlendings er líka rasistmi gegn útlendingum.

Kona sem lendir í því að vera nauðgað af svertingja og þróar með sér ótta gagnvart öllum svertingjum í kjölfarið - er illa sett af fordómum og stórt samasem merki er á milli fordóma og rasistma. Með því að "óttast/hata" alla svertingja er hún að gerast sek um kynþáttahatur vegna þess að hún lenti í að vera nauðgað af einum slíkum. 

Ef kona verður fyrir nauðgun af hendi útlendings og í kjölfarið óttast alla útlendinga - þá er það skiljanlegur ótti en jaðrar við rasistma þó. Slíkur hugsunarháttur er þó meira sálarlegs eðlis og kallar á sálfræðiaðstoð og slík kona þarf að leggja heilmikið í að vinna úr því að leggja ekki hatur/ótta á allan heiminn vegna verknaðarinns. Það myndi ég kalla fordóma/rasistma að leggja alla undir sama hattinn vegna gjörða eins aðila sem ekki flokkast undir að vera hennar eigin stofn.

En, allavega - mitt álit er að meining pislahöfundar skilar sér fullkomlega og orðaskak er óþarft í raun og veru. Ef maður fer að velta sér sérstaklega uppúr einu eða öðru orðalagi - þegar maður veit og skilur fullkomlega hvað liggur að baki orðanna - þá er maður kominn í heilmikil vandræði þegar maður er að lesa nánast hvað sem er. Það má leika sér með nánast hvert einasta íslenskt orð og finna að þeim á alla vegu.

Tiger, 19.5.2008 kl. 14:38

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tiger: Takk fyrir þetta.  Annars má alltaf finna eitthvað að til að beina sjónum frá aðalatriði máls.

Gísli: Takk líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 14:46

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Mér finnst þetta svo sorglegt að ég er miður mín - það versta er að maður verður klumsa og kjaftstopp yfir þessu öllu.

Mér finnst samt  bera að sama grunni útlendingahyggja og kynhyggja (eins og ég kýs að kalla kynþáttahatur) og fólk verða yfir sig æst að óþörfu í staðin fyrir að ræða málin. Það verður að gera greinarmun innfluttu vinnuaflu og flóttafólki hverra þjóða sem það er.

Edda Agnarsdóttir, 19.5.2008 kl. 14:46

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þarna eru pólitískt valdasjúkir menn að verki, sem tefla fram illa upplýstum kjánum eins og henni/honum IP-Kolbrúnu hérna fyrir ofan, þar sem lægstu hvatir eru kallaðar fram,  undir merki réttlætis, hugsjóna, og jafnréttis. -Í beinni þýðingu- Lýðskrum.

Og þessum veiklyndu sálum er talin trú um, að ef þau skrifi undir stuðningslista og bænaskrá á móti flóttamönnum, séu þau að koma í veg fyrir, að hið illa setjist að á Íslandi. - Og taki frá þeim sem þeirra er. 

Þaulskipulagður gjörningur,  undir því yfirskini, að gæta þurfi,  hagsmuna og velferðar þeirra, sem fyrir eru í landinu. - 

Viðbjóðslegri málstað er ekki hægt að hugsa sér, enda þora þeir, sem að baki þessu standa, ekki að koma fram undir nafni.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.5.2008 kl. 15:15

12 Smámynd: Ragnheiður

Það kom einhver umfjöllun um þetta í fréttunum klukkan 15 og þá kviknaði á perunni.

Sorry Jennsla mín, ég er ekki alveg með sjálfri mér í dag.

Ég er vön að skilja pistlana þína betur en þetta elskan mín

Ragnheiður , 19.5.2008 kl. 15:29

13 identicon

Svo reyndist þetta bara vera hluti af listaverki á Listahátíð

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986901

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.