Leita í fréttum mbl.is

Sautjándi eða Seytjándi

 ss02360_01

Hey og hó, það er þjóðhátíðardagur Noregs í dag.  Mér er sama en þeir eru mjög upprifnir Norsararnir á þessum degi.  Nú er mánuður í okkar sautjánda eða seytjánda eins og amma mín sagði.

Norsararnir eru alltaf jafn upprifnir eins og við Íslendingar erum, eða vorum.  Mér finnst nefnilega hátíðleiki þjóhátíðardagsins vera að fjara út, þ.e. ef ég miða við hvernig hann var þegar ég var krakki.

Ég er auðvitað fædd 1952, bara tiltölulega fljótlega eftir sjálfstæðið.  17. júní var svo merkilegur dagur, okkur stelpunum fannst hann mest spennandi á eftir jólunum.

Ég man eftir hvítum sportsokkum, nýjum sumarhönskum og svo var upphluturinn minn með rauða flauelinu og öllu silfurfyrirkomulaginu tekinn upp og pússaður.  Ég taldi niður dagana.

Urmull af konum voru á íslenskum búningum.  Allir voru andaktugir í brekkunni við MR.  Ég heyrði aldrei skemmtiatriðin frekar en aðrir því hátalarakerfið var ekkert að hrópa húrra fyrir, en samt stóð ég í Arnarhólsbrekkunni og tók þátt.

Og Strætó gekk ókeypis út í Tívolí í Vatnsmýrinni.  Í Tívolí var svo mikið af börnum að það þurfti að bíða heila eilífð til að komast að.  Og mamma fór með okkur út um allt.  Við vorum fimm stykki stelpur á þeim tíma og hún átti fullt í fangi með að týna okkur ekki.

Allt var svo brakandi hátíðlegt.  Lyktin svo góð, stemmingin svo ljúf, svona sumarstemming með hátíðarívafi, þið vitið.  Úff, kemur ekki aftur.

Og svo fór ég í fylgd með fullorðnum ofan í bæ eftir kvöldmat að horfa á litlu kerlingarnar og karlana dansa við Vesturver (gamla Moggahúsið) en þar voru unglingarnir sem hétu ekki unglingar vegna þess að það var ekki búið að finna hugtakið upp.

Kandífloss, sykurepli, Emess-íspinni, pylsur og blöðrur.  Þvílíkur unaður.

Ég er orðin gömul.  Það er merki um öldrun þegar maður sér fortíðina í friggings rósrauðum bjarma.

Já og meðan ég man.  Veðrir var alltaf fullkomið, það rigndi aldrei, frekar en alla hina dagana á sumrum bernsku minnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Heja Norge

Mér finnst 17.júní ennþá æðislegur. Finnst ég missa af miklu, ef ég er ekki í bænum þann dag. 

Laufey B Waage, 17.5.2008 kl. 17:47

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ussuss, ert ekkert gömul, bara dama á óræðum aldri með rykugan róm!

Eins og kemur fram hjá Laufey, þá er þetta misjafnt hvernig fólki finnst hátíðleikin hafa þróast, en ein ástæðan fyrir þinni tilfinningu og margra annara um að 17. júní sé ekki samur og fyrrum, er ugglaust sú að áreitið er miklu meira nú og svo margt annað sem glepur frá degi til dags og þá á ég ekki hvað síst við um er krakka varðar.

Magnús Geir Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 19:43

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við erum ekkert gamlar, sjónin er bara pínu breytt, ekkert annað. En djö. var nú allt æðislegt í den   Hula Hoop 

Ásdís Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 20:30

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.5.2008 kl. 20:56

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Magnús Geir: Þetta er ugglaust rétt hjá þér, og svo má bæta því við að sjálfstæðið var enn svo nýtt og fólk var enn andaktugt yfir því.

Takk krakkar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2008 kl. 21:08

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallgerður: Fyrsta skipti?  Ertu ekki að kidda mig?

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2008 kl. 21:08

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Heja Norge.

Það er rosa gaman að vera í Noregi á 17.maí

Marta B Helgadóttir, 17.5.2008 kl. 22:34

8 Smámynd: HP Foss

Amma mín talar líka um seytjánda.  Og hún er fædd seytjánda ágúst,  nítjánhundruð og seytján.

HP Foss, 17.5.2008 kl. 23:00

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Það er eins og gerst haf´í gær, já eins og gerst haf´í gær

Ía Jóhannsdóttir, 18.5.2008 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2987165

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband