Sunnudagur, 18. maí 2008
Hverjir vinna Eurovision?
Á hverju ári, fyrir Júró, fáum við fréttir frá gengi íslenska framlagsins oft á dag, liggur mér við að segja.
"Konunglegar móttökur".
Mikill áhugi blaðamanna, almennings og Páfans í róm á íslenska laginu.
Silvía Nótt átti staðinn þegar hún tók þátt fyrir okkur (reyndar í eina skiptið þar sem ég var í sjöunda himni yfir framlaginu, stúlkan var frábær, en það vildi enginn kannast við þegar hún floppaði), og enginn mátti vatni halda yfir laginu og flytjandanum.
Það hefur margt oft komið í ljós að þessir blaðamannafundir, kynningar, partí og allt hvað það heitir, skila ekki miklu í beinhörðum poengum. Sjaldnast twelve points eða ten points.
Hvað um það, jafnvel ég ætla að horfa á laugardaginn EF Ísland og Sverige fara áfram, en þessi lönd erum mér hvað kærust allra landa.
Sænska lagið er hundleiðinlegt, hið íslenska aðeins skárra, en hvað gerir maður ekki fyrir vini sína.
Ég er auðvitað rhytma og blues hundur, rokkið tætir mig og tryllir og ballöður geta gert mig meyra á vondum degi. En ég sver það og ég er ekki að ljúga, að lögin frá Balkanlöndunum eru mér svo framandi að þau snerta mig ekki, nema þá til að pirra mig. Ég mjúta þau þegar þau eru spiluð.
Þetta eru ugglaust fordómar. Ég er líka með geigvænlega Júró fordóma, finnst keppnin hámark plebbismans en svo er ég ekkert skárri en flestir, ég horfi (mjúta af og til), pæli í fötum og svoleiðis, en tuða samt og tauta fyrir allan peninginn.
En þar er ég komin niður á kjarna málsins. Ég elska að hata Júróvisjón. Það er beinlínis sáluhjálparatriði fyrir mig og fleiri að fá tækifæri til að krullast upp amk. einu sinni á ári.
Ég er farin að telja í - von-tú-þrí.
Olsen bræður voru dúllur. Plebbadúllur. Gæti étið þá.
Og hver vinnur í ár? Ég veðja á Svíþjóð.
Konunglegar móttökur í Serbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Sjónvarp, Tónlist | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 68
- Frá upphafi: 2987167
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 66
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Mér finnst það samt betra á dönsku
Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2008 kl. 17:49
en aðal málið að hafa í frammi homm, þegar kemur að júró.
annars sendi hún Britney mín mér lag um árið og vildi endilega að ég gerði texta við og syngi. það má nú finna í spilaranum hjá mér.
Brjánn Guðjónsson, 18.5.2008 kl. 17:50
Brjánn: Ertu að djóka?
Hrönn: Ja, ja.
Hver vinnur?
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2008 kl. 17:52
þessar ofurvæntingar koma jafn örugglega og jólin.
Hólmdís Hjartardóttir, 18.5.2008 kl. 17:55
Albanía eða Úkrína vinna.Norðmenn komast hátt.Þetta eru reyndar einu lögin sem ég hef heyrt fyrir utan Íslenska lagið sem er ok.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 17:58
Ég held að það verði Armeína, Úkraína, Búlgaría, Serbía og Írland sem ná allavega top 5!
Jukka (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 18:04
ÆÆ það er alltaf sama sagan í kringum þetta júró nenni ekki einu sinni að mynda mér skoðun á þessu lengur
Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 18:22
Ég er sjálfsagt ekkert ósvipuð, nenni ekki að horfa á forkeppni, segi fullt og fast við alla sem vilja heyra að mér leiðist eurovision en svo þegar kemur að kvöldinu þá er erfitt að halda sig frá tækinu þetta er alltaf pínu spennandi en best er að horfa með engar væntingar í huga fyrir Íslendinga
Huld S. Ringsted, 18.5.2008 kl. 18:25
Ég er á sama máli og Birna Dís, ég held að Armenía og Úkranía skori hátt - mér finnst lagið frá Armeníu flott og eins varð ég hrifin af fíflaleik Íranna. Langar að hlusta meir á franska lagið, það er uppáhald hjá unga fólkinu, allavega hér hjá mínum strákum. Norska lagið er líka fínt og svo er ég sjálf langhrifnust af belgíska laginu - það er eitthvað við það sem ég fíla.
En sænsku konuna þoli ég ekki síðan hún bolaði Selmu út!
Mar getur nú bara orðið ansi heitur
Edda Agnarsdóttir, 18.5.2008 kl. 18:44
nei Jenný, ég djóka aldrei.
Brjánn Guðjónsson, 18.5.2008 kl. 18:50
Smuk som et stjerneskud ... love it!! Annars veðja ég á Serbíu eða Úkraínu sem winner þetta árið. Smjúts.
Hugarfluga, 18.5.2008 kl. 19:03
Va rosaleg júrógella hér í denn, fjölskyldan hélt alltaf svaka júróvísjónpartí en nú eru börnin okkar orðin stór og nenna ekki að vera með og þá er tilgangurinn fyrir bí. Steinhætt að fylgjast með.
Helga Magnúsdóttir, 18.5.2008 kl. 19:03
Ég hef ekki heyrt svo mörg lög í ár svo ég hef ekki myndað mér skoðun.. en ætla að horfa ef ísland kemst áframm...
