Leita í fréttum mbl.is

"Home alone" heilkennið

Það er alveg hægt að fara í "Home alone" fílinginn og hlægja að/með þessu fólki sem gleymdi barninu á flugvellinum.  En mér stekkur ekki bros.

Sumir grínast með manninn sem setti bílbeltið á bjórinn og lét barnið leika lausum hala í bílnum.  Mér stekkur ekki bros þar heldur.

Það varð allt vitlaust í kommentakerfinu hjá mér í fyrra þegar ég bloggaði um hversu óábyrgt mér þætti það vera, að foreldrar Maddýar sem hvarf í Portúgal hefðu skilið eftir svona ung börn án gæslu, þó þau hafi getað starað á dyrnar, sem reyndar eru áhöld um.  Ég hefði haft meiri áhyggjur af því sem gæti gerst á bak við dyrnar, t.d. af því að börnin vöknuðu upp og yrðu hrædd og enginn til að taka þau í fangið og knúsa þau og róa.

Maður einn sagði við mig að það væri alveg jafn eðlilegt að skilja börnin ein eftir með þessum hætti eins og þegar maður skildi börn eftir uppi á herbergjum á hóteli og færi niður að borða.  Halló, hver gerir það?  Ekki ég og enginn sem ég þekki.

Það er alveg ótrúlegt hvað fólk fer í mikla vörn þegar þessi mál eru rædd.

Ég vil að fólk taki ábyrgð á börnunum sínum.  Skilji þau ekki eftir hist og her eins og ódýrar handtöskur fullar af snýtuklútum sem enginn ásælist.

Ég er búin að horfa á þessa frétt og bjórfréttina á Mogganum bæði í dag og í gær og verða þræl pirruð í hvert skipti sem ég ber þær augum.

Ef fólk er að eiga börn, er til of mikils mælst að það gæti þeirra eftir bestu getu?  Við getum aldrei komið algjörlega í veg fyrir slys og annað slæmt en við getum amk. komið í veg fyrir ansi margt með því að vera stöðugt á verði.

Og hananú.


mbl.is Gleymdu barninu á flugvellinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Systur mínar týndu mér einu sinni á 17. júní. Löggan tók mig undir sinn verndarvæng og ég sat á lögreglustöðinni og hakkaði í mig sælgæti þegar þær komu að gá að mér. Mér fannst þetta bara frekar skemmtilegt en systur mínar voru skíthræddar.

Helga Magnúsdóttir, 14.5.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jenný! Lestu bara einhverjar aðrar fréttir.

Hrönn Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 21:06

3 identicon

Mikið er ég sammála þér Jenný....þetta er til skammar

Var með mínar ömmurúslur um helgina,og leit ekki af þeim eitt augnablik

Fór í Koló (Kolaportið)..og heyrði kallað Jenný Una.

Sá þína krúttu,og hugsaði já þetta er Jenný hennar ömmusín

Þær stelpurnar hlupu saman nokkra hringi í anddyrinu,á meðan pabbinn kallaði

Svona er heimurinn lítill

Hafði gaman af,þar sem ég er dyggur lesandi,á blogginu þínu

Bestu kveðjur,skemmtilega kona.

Guðrún......(áður ljonynjan hér)

Gurún (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 21:07

4 Smámynd: Brynja skordal

Heyr heyr mikið er ég sammála þessari færslu!!

Brynja skordal, 14.5.2008 kl. 21:44

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guðrún: Guð hvað heimurinn er lítill, hún hitti líka langömmu og langafa í Koló.

Hrönnsla: I read what I damn please

Helga: Það týndist alltaf ein systir á 17. júní í denn, við erum sko 7.  Það var sem betur fer aðeins öruggara umhverfi þá.

Brynja: Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2008 kl. 22:16

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er sko algjörlega sammála þér Jenný mín, þoli ekki kæruleysi þegar kemur að börnum, frekar en öðru mikilvægu. Fólk skal sko bara algjörlega passa sín afkvæmi og gera það vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 22:30

7 identicon

Algerlega sammála, hver fer frá börnunum sínum sofandi á hótelherbergi, hvort heldur er niður í lobbí eða út á horn?

Svona gerir maður bara ekki. Hins vegar var ég einu sinni í áramótaboði þar sem voru 8 fullorðnir og 2 börn og okkur tókst samt að gleyma öðru barninu úti í ca. hálftíma af því allir héldu að það væri með hinum. Barninu varð ekki meint af en skondnast er að gleymskan uppgötvaðist þegar eitthvert ókunnugt fólk kom til að skila myndavél sem hafði líka gleymst úti. Barnið sat þá úti og lék sér að stjörnuljósaprikum, alsælt í myrkrinu og ljósaflóðinu á miðnætti. Þessi saga er sögð með reglulegu millibili, þegar erfðaprinsessa heimilisins, nú 24 ára, vill minna á hvað hún eigi vonda foreldra.

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 22:47

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

já.... ég átti alveg eins von á því

Hrönn Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband