Leita í fréttum mbl.is

Sjúklegur hugarheimur Kötlu Christiansen Lange

 feather

Einhvern tímann mun ég skrifa bók.  Er reyndar löngu byrjuð, en ég er í heilagri pásu.

En það eitt og sér skiptir ekki máli.

Bloggtuðararnir (þessar elskur) sem velta sér upp úr því hvernig best sé að ná í talningu á síðurnar sínar, minnast oft á að fyrirsagnir vegi þungt.

Það er nokkuð til í þessu, ég veit að þegar fyrirsagnirnar eru mergjaðar þá eykst lesningin.  En það er ekki það sem ég er að velta mér upp úr, heldur hitt að titill bókar hlýtur þá að skipta heilmiklu máli.

Titill þarf ekki endilega að vísa til innihalds.  Segjum að ég myndi skrifa bók um örlagasögu fjölskyldu.  Mergjað kvikindi.  Og þá kæmi höfuðverkurinn.  Hvað ætti bókin að heita?

Ég var með nafn á minni sögu.  Hún átti að heita Kerlingabók.  En svo stal bloggarinn í mér nafninu af sjálfri mér og ef ég klára einhvern tímann viðkomandi bók, þá verður hún að hafa nafn.  Krassandi nafn.  Titillinn mætti fela í sér loforð um geggjaða lesningu.

Hvað með:

"P.N.G." Persona non grata?  Töff nafn en alls ekki viðeigandi í þessu tilfelli.

"Klámsögur úr vesturbænum"?  Erfitt þar sem að klám myndi að líkindum ekki vera til staðar í bókinni, þannig að þar færu margir "karlar" (af báðum kynjum) fýluferð inn í sjúkan hugarheim höfundar.  Því í bókinni verða allir sífellt á bæn og dansandi engladansa ala Þórbergur, til að sarga úr sér bölvaða gredduna. Jeræt.  Svo má ekki gleyma þeirri staðreynd að bókin myndi frekar gerast í Austurbænum.  Það er allt háheilagt vestur í bæ.  Veit það af eigin reynslu.

"Ævintýri og örlög íslenskra lyftukvenna með hægðartregðu" er mergjað nafn.  En það er engin innistæða fyrir titlinum þannig að ég get ekki notað hann.

Eru til lyftukonur?

Kannski ég setji bara viðeigandi titil sem vísar í efni bókarinnar.  Ég er að hugsa um að láta hana heita "Hinn sjúklegi hugarheimur Kötlu Christiansen Lange", því það er sennilega það sem kemur til með að vera þungamiðja bókarinnar.

Er þó að hugsa um að breyta nafni aðalhetjunnar í Etnu, ef ske kynni að Katla mín ætti sér margar nöfnur, það gæti komið illa við þær blessaðar, því trúið mér að Katla vinkonan er snarblússandi geggjuð, enda komin af hálfklikkaðri kellingu sem býr fyrir ofan snjólínu í Borg Óttans.

Og í guðanna bænum hættið þið nú að láta mig ljúga ykkur full.

Farin að ydda fjaðurpennann.

Bítmæleggælofitt!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég trúi alltaf öllu sem í mig er logið

Jónína Dúadóttir, 19.5.2008 kl. 12:26

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Veistu það.. nú þykir mér týra. Þessi titill er magnaður. Og ég hefði aldrei lesið þetta blogg ef ekki hefði verið fyrir fyrirsögnina.

Ok ok ok auðvitað hefði ég lesið helvítis færsluna en sennilega ekki fyrr en með kvöldinu skiluru.

Sjúklegur hugarheimur Kötlu Christiansen Lange..... mílækverrímutsj

Jóna Á. Gísladóttir, 19.5.2008 kl. 12:26

3 Smámynd: Tiger

Kæmi mér ekkert á óvart þó þú myndir skrifa bók, myndir örugglega gera það vel meira segja og fara létt með það. Slík bók myndi örugglega seljast heitar en lummur og kanelsnúðar, enda - ef þú myndir skrifa eitt stykki í anda bloggsins þíns þá myndu í það minnsta nokkuð mörg eintökin seljast í bloggara - ég myndi fjárfesta í einni!

Mikið rétt að nafn, fyrirsögn hefur gífurlega þýðingu og næsta víst er að ég sjálfur fer oft inn á blogg sem ég alla jafna les ekki - ef fyrirsögnin hrópar á mig. Lýst samt ekkert á "Ævintýri og örlög íslenskra lyftukvenna með hægðartregðu" enda er fyrirsögnin ein nóg til að ég átti mig á að innihaldið er líklegt til að vera langloka og teygður lopi. Gruna líka að lyftukonur séu ekki til, hvað þá lyftukonur með hægðartregðu. "Hægðarkríza Lyftukerlinga" tel ég líklegri til að selja - ekki það að ég hafi mikinn áhuga á slíkri krízu - en hnitmiðað og beint að efninu selur ætíð.

"Engill Vesturbæjar Pimpar í Austurbæ" gæti t.d. vel hentað í titil sem lofar subbó án þess að þurfa endilega að standa við það. Það væri þá bara gott á pervertana sem kaupa bókina í hrönnum - að fá ekki það sem þeir héldu að þeir væru að kaupa.

Hvað með það - skrifaðu bók í anda bloggsins þíns - sem er bara skemmtilegt og húmorízkt - og þú hefur öruggann einn kaupanda hérna! Eigðu ljúfan dag minn kæri nóbel.

Tiger, 19.5.2008 kl. 12:33

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð ágæt.  Tiger, auðvitað er sagan ekki lík blogginu því blogg er talmál að mínu mati og þá fer maður frjálslega í allar ritreglur.  En auðvitað leynir uppruninn sér ekki.  Þ.e. ef bókin er til, sem er auðvitað alls ekki víst.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 12:40

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Panta hér með eitt eintak, jafnvel fleiri. Líst rosalega vel á titilinn! Heheheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.5.2008 kl. 13:41

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí, 1 eintak. Tjékk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 5
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 2987182

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband