Fimmtudagur, 15. maí 2008
Flóttamaður af Laugavegi
Nágrannar Kaffistígs eru að flippa út yfir "ógæfufólkinu" sem stundar staðinn.
Íbúar á Laugavegi í nágrenni við veitingastaðinn Mónakó við Laugaveg sætta sig ekki við að staðurinn fái að selja áfengi frá kl. 11 á morgnanna. Vegna sama "ógæfufólks" auðvitað.
Ég skil þetta allt mjög vel, eins og ég hef bloggað um áður, enda flóttamaður af Laugaveginum sjálf.
En...
Til hvaða ráða á að grípa gagnvart fólki sem fellur ekki inn í "gæfurammann"?
Á að banna því að vera í miðbæ borgarinnar. Á daginn? Á nóttunni? Alltaf?
Nota Akranes og Akureyrar aðferðina á fólk og banna umferð miður lukkulegs fólks undir áhrifum nálægt öðrum borgurum?
Ef þessi athvörf sem fólk virðist eiga í stöðum eins og Kaffistíg og Mónakó verður lokað, hverfur þá vandinn upp í reyk?
Ég spyr og spyr, vegna þess að ég sé ekki að hægt sé að láta eins og rónar og dópistar sé ekki til, þeir hljóta að hafa lágmarksmannréttindi. Að minnsta kosti hlýtur það fólk eins og annað að njóta eðlilegra borgaralegra réttinda eða það ætla ég að vona.
Ég skil svo innilega hversu erfitt það er að búa í hringiðunni og geta ekki sofið, upplifa blönduðu kórana fyrir neðan svefngluggann á mans eigin persónulega verkamannsinskofa, að láta míga á útidyrnar og brjóta flöskur á gangstéttinni. Ég hreinlega þjáist af tilhuguninni einni saman.
En einhvers staðar verða "vondir" að vera.
Það er ekki hægt að hreinsa borgina af fólki bara af því að það fellur ekki undir skilgreininguna góðborgarar.
Það var af þeim sökum sem ég flutti af Laugavegi og upp fyrir snjólínu.
Það var mitt val.
Hvaða val hefur "ógæfufólkið"?
Borgarstjórnarmeirihluti: Hvar eru íbúðargámarnir fyrir útigangsmenn sem eru tilbúnir síðan í janúar s.l.?
Þreyta vegna ógæfufólks við svefnherbergisglugga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:10 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Æi pakk! Algjört pakk! Þetta djöfulsins dinglumdangl í borginni hefur náttúrulega orðið til þess að þau fáu góðu verk sem voru á dagskrá duttu ofan í kjallara!
Og fólkið sem býr í miðbænum en þolir það ekki..flytjið í fjandans Grafarvog!
Heiða B. Heiðars, 15.5.2008 kl. 09:38
Björk var með "gámana" tilbúna þegar valdaránið í borginni var framið. Íhaldið segist vera að leita að staðsetningu og á meðan er fólk á götunni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2008 kl. 09:38
Heiða: Ég er svo sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2008 kl. 09:38
Það er alveg rétt hjá þér, að það er erfitt að laga þetta ástand. Allavega með þeim áherslum sem þessi meirihluti hefur, og ríkisstjórnin líka. Það þarf að reyna allt til að koma þessu blessaða fólki af götunni, til dæmis með lokuðum meðferðarstofnunum. Ég las einhversstaðar að hver svona ógæfumaður kostaði alveg heilmikið, man ekki töluna. En það er örugglega ekki verið að spara með því að gera ekkert og láta fólk ráfa svona stefnulaust og ósjálfbjarga um götur og torg. Er þetta ekki fólkið sem Byrgið safnaði saman og gaf húsaskjól og mat ? Við megum ekki gleyma því sem þó var vel gert af starfsfólkinu þar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2008 kl. 09:39
Mér finnst vera einhverjir mánuðir síðan ég heyrði síðast minnst á íbúðagámana... þá var verið að leita að staðsetningu fyrir þá. Þarf þetta virkilega að taka svona langan tíma eða er einhver ekki að vinna vinnuna sína ? Spyr sá sem ekki veit
Jónína Dúadóttir, 15.5.2008 kl. 10:04
Það eru kostir og gallar við að búa í miðbænum. Kostir og gallar við að búa í sveitinni. Hávaðinn fylgir miðborginni - hvort sem hann kemur frá gæfu-eða ógæfufólki. Hitt er annað mál að auðvitað verða allir að eiga sér skjól til að halla sínu höfði í okkar ,,velferðarsamfélagi."
Lífsmottó mitt hefur verið að koma mér í burtu úr aðstæðum sem mér líkar ekki - en samt skítt auðvitað að láta flæma sig í burtu.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.5.2008 kl. 10:32
Bloggarar eru áhugaverður hópur. Eru þeir eins og fólk er flest og geta þeir talist spegilmynd af umræðunni og áherslunni í samfélaginu? Sjá lillo.blog.is.
Friðrik Þór Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 10:49
Nú verð ég að leggja orð í belg þar sem ég bý í grennd við Kaffistíg. Margt af þessu ógæfufólki er örugglega ágætis fólk og miðað við þessu litlu kynni sem ég hef haft af sumum, þá er það bestu skinn innan við beinið sem hafa einfaldlega lent illa út úr því. Alla þá tíð sem ég hef búið í grennd við Kaffistíg þá he ég hundsað hávaðnna sem ehfur borist og bara hallað á hina hliðina og látið sumum nágrönnunum það eftir að hringja á lögregluna þegar fólkið þaðan er með háreysti eftir mipðnætti og drykkjulæti á strætóbekknum í grenndinni um miðja nótt.
EN og ég segi EN, Kaffistígur er ekki beint vel staðsettur fyrir svona stað þar sem dagdrykkjufólk og ogæfufólk leita á. Fyrir ofan staðinn eru íbúðir sem Krabbameinsfélagið og Barnaheill eiga og þar að auki umkringdur íbúðum á allav egu auk hótels. Enginn annar skemmtistaður er í grenndinnni og fatahreinsunin sem var við hliðina á Kaffistíg hefur hrakist í burtu og örugglega o mjög hvimleitt fyrir íbúana í húsinu sem og hótelið við hliðina þar sem lætin hafa verið að aukast upp á síðkastið. Núna er það orðið daglegt brauð næstum því að lögreglan sé að koma þarna og hirða fólk upp, jafnvel um kvöldmatarleytið vegna slagsmála eða annara láta, og hefur þetta aukist talsvert núna síðustu vikur
En þetta er ekki það eina því það er sök sér að vera róni og ef þetta væri bara háreysti og læti innan eigins hóps. Það er nefnielga annar hópur sem heldur sig þarna og það eru eiturlyfjasjúklingarnir. Nú nýverið kom í ljós í mínu húsnæði, að sprautufíklar sem eru einnig viðloðnir KaffiStíg voru byrjaðir að lauma sér inn í þvottahúsið og sprauta sig þar ásamt því að útigangsmenn gerðu sér þar bæli. Einnig hefur veirð brotist inn í hús í nágrenninu og einnig í stigaganginn hjá mér þar sem farið var inn til gamallar konu og hreinsað út hjá henni en ekki var þar látið við sitja, heldur einnig sprautað sig inn í þvottahúsi og skitið á gólfið.
Ég mun allavega ekki gráta brotthvarf Kaffi Stígs. Þið megið kalla þetta væl í mér, getið sagt mér að flytja í Grafarvoginn sem ég hef engan áhuga á og allt hvað annað sem þið viljið ausa yfir mig. Ég vill þót aka frama að ég þjáist ekki af NIMBY-áráttunni því og myndi ekkert sjá að því þó heimili fyrir útigangsfólk yrði plantað í grenndina(sem er þarna á Miklubrautinni), finnst alltof lítið gert til þess að aðsotða þetta fólk við að koma undir sér löppunum eða þannig að það neyðist til að liggja úti eða sofa í ógeðslegum aðstæðum.
