Miðvikudagur, 14. maí 2008
Bannað fullorðnum?
Þegar stelpurnar mínar voru litlar, krúsuðum ég og þáverandi, um landið með tjald og fyrirkomulag.
Það var stórskemmtilegt og dæturnar elskuðu það. Við tjölduðum í Atlavík í 30 stiga hita, Í Skaftafelli á Seyðisfirði, Ásbyrgi, nefnið það, við drápum þar niður tjaldhæl, ef undan eru skildir Vestfirðir, ég á þá eftir.
Á tjaldstæðunum var mikið af fjöslkyldufólki og auðvitað ungar manneskjur á eigin vegum líka.
Svona eftir á að hyggja, þegar ég les fréttina um aldursfasismann á Akranesi og í fyrra á Akureyri, þá man ég eftir að það voru oft óhugnanleg læti og sukk á næturnar. Veit einhver hvernig er að sofa í tjaldi þegar nágranninn er með allt á fullu blasti? Eða hversu vel það heyrist þegar fólk í ölæði rífst hinu megin á tjaldstæðinu? Nei, kannski ekki, en þá er að taka mín orð fyrir því, það er martraðarkennt ástand.
Og hverjir skyldu nú hafa djöflast mest á tjaldstæðum landsins? Það voru ekki unglingar, svo mikið er víst. Það var rígfullorðna fólkið sem datt í það eftir að börnin sofnuðu. Og það hafði hátt.
En ég vildi koma að þeirri skoðun minni að mér finnst það mannréttindabrot að setja aldurstakmörk á tjaldstæði, þá meina ég eftir að fólk er búið að ná lögaldri.
Ætli það myndi ekki heyrast hljóð úr horni ef tjaldstæðisfrömuðir þessa lands bönnuðu öllum 33-43 að tjalda vegna gruns um að það ætti að detta ærlega í það?
Hvað er eiginlega í gangi þarna uppi á Skaga?
Yngri en 23 ára bannað að tjalda nema í fylgd með fullorðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 14
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 2987316
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Vó, mín farin að lesa Skessuhorn reglulega, kúúl.
Gæti alveg lýst þessu nokkuð nákvæmlega fyrir þér, þarna sem gerist á tjaldstæðinu, ákkurat á þessum kvöldum sem talað er um, en sleppi því, ekki prenthæft.
Annars allt fínt af Skaganum.
Þröstur Unnar, 14.5.2008 kl. 11:18
Var að kommenta hjá Heiðu. Maður spyr sig hvort það sé búandi á skaganum........? Þarf að framvísa vegabréfi úti í búð?
Hrönn Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 11:30
Já, Magnús Þór fer mikinn á minni heimasíðu og segir mig bulla og með lítið gáfnafar. Alvarlegast er að hann er formaður félagsmálaráðs og við vitum hér á Akureyri að þessi bannaðferð var ekki til fyrirmyndar.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 11:46
Hver á að meta hver sé "fullorðinn" Er 24 ára fólk "fullorðið" samkvæmt þessari skilgreiningu? Eða þarf fullorðna að vera af næstu kynslóð fyrir ofan 22 ára börnin? Eiga blessuð "börnin" að vera í fylgd með foreldrum??
Meiri fíflagangurinn alltaf hreint!
Ragnhildur Sverrisdóttir, 14.5.2008 kl. 11:59
Fáránlegt! Skil ekki hvernig í dauðanum hægt er að setja svona reglur, þvert á skjön við lögaldur og þessháttar. Trúi því ekki að þetta standist lög. Ekki það, ekki mun ég heiðra þessa staði með nærveru minni ef ég fæ einhverju ráðið. Nenni ekki á útihátíðir eða í útilegur.
Bjarndís Helena Mitchell, 14.5.2008 kl. 12:06
Það er von þú spyrjir!
Þú ert ekki sú fyrsta sem spyr hvað er að gerast hér - hálfgerður cirkus , geta ayðvitað ekki verið eftirbátar Reykvíkinga - þetta er í tísku!
Annars er maður allt of nálægt þessu tril að blaðra um þetta á blogginum, hér og þar.
Edda Agnarsdóttir, 14.5.2008 kl. 13:06
Þetta er snúið mál en ég get tekið undir með þér, að unga fólkið er alls ekki alltaf þeir sem halda vöku fyrir öðrum. En það er erfitt að horfa upp á hóp mjög ungra krakka veltast um í fylleríu og vandræðum. Tel samt ekki að þessi aldrusmörk haldi, börnin vantar eftilvill betri fyrirmyndir.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 13:31
Já þetta er auðvitað bara fáránleiki og fíflagangur. Margir 23ja ára og eldri geta víst ábyggilega verið blindfullir og leiðinlegir, nærstöddum til ama og óþæginda.
Laufey B Waage, 14.5.2008 kl. 13:58
Já, sannarlega er fullorðna fólkið iðulega ekki barnanna best. Ég lenti einmitt í samkvæmi um daginn þar sem stútungskarlar og kerlingar rifust hástöfum viðstöddum unglingum til lítillar gleði.
Steingerður Steinarsdóttir, 14.5.2008 kl. 14:37
thetta finnst mér útí hróa og hvernig i fjáranum datt theim akkúrat thessi aldur i hug? er thetta einhver " er ordinn fullordinn og løghlýdinn borgari aldur"? hélt ad vidmid yrdi alltaf ad vera løgaldur..s,s 18.ár? getur ekki verid løglegt..
María Guðmundsdóttir, 14.5.2008 kl. 14:57
Það er alveg ábyggilegt að fullorðnir geta hagað sér eins og bandítar á tjaldstæðum.( maðurinn minn rak einu sinni eitt slíkt) en....
Ástæða þess að þessum aldurshópi ungmenna var meinuð aðganga að tjaldstæðum var sú að einhverju fyrr höfðu bíladagar verið haldnir á Ak þar sem mörg þúsund ungmenni komu saman..og í stuttu máli þá varð ástandið óviðráðanlegt.
Ég átti og rak pylsuvagn í miðbænum þá og ég hef aldrei séð annað eins. Nokkur hótel voru í kringum mig og ég verð vitni að því að fólk var að míga og skíta út um gluggana, henda glerflöskum á göngugötuna í hóp af fólki, það voru stanslaus slagsmál út um allan bæ og á flestum ef ekki öllum tjaldstæðum..fjölskyldur flýðu umvörpum því þeim var ógnað með glerbrotum og hnífum, ráðist var á starfsmann..ólétta konu og hún lamin, eigur bæjarbúa voru skemmdar...það sem eftir stóð var örmagna fólk sem hafði vakað megnið af þessari helgi, bæði vegna hávaða og eins var fólk að reyna passa eigur sínar. Tjaldstæðin komu út úr þessu með miklu tapi því allur gróðinn fór í að laga og endurgera tjaldstæðin..þegar ég var yngri fór ég á útihátíðir..þær voru eins og stúkusamkunda samanborið við þessa helgi
Ég var sjálf í vafa um að þetta væri rétt ákvörðun bæjaryfirvalda en skil þetta engu að síður....held hins vegar að það væri rétt að koma í veg fyrir svona með því að vera hvorki með böll eða aðrar skemmtanir sem trekkja að þennann aldur.....svo er ekki víst að það dugi og eitthvað þurfti að gera.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.5.2008 kl. 16:07
Þvílíkt bull er þetta, margir eru jú giftir 23 ára og komin með börn, sem sagt fjölskyldufólk, þá er að draga ömmu og afa með til að halda ærlegt partý saman. Klikkun!
Ía Jóhannsdóttir, 14.5.2008 kl. 16:17
jú margir eru giftir 23 ára og með börn....en ég er með skrifum mínum að benda á að það var fátt annað hægt að gera á þeim tíma....er einhver með tillögur.....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.5.2008 kl. 16:34
Það þarf að lesa bókunina í heild sinni, ekki það sem misvitrir blaðamenn draga hluta efnis út til að koma af stað deilum. Bókunin er eftirfarandi: " Aðgangur verði takmarkaður við fjölskyldufólk eða einstaklinga 23 ára eða eldri.”Ef þú ert með fjölskyldu, því fellur þú og fjölskylda þín ekki undir þetta aldursákvæði!!Og fyrir óbundna:Það er eitt sem þarf að skilja, að til að hafa lög og reglur í lagi, þá þarf stundum að koma böndum á kringumstæðurnar. Skemmtilegur enskur málsháttur: "Til að búa til eggjaköku, þá þarf að brjóta nokkur egg." ("To make an omelett, you need to break few eggs.") Þá er ýmislegt gert sem fólk þar einfaldlega að sætta sig við. Hraðatakmarkanir á þjóðvegum eru ekki sett heiðvirðum ökumönnum til höfuðs, heldur hinum bjánunun sem aka eins og fábjánar. En það þurfa allir að fara eftir þeim reglum!Kær kveðja, Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 14.5.2008 kl. 16:53
Ég er á því að það sé bara ein lausn á svona málum.
Allur almenningur á að eiga aðgang. Það eru mannréttindi, en ef fólk er með læti og ónæði þá á að fjalægja það. Alveg eins og gert er við aðra hljóð- og umhverfismengandi einstaklinga.
Takk fyrir skemmtilega umræðu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2008 kl. 18:01
Hei, það hefur ekki kjaftur kommenterað á þessa frábæru mynd.
Haldið að það verði ekki töff ungviðið þegar það mætir með haustjöld á Þjóðhátíð? Ég meina lágmarks farangur. Og það verður engin óléttur í svona tjaldi. Muhahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2008 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.