Leita í fréttum mbl.is

Tittlingaskítur

 01

Af hverju er verið að safna uppþornuðum tittlingum?  Ég meina er einhver tilgangur með því að stoppa upp kynfæri karldýra?  Eða er þetta íslensk fyndni?  Hahahahahaha hér er typpi af heimiliskettinum Guðna, guð svo sniðugt.  Hahahahaha. 

Svo má taka þetta lengra.  Jón á Halloka í Aumingjasveit, svaf hjá öllu sem hreyfðist, átti 30 börn með jafnmörgum konum.  Svakalega virkur á honum tittlingurinn.  Stoppum hann upp.  Og lillinn á Jóni verður gerður ódauðlegur á safninu.

Ég fór nefnilega að hugsa um hvernig mér liði ef til væri hið íslenska píkusafn.  Ég má ekki hugsa þá hugsun til enda.  Vagínur af öllum stærðum og gerðum.  Sjáið píkuna á Harðsnúnu Hönnu eða í dag verður sýning á píkum úr Suðursveit.  Eru þær öðruvísi en píkurnar úr Mývatnsveitinni? Komið og sjáið!

Annars er ég ekki mjög tittlingaupptekin kona.  Og það sem meira er, ég er orðin frekar tepruleg með árunum.  Bara að skrifa um uppstoppaða tittlinga á Húsavík og að fabúlera um vagínusafn á Vopnafirði gerir það að verkum að ég er öll asnalega vandræðaleg í framan.  Enda var blaðsíða 82 í heilsufræðinni ekki tekin í mínum skóla.  Það fékkst enginn kennari til að fara í þetta háskalega efni.

Ég er ein af þeim sem fékk lömun í talfærin ef ég átti að segja smokkfiskur "in public".

Og svo hef ég í gegnum tíðina, einungis haft áhuga á þeim tittlingum sem hafa verið áfastir lifandi eigendum sínum, ef ég á að vera alveg hreinskilin.

Úff, farin í laugardagsþrifin og hætt að velta mér upp úr þessum tittlingaskít.

Úje.

 


mbl.is Reðasafnið á Reuters
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já og þú byrjar á að dónera þína, ekki að þér genginni heldur núna strax

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2008 kl. 14:03

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Í fyrsta lagi er þetta algjörlega saklaust og ég held að það sé ekki hægt að finna neinn karlrembuflöt á þessu þótt þú sért að þreifa fyrir þér með það. Í öðru lagi sýnist mér þú bara vera þónokkuð upptekin af uppþornuðum tittlingum,

Haraldur Davíðsson, 17.5.2008 kl. 14:04

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ertu brjáluð kéddling!

Hm hum píkur á safni ! Góð hugmynd, afhverju ekki fyrir V-daginn?

Edda Agnarsdóttir, 17.5.2008 kl. 14:04

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Æi þúadna Halli vertu heima hjá þér í ró og næði!

Sorry Jenný - ég varð - þegar sonna húmorslaus skaufi leggur orð í belg!

Edda Agnarsdóttir, 17.5.2008 kl. 14:07

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Spurt er: "Af hverju er verið að safna uppþornuðum tittlingum?"
Svar: Það er erfiðara að safna þeim ferskum

Júlíus Valsson, 17.5.2008 kl. 14:23

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Edda mín, viltu nú ekki spara á þér kjaftinn og reyna í það minnsta að sýna einhvern vott af því sem móðir þín kenndi þér um háttvísi. Það er þér síður en svo til framdráttar að kalla fólk nöfnum, eða fullyrða eitthvað um persónur fólks sem þú þekkir ekki neitt. Nú ætti ég auðvitað að svara þér í sömu mynt, en ég var alinn upp með önnur gildi. Skoðanir þínar eiga rétt á sér, en vertu KURTEIS. Þorirðu að kalla mig skaufa, augliti til auglitis?        Július, HAHAHAHAHA. snilld.

Haraldur Davíðsson, 17.5.2008 kl. 14:32

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skaufi, ég meina Haraldur:  Sko ég er ekkert að reyna að finna neinn karlrembuflöt á málinu, mér finnst fréttin og reðursafnið skoplegur andskoti.  Hehe.

Dúa: Þetta grunaði mig

Edda: Settu málið í nefnd fyrir V-daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2008 kl. 15:12

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Júlíus: Sá þig ekki.  Garg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2008 kl. 15:12

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Dúa, hvenær ætlarðu að not´ana? Viltu lána mér hana þegar þú ert búin?

...ha hvað? Erum við ekki stödd í samfélagi eldri bloggara og eigum allt saman, e-hvað?