AK-72, 15.5.2008 kl. 11:15
AK-72: Ég skil þitt sjónarmið ágætlega og ég veit að þetta er ekki auðvelt við að fást. Spurningin er hins vegar, hvar fær samkomustaður eins og Kaffistígur að vera til að þjóna þessu fólki?
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2008 kl. 11:16
Það er góð spurning, Jenný. Ég reyndar man alltaf eftir Hafnarkránni og Skippernum sem voru bærilega staðsettir hvað það varðar. Enginn íbúarbyggð og sérstaklega Skipperinn nógu afvikinn til þess að geta tekið við fólkinu, en þó miðsvæðis. Útigangsfólk er talsvert eins og óhreinu börnin hennar Evu í augum yfirvalda sem og margra og því erfitt að segja til um hvar þeir ættu að vera, kannski fínir í Kópavoginum:).
En eins og ég sagði, ég hef búið þarna í mörg ár og yfirleitt litið framhjá þessu, enda hafa yfirleitt rónarnir látið fólk í friði, heldur drukkið og blaðrað. Ástandið hefur bara verið þvílíkt síðustu vikur að það hálfa væri nóg, og við bætist að það er rétt að lætin hafa færst út á götu eftir reykingarbannið.
AK-72, 15.5.2008 kl. 11:25
Reykingabann á skemmtistöðum er eitt það heimskulegasta framtak sem um getur hin síðari ár. Nú stendur fólk á götum úti, subbar út, brýtur glös, í staðinn fyrir að hafa afstúkað afdrep inni á stöðunum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2008 kl. 11:27
Þó að reykingarbannið hafi vissa kosti, þá er einmitt þetta sem þú nefnir einn af óköstunum. Annar ókosturinn er sá að einmitt svona staðir á borð við Mónakó og Kaffistíg væru meira til friðs fyrir grannana þar sem fólkið væri inni. Hef aldrei skilið að það skuli aldrei hafa verið farið út í það að hægt væri að sækja um frávik frá reykingarbaninu.
AK-72, 15.5.2008 kl. 11:51
Hef aldrei skilið þá sem flytja niður í miðbæinn - vitandi hvað er þar á boðstólnum - en væla svo í hvert sinn sem færi gefst um hve miðbærinn sé óalandi og ljótur vegna - þess sem það vissi fyrirfram um að væri í miðbænum. Sammála því að þeir sem ekki þola vesenið í miðbænum eiga bara að druslast eitthvað annað.
Tiger, 15.5.2008 kl. 20:27
Ég þoli ekki sovna. é segi eins og þú "einvhers staðar verða vondir að vera" í mínum augum er þetta samt ekki vont fólk, mér þykir vænt um þetta fólk. Sumum verður á í lífinu, það er bara þannig og það er ekki hægt að rakka það bara niður og reyna að reka það í burtu.
T.d. Laugarvegurinn.... er það ekki verslunargata ? Ef að fólk höndlar ekki að búa þarna, vegna láta á Mónaco kommon.... það eru örugglega aðrir staðir sem eru meiri læti á, en ef að fólk þolir þetta ekki, hvernig væri þá að flytja ?? Af hverju var fólk að flytja þarna í miðbæinn.... átti það von á fuglasöng allann sóalrhringinn ??
Þoli ekki þegar verið er að skamast yfir utangarðsfólki, rónum og þeim sem minna mega sín, ef að þessi kvartandi almenningur fengi að ráða, þa´myndu þeir senda aumingja fólkið í Viðey eða eitthvað. Fólk sem er með fíkniefna/áfengisvandamál, það hefur nákvæmlega sama tilverurétt og aðrir.
Ég verð svo reið að lesa svona, það er aldrei að vita nema ég eigi eitthvað eftir að tjá mig um þessi mál á blogginu mínu.
Hafðu það gott Jenný og takk fyrir að vekja athyglina á þessu.,
Linda litla, 15.5.2008 kl. 22:42
Takk Linda og Tiger.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2008 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.