Olsen bræður eru flottir.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 18.5.2008 kl. 19:07
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér lögin. Ég er samt boðin í Eurovisjónforkeppnispartý á fimmtudagskvöldið og á að mæta í Éuro-galla .. sem er auðvitað spennandi að finna út hvernig verður.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.5.2008 kl. 20:34
Ég verð alltaf eitthvað svo ógurlega hýr á þessum tíma árs. Mig grunar, en hef yfirleitt skuggalega rangt fyrir mér, að Úkraína, Búlgaría og Grikkland muni slást um tólfurnar þetta árið. Ég er að vona að Ísland komist upp úr undankeppninni, bara til að hafa aðeins meiri stemmningu á laugardagskvöldinu. Það eru líka þarna lög sem gætu komið á óvart eins og U Julissi belganna, sjóræningasöngurinn frá Lettlandi og jafnvel franska lagið sem leikið er á hljómborðið sem flytjandinn, Sebastian Tellier fékk í fermingargjöf. Brandarinn um hljómborðið heyrðist fyrst í Eurovision þættinum á Útvarpi Sögu síðasta þriðjudag, en var endurtekinn í þætti Palla sæta á laugardagskvöldið, þannig að ekki væna mig um að stela bröndurum . En kannski, svo ég haldi áfram með langlokuna, gæti "fyrstaskiptis"sigurvegurunum sem einkennt hafa 21.öldina haldið áfram að fjölga, og land eins og Portúgal stolið óvænt senunni. Ekki stríða mér mjög mikið ef þetta reynist svo allt bull í mér.
Markús frá Djúpalæk, 18.5.2008 kl. 20:45
verd ad vidurkenna..hef ekki heyrt eitt einasta lag nema Islenska... arg og garg..nei bý ekki í afdølum....bara fer litid fyrir thessu hér i dk..svo ég segi bara áfram Island og er svo mikill plebbi lika ad ég hlakka ógó til ad horfa...thad er ad segja ef dr1 sýnir frá thessu..!
María Guðmundsdóttir, 18.5.2008 kl. 21:04
Eyrún ertu ekki að djóka, er það ekki kalkúns lagið frá Írlandi ? Ég veit satt að segja ekki hvaða lag vinnur, en vona að við komumst upp úr forkeppninni. Ég ætla að reyna að vera komin heim fyrir keppnina, en þarf að skreppa á fund á föstudaginn, og ek heim á laugardaginn, svo .... eh erum við ef til vill að keppa á föstudagskvöldið ? Þá er ég í vondum málum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2008 kl. 22:28
Ég horfi alltaf á Júró til að hlusta á þulinn, þeir eru alltaf fokk fyndnir finnst mér
Ylfa Lind Gylfadóttir, 18.5.2008 kl. 22:49
Júró er stemmning..ekki gleyma því...fjölskyldan saman og svona....
Verst að þessi lönd þarna í Langtburtistann virðast alltaf hafa töglin og hagldirnar...
En...hverjum er ekki sama? Við ERUM BEST...efast nokkur um það????
Bergljót Hreinsdóttir, 18.5.2008 kl. 23:11
Ég hef ekki séð nema 3 eða 4 lög sem keppa svo ég get eiginlega ekki dæmt neitt - en ég hef trú á að okkar framlag geti alveg náð langt. Þau hafa verið dugleg að kynna sig og þau koma ætíð mjög vel út. Er búinn að sjá Sænska lagið og finnst það mjög flott, sigurlíklegt.
Olsenbræður voru bara heavy flottir kappar sko, fílaði þá alveg í ræmur.
Eigðu ljúfa viku framundan mín kæra og knús á þig.
Tiger, 18.5.2008 kl. 23:14
Er búin að ákveða, að ef Euróbandið vinnur keppnina, þá ætla ég að gefa Euróbandinu, Júgóslavnesku plötuna mína sem er árituð af sigurvegurum Evrópsku söngvakeppninnar, sem unnu fyrir um þrjátíu árum síðan, hitti þau úti í Belgrad þar sem þau tróðu upp í veislu sem haldin var okkur til heiðurs, skiptumst á eiginhandar áritunum ogsfrv. - Flott lög á þessari plötu, mér fannst það a.m.k. á þeim tíma. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.5.2008 kl. 23:57
Verður þetta mjúk lending eða brotlending??
Himmalingur, 19.5.2008 kl. 00:12
Hef lítið séð en datt allt í einu í hálfan eða einn þátt í gær. Hálf tómlegt að hafa ekkert að halda með, en ég get ekki haldið með lagi sem ég get ekki lært og ég sakna þessara 3 laga sem voru góð í forkeppninni (góð = alla vega skemmtileg). En sem sagt, fannst serbneska lagið himneskt og úkraínska sigurstranglegt, veit ekki hvort það er þrátt fyrir eða vegna súludansstílsins á laginu. Ææææ en ætli maður lufsist ekki til að horfa á eitthvað af þessu ... hmmm
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.5.2008 kl. 00:40
Síðustu ár hefur verið hittingur á meðal vina minna en við tölum yfirleitt svo mikið að allur lagaflutningur fer framm hjá manni... Ég gæti ekki munað hver vann síðustu ár þó ég þyrfti að bjarga lífi mínu með því....en finnst samt alltaf einhver stemming í því að hafa nett júró partý...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.5.2008 kl. 00:41
Góðan dag, ég hef bara heyrt íslenska lagið, en man ekkert hvernig það er.. En ég tek undir það að Olsen bræður eru langflottastir
Jónína Dúadóttir, 19.5.2008 kl. 07:21
Ekkert inn í þessu Eurovsion en óska auðvitað löndum mínum alls góðs hvað annað.
Kveðja héðan úr rigningunni, vei það er farið að rigna!!!
Ía Jóhannsdóttir, 19.5.2008 kl. 07:44
Ég ætla að trúa að Ísland vinni að þessu sinni
Fjóla Æ., 20.5.2008 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.