Þröstur Unnar, 17.5.2008 kl. 15:18

10 Smámynd: Himmalingur

Talandi um bibbann, lillann, skaufann, tippið, reðurinn, göndulinn eða hvað annað sem fólk kallar þetta sem er á milli stóru tánna á okkur karlmönnum, þá vildi ég að mér öllum, láta þurrka upp allt annað en bibbann.

eigi fagur tillinn er, þurrkaður, við mér hryllir

upp á hillu sýndur

á fagurt líf hann spillir

vildi frekar hann væri týndur.

Himmalingur, 17.5.2008 kl. 15:29

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Reðursafn...humm hef aldrei haft sérstaka löngun til að fara og skoða.. er þetta ekki svipuð fabulering og umræðan um hrútspunga og kindabarma....því eru þeir ekki nýttir og snæddir eins og ..pungarnir

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.5.2008 kl. 15:37

12 Smámynd: Himmalingur

Ég segi nú bara: Afsakið! Ég þarf að æla!!!!!!!!!

Himmalingur, 17.5.2008 kl. 15:41

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hilmar:  Svona, svona, vera sterkur.

Krumma: Ég dey.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2008 kl. 16:16

14 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Æji vertu ekki svona bitur! Flestar konur komast nú af án þess að láta biturleikan ná tökum á sér yfir hlutskipti sínu að vera kona.  Það gildir að vera bara róleg og skaffa sér einn sprella!  :)

Baldur Gautur Baldursson, 17.5.2008 kl. 16:42

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

BG: Er einn ekki nóg?  Tjilla sér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2008 kl. 16:50

16 Smámynd: GOLA RE 945

                                     

GOLA RE 945, 17.5.2008 kl. 17:23

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehehehehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.5.2008 kl. 17:32

18 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Haraldur, það er nú leiðinlegt að vera komin í þá að stöðu að benda þér á að þetta er ekki fyrir viðkvæma - afþví ég er mjög oft ofurviðkvmæm að þá skil ég vel að það sé sárt að láta kalla sig "skaufa" en málið er að ég var ekki að tala við þig - en þitt innlegg er einmitt á þann veginn að þú ert að gera bloggaranum Jenný upp hugsanir og skoðanir  og liggur ekki á túlkun þinni en vegna viðkvæmni þinnar að þá biðst ég auðvirðulega afsökunar á orðaforða mínum ef hann hefur komið við blygðunarkennd þína!

Leiðinlegt að mamma þín hefur ekki kennt þér fjölbreytileika orða kynfæris þíns.

Edda Agnarsdóttir, 17.5.2008 kl. 17:56

19 Smámynd: Haraldur Davíðsson

 Edda nú ertu að spila rassinn úr buxunum, það er stór munur að viðra hugsanir sínar, og að ráðast persónulega að fólki. En svo þú skiljir muninn, þá segi ég; haltu kjafti píkan þín. (já ég er að tala við þig).

Haraldur Davíðsson, 17.5.2008 kl. 18:16

20 Smámynd: Yngvi Högnason

Ekki finnst mér smekklegt þegar andlitslausir drengir eru að ybba sig. Þetta minnir á litla stráka sem að gala eitthvað og fela sig svo á bak við mömmu. En umræðan að öðru leyti góð.

Yngvi Högnason, 17.5.2008 kl. 19:30

21 Smámynd: Frikkinn

Er einhver munur á uppþornuðum tilla og harðfisk, ekki sé ég þann mun.

Frikkinn, 17.5.2008 kl. 19:49

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frikkinn: Jú þú getur borðað harðfiskinn

Yngvi: Það er ekki fallegt að tala svona, það er rétt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2008 kl. 21:09

23 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Æ, æ... ég er alltaf svo sein. Þú löngu komin með nýja færslu þegar ég tek við mér. Annaðhvort er ég fyrst eða síðust hérna.

En það sem ég vildi sagt hafa... Fyrir rúmum 2 árum þýddi ég Píkusögur. Þessi útgáfa var með höfundinum sjálfum, hún sat ein á sviðinu og flutti kafla en svo voru innslög þar sem hún talaði um rannsóknarvinnu sína og síðan voru viðtöl við viðmælendur hennar.

Í einni senunni þurfti ég að finna 28 eða 30 nöfn á píku. Það var nú ekki hlaupið að því og ég þurfti að senda út hjálparbeiðni til nokkurra vinkvenna minna þar sem ég bað þær að safna orðum á vinnustöðum sínum.

Þetta hafðist, en mér hefði þótt gaman að vita hvernig viðbrögð ég hefði fengið ef ég hefði auglýst eftir orðum á blogginu... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.5.2008 kl. 21:36

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lára Hanna: Þú hefðir fengið að heyra það kona góð.

Annars hef ég aldrei séð eins mikinn fjölda nafna á kynfærum kvenna eins og hjá Ericu Yong í bókinni Fanney.  Úff, en ég á hana á sænsku en hva, mér hefði ekki munað um að skvetta því yfir á ástkæra